flugfréttir

Farþegi kastaði klinki inn í þotuhreyfil

- Fimmta skiptið á 2 árum sem að farþegar kasta klinki inn í hreyfil í Kína

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Farþeginn, sem er 28 ára karlmaður, sagði að þetta ætti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú

Kínverskur farþegi var staðinn að því að hafa kastað klinki inn í þotuhreyfil á flugvél af gerðinni Airbus A320 hjá kínverska flugfélaginu Lucky Air.

Farþeginn var að ganga um borð í flug frá borginni Anqing til Kunming í Kína þann 17. febrúar sl. og en farþeginn sagði að hann hefði gert þetta þar sem þetta boðar góða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú.

Fluginu var aflýst og segir í tilkynningu frá Lucky Air að tjónið væri metið á 2.3 milljónir króna þar sem taka þarf hreyfilinn í sundur til þess að finna myntirnar og ná þeim úr honum.

Þetta er fimmta atvikið á tveimur árum sem kemur upp í Kína þar sem farþegar kasta klinki inn í þotuhreyfla áður en þeir fara um borð í trú um að heillavættirnir verði með þeim og sjái til þess að ekkert komi fyrir flugvélina.

Í júní árið 2017 kastaði áttræð kona myntum inn í hreyfil á þotu hjá China Southern Airlines en það atvik kostaði flugfélagið yfir 16 milljónir króna.

Fjórum mánuðum síðar, í október 2017, kom upp sama atvik þar sem 76 ára gömul kona fleygði klinki inn í hreyfil á þotu hjá Lucky Air sem átti sér stað á sama flugvelli og atvikið sl. sunnudag og var sú flugvél einnig á leið til Kunming.

Þriðja atvikið átti sér stað í nóvember í fyrra þegar kínversk kona kastaði klinki inn á hreyfil á þotu frá China Eastern Airlines og í janúar á þessu ári voru flugvallarstarfsmenn sem komu auga á klink fyrir neðan hreyfil á flugvél frá China Eastern á flugvellinum í Anqing rétt fyrir brottför til Shanghai.  fréttir af handahófi

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

24. febrúar 2019

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00