flugfréttir

Farþegi kastaði klinki inn í þotuhreyfil

- Fimmta skiptið á 2 árum sem að farþegar kasta klinki inn í hreyfil í Kína

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Farþeginn, sem er 28 ára karlmaður, sagði að þetta ætti að boða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú

Kínverskur farþegi var staðinn að því að hafa kastað klinki inn í þotuhreyfil á flugvél af gerðinni Airbus A320 hjá kínverska flugfélaginu Lucky Air.

Farþeginn var að ganga um borð í flug frá borginni Anqing til Kunming í Kína þann 17. febrúar sl. og en farþeginn sagði að hann hefði gert þetta þar sem þetta boðar góða lukku samkvæmt kínverskri hjátrú.

Fluginu var aflýst og segir í tilkynningu frá Lucky Air að tjónið væri metið á 2.3 milljónir króna þar sem taka þarf hreyfilinn í sundur til þess að finna myntirnar og ná þeim úr honum.

Þetta er fimmta atvikið á tveimur árum sem kemur upp í Kína þar sem farþegar kasta klinki inn í þotuhreyfla áður en þeir fara um borð í trú um að heillavættirnir verði með þeim og sjái til þess að ekkert komi fyrir flugvélina.

Í júní árið 2017 kastaði áttræð kona myntum inn í hreyfil á þotu hjá China Southern Airlines en það atvik kostaði flugfélagið yfir 16 milljónir króna.

Fjórum mánuðum síðar, í október 2017, kom upp sama atvik þar sem 76 ára gömul kona fleygði klinki inn í hreyfil á þotu hjá Lucky Air sem átti sér stað á sama flugvelli og atvikið sl. sunnudag og var sú flugvél einnig á leið til Kunming.

Þriðja atvikið átti sér stað í nóvember í fyrra þegar kínversk kona kastaði klinki inn á hreyfil á þotu frá China Eastern Airlines og í janúar á þessu ári voru flugvallarstarfsmenn sem komu auga á klink fyrir neðan hreyfil á flugvél frá China Eastern á flugvellinum í Anqing rétt fyrir brottför til Shanghai.  fréttir af handahófi

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00