flugfréttir

Leyfði flugmanni sem hafði ekki réttindi á þotu að taka flugtakið

- Var með réttindi á King Air flugvél en hafði enga reynslu af Embraer ERJ-190

26. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Slysið átti sér stað þann 31. júlí árið 2018

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að óhæfur flugmaður, sem hafði ekki réttindi á þotu, hafi setið í sæti aðstoðarflugmannsins á Embraer ERJ-190 þotu flugfélagsins AeroMexico og verið við stjórnvölinn er hún fór út af braut í flugtaksbruni í borginni Durango í Mexíkó þann 31. júlí í fyrra.

Flugvélin var í áætlunarflugi á leið til Mexíkóborgar með 97 farþega og fjögurra manna áhöfn innanborðs en hætt var við flugtakið og fór þotan út af brautinni og staðnæmdist í gróðurlendi þar sem hún varð alelda.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Mexíkó hefur komist að því að einn flugmaður hafi verið að ferðast með vélinni og var honum leyft að fara í stjórnklefann fyrir brottför og settist hann í flugmannssætið hægra megin.

Fram kemur að sá flugmaður hafði fjölhreyflaáritun og leyfi til þess að fljúga flugvél af gerðinni Beechcraft King Air en hann var í þjálfun á Embraer-þotu en þjálfuninni var hinsvegar ekki lokið.

Flugmaðurinn hafði nýlokið við bóklega þjálfun á Embraer 190 og var með 64 flugtíma í flughermi á slíka flugvélategund en hafði 0 flugtíma á þotuna í raunverulegu flugi en hafði 3.300 heildarflugtíma.

Rannsóknarnefndin hefur komist að því að flugmaður fékk að sitja í hægra sætinu í stjórnklefanum á meðan aðstoðarflugmaðurinn fór út að framkvæma fyrirflugsskoðun en er hann kom til baka var hann látinn sitja í „jumpseat“ sæti sem er ætlað þjálfunarflugstjórum, öðrum áhafnarmeðlimum eða starfsmönnum á vegum flugmálayfirvalda.

Ekki var skipt um sæti fyrir flugtak og og ákvað flugstjórinn að veita honum „þjálfun“ á þotuna með því að leyfa honum að taka flugtakið en flugstjórinn hafði ekki þjálfunarréttindi og var ekki hæfur til þess að ganga í slíkt hlutverk.

Af þeim 103 sem voru um borð þá komust allir lífs af úr slysinu

Rétt fyrir flugtak gengu óveðursský yfir flugvöllinn í Durango með þrumuveðri og rigningu. Í flugtaksbruninu kom upp sitthvor flughraðinn fram á mælum flugstjórans og flugmannsins sem gaf til kynna vindhvörf yfir brautinni („wind shear“).

Flugvélin byrjaði að lyftast frá brautinni með hraða upp á 148 hnúta samkvæmt mælum aðstoðarflugmannsins á meðan mælar hjá flugstjóranum sýndu að hraðinn væri 152 hnútar.

Samkvæmt verklagsreglum AeroMexico er varða vindhvörf í flugtaki er farið fram á að ekki sé hreyft við hjólabúnaði eða flöpum og þeir hafðir í óbreyttri stöðu þar til flugvélin nær 1.500 feta hæð.

Gögn úr flugrita sýna hinsvegar að hjólin hafi verið tekin strax upp þegar flugvélin var aðeins komin í 2 feta hæð yfir flugbraut á jarðhraða sem nemur 144 kt.

Þotan náði aðeins 11 feta hæð (3.3 metrar) er flughraði fór lækkandi þegar flugstjórinn lýsti því yfir að hann myndi taka við stjórninni. Þotan hélt áfram að klifra en náði aðeins 30 feta hæð á sama tíma og flughraðinn var komin niður í 130 hnúta.

Flugvélin skall til jarðar á flugbrautinni í um 2.150 metra fjarlægð frá byrjun brautarinnar og fór út af braut með þeim afleiðingum að báðir hreyflarnir brotnuðu af.

Rannsóknarnefndin komst að því að flugmaðurinn, sem var ekki hæfur til þess að fljúga Embraer-þotunni, hafi verið við stjórnina í flugtakinu og alveg þar til 8 sekúndur liðu að þeim tímapunkti þegar flugvélinn skall ofan í brautina.

Þá kom einnig í ljós að rangar upplýsingar um loftþrýsting (QNH) höfðu verið settar inn í flugtölvuna sem reiknar þá út ranga afkastagetu fyrir flugtakið og flugtaksklifur.

Fram kemur að aðalorsök slyssins megi rekja vindhvarfa í flugtaki en tekið er fram að einnig megi rekja orsökina til þess að óhæfum flugmanni hafi verið leyft að taka sér stöðu aðstoðarflugmanns og honum leyft að vera við stjórn.

Allir þeir 103 sem voru um borð lifuðu slysið af en á fjórða tug slösuðust og var þotan gjörónýt í kjölfarið.  fréttir af handahófi

Donald Trump fjallaði í ræðu sinni um flugvelli árið 1775

5. júlí 2019

|

Donald Trump, Bandaríkjaforseta, varð á í messunni í ræðu sinni í gær að tilefni þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna er hann rifjaði upp baráttu Bandaríkjanna í sjálfstæðisstríðinu og sagði að bandaríski h

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00