flugfréttir

Voru að forðast óveðursský í aðfluginu að Houston

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:21

Boeing 767-300ER fraktþotan var á leið frá Miami til Houston í gær þegar hún fórst í aðflugi, skammt suðaustur af borginni

Komið hefur í ljós að flugmenn Boeing 767-300 fraktþotunnar, sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Bandaríkjunum í gær, reyndu að komast hjá óveðri skömmu áður en vélin hvarf af ratsjá.

Búið er að fara yfir upptöku af samtölum flugmannanna við flugumferðarstjóra og tilkynnti áhöfn vélarinnar um að þeir væru að lækka flugið í 17.800 fetum í átt að LINKK staðsetningarpunktinum sem leiðir flugumferð frá punktinum GIRLY.

Aðflugsstjórn tilkynnti flugmönnunum um að það væri veðrakerfi að fara yfir með mikilli úrkomu suður af Houston sem var að færast til austurs í áttina að þeim.

„Þegar þið nálgist þá getum við leiðbeint ykkur í kringum það ef þess þarf“, sagði flugumferðarstjóri við áhöfnina en flugvélin, sem var á vegum Atlas Air, fór í loftið frá flugvellinum í Miami áleiðis til Houston.

Flug GTI3591 á ratsjá skömmu áður en hún fórst. Sjá má veðrakerfið vinstra megin yfir Houston

Flugvélin átti að taka stefnu til norðvesturs við LINKK í 15.000 fetum en flugmennirnir létu vita skömmu síðar að þeir myndu taka stefnuna til vestur og fara vinstra megin við veðrakerfið sem samanstóð af skúraskýjum („cumulonimbus“).

Flugumferðarstjórarnir sögðu flugmönnunum að það gæti reynst erfitt að fara vinstra megin við skúraskýin þar sem mikið af brottförum væri að koma á móti þeim á því svæði og fengu þeir í leiðinni leyfi til þess að lækka flugið niður í 3.000 fet.

Síðustu orð áhafnarinnar var: „Ok, then we´ll go on the east side. Just go ahead and redirect us“. Klukkan 12:34 tilkynnti flugumferðarstjóri annarri flugvél að fara í sama aðflug að 26L brautinni og að þeir myndu fá að vita hvenær þeir ættu að taka beygjuna áður en þeir kæmu að veðrakerfinu.

Starfsmenn á vegum NTSB rannsaka fyrsta brakið úr þotunni sem náðist á land úr flóanum

„Það er ein vél sem er að fara í kringum það svo við erum alveg vissir um að þið ættuð að ná því líka“, segir flugumferðarstjóri við áhöfnina á Atlas Air vélinni.

Ekkert svar kom aftur frá flugvélinni sem hvarf af ratsjá þegar þeir höfðu byrjað að taka beygjuna í hina áttina, til vinstri, og hvarf flugvélin af radar í 6.000 fetum á hraða upp á 240 kt.

Skömmu síðar spyrja flugumferðarstjórar aðrar flugvélar á svæðinu hvort þeir væru að greina einhver merki frá ELT (neyðarsendi) og segja að þeir væru að reyna að ná sambandi við týnda flugvél af gerðinni Boeing 767 sem svaraði ekki lengur.

Ekkert neyðarkall kom frá flugvélinni og kemur fram að hún hafi steypst til jarðar með nefið á undan sér á lækkunarhraða upp á 7.000 fet. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) segist hafa undir höndum upptöku úr öryggismyndavél þar sem sést hvar flugvélin fellur til jarðar. Á vefsíðunni Aviation Herald kemur fram að ekki er sjáanlegt á myndbandinu að flugmennirnir hafi reynt að ná flugvélinni úr dýfunni aftur í lárétt flug.

Flugvélin fórst yfir Trinity Bay flóanum í um 50 kílómetra fjarlægð frá George Bush Intercontinental (IAH) flugvellinum klukkan 12:45 að staðartíma.

Tveir voru í áhöfn flugvélarinnar auk eins flugmanns, Sean Archuleta að nafni, sem var flugmaður á
Embraer E-175 þotu hjá flugfélaginu Mesa Airlines sem sat í „jumpseat“ sæti í stjórnklefanum en hann var að ferðast til síns heima í Houston.  fréttir af handahófi

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

26. mars 2019

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

Airbus ætlar að bæta við sjöttu Beluga XL flugvélinni

11. júní 2019

|

Airbus hefur ákveðið að smíða sjöttu Beluga XL flutningaflugvélina en framleiðandinn tilkynnti um nýja kynslóð af Beluga-flugvélinni í nóvember árið 2014 og hafa þrjú eintök verið smíðuð í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00