flugfréttir

Voru að forðast óveðursský í aðfluginu að Houston

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:21

Boeing 767-300ER fraktþotan var á leið frá Miami til Houston í gær þegar hún fórst í aðflugi, skammt suðaustur af borginni

Komið hefur í ljós að flugmenn Boeing 767-300 fraktþotunnar, sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Bandaríkjunum í gær, reyndu að komast hjá óveðri skömmu áður en vélin hvarf af ratsjá.

Búið er að fara yfir upptöku af samtölum flugmannanna við flugumferðarstjóra og tilkynnti áhöfn vélarinnar um að þeir væru að lækka flugið í 17.800 fetum í átt að LINKK staðsetningarpunktinum sem leiðir flugumferð frá punktinum GIRLY.

Aðflugsstjórn tilkynnti flugmönnunum um að það væri veðrakerfi að fara yfir með mikilli úrkomu suður af Houston sem var að færast til austurs í áttina að þeim.

„Þegar þið nálgist þá getum við leiðbeint ykkur í kringum það ef þess þarf“, sagði flugumferðarstjóri við áhöfnina en flugvélin, sem var á vegum Atlas Air, fór í loftið frá flugvellinum í Miami áleiðis til Houston.

Flug GTI3591 á ratsjá skömmu áður en hún fórst. Sjá má veðrakerfið vinstra megin yfir Houston

Flugvélin átti að taka stefnu til norðvesturs við LINKK í 15.000 fetum en flugmennirnir létu vita skömmu síðar að þeir myndu taka stefnuna til vestur og fara vinstra megin við veðrakerfið sem samanstóð af skúraskýjum („cumulonimbus“).

Flugumferðarstjórarnir sögðu flugmönnunum að það gæti reynst erfitt að fara vinstra megin við skúraskýin þar sem mikið af brottförum væri að koma á móti þeim á því svæði og fengu þeir í leiðinni leyfi til þess að lækka flugið niður í 3.000 fet.

Síðustu orð áhafnarinnar var: „Ok, then we´ll go on the east side. Just go ahead and redirect us“. Klukkan 12:34 tilkynnti flugumferðarstjóri annarri flugvél að fara í sama aðflug að 26L brautinni og að þeir myndu fá að vita hvenær þeir ættu að taka beygjuna áður en þeir kæmu að veðrakerfinu.

Starfsmenn á vegum NTSB rannsaka fyrsta brakið úr þotunni sem náðist á land úr flóanum

„Það er ein vél sem er að fara í kringum það svo við erum alveg vissir um að þið ættuð að ná því líka“, segir flugumferðarstjóri við áhöfnina á Atlas Air vélinni.

Ekkert svar kom aftur frá flugvélinni sem hvarf af ratsjá þegar þeir höfðu byrjað að taka beygjuna í hina áttina, til vinstri, og hvarf flugvélin af radar í 6.000 fetum á hraða upp á 240 kt.

Skömmu síðar spyrja flugumferðarstjórar aðrar flugvélar á svæðinu hvort þeir væru að greina einhver merki frá ELT (neyðarsendi) og segja að þeir væru að reyna að ná sambandi við týnda flugvél af gerðinni Boeing 767 sem svaraði ekki lengur.

Ekkert neyðarkall kom frá flugvélinni og kemur fram að hún hafi steypst til jarðar með nefið á undan sér á lækkunarhraða upp á 7.000 fet. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segist hafa undir höndum upptöku úr öryggismyndavél þar sem sést hvar flugvélin fellur til jarðar. Á vefsíðunni Aviation Herald kemur fram að ekki er sjáanlegt á myndbandinu að flugmennirnir hafi reynt að ná flugvélinni úr dýfunni aftur í lárétt flug.

Flugvélin fórst yfir Trinity Bay flóanum í um 50 kílómetra fjarlægð frá George Bush Intercontinental (IAH) flugvellinum klukkan 12:45 að staðartíma.

Tveir voru í áhöfn flugvélarinnar auk eins flugmanns, Sean Archuleta að nafni, sem var flugmaður á
Embraer E-175 þotu hjá flugfélaginu Mesa Airlines sem sat í „jumpseat“ sæti í stjórnklefanum en hann var að ferðast til síns heima í Houston.  fréttir af handahófi

Sviffluga rakst á flugvél sem var með hana í togi í Kanada

29. júlí 2019

|

Tveir létust er svifflugvél rakst á flugvél sem var að toga hana á loft skammt frá flugklúbbi nálægt bænum Black Diamond í Alberta-ríki í Kanada fyrir helgi.

Tilmæli um möguleg frávik í stjórnkerfi á A321neo

17. júlí 2019

|

Airbus hefur kynnt flugrekstraraðilum og flugfélögum fyrir tímabundnum uppfærslum á flughandbók fyrir Airbus A321neo þar sem fram kemur að upp geti komið aðstæður þar sem kink flugvélarinnar verður of

Vinna að lausn á nýja gallanum á Boeing 737 MAX

4. júlí 2019

|

Boeing hefur komið með yfirlýsingu varðandi nýja gallann á Boeing 737 MAX sem starfsmenn hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) komu auga á þegar verið var að gera prófanir á nýrri uppfærslu á MCAS

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00