flugfréttir

Leyfði flugmanni sem hafði ekki réttindi á þotu að taka flugtakið

- Var með réttindi á King Air flugvél en hafði enga reynslu af Embraer ERJ-190

26. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:11

Slysið átti sér stað þann 31. júlí árið 2018

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að óhæfur flugmaður, sem hafði ekki réttindi á þotu, hafi setið í sæti aðstoðarflugmannsins á Embraer ERJ-190 þotu flugfélagsins AeroMexico og verið við stjórnvölinn er hún fór út af braut í flugtaksbruni í borginni Durango í Mexíkó þann 31. júlí í fyrra.

Flugvélin var í áætlunarflugi á leið til Mexíkóborgar með 97 farþega og fjögurra manna áhöfn innanborðs en hætt var við flugtakið og fór þotan út af brautinni og staðnæmdist í gróðurlendi þar sem hún varð alelda.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Mexíkó hefur komist að því að einn flugmaður hafi verið að ferðast með vélinni og var honum leyft að fara í stjórnklefann fyrir brottför og settist hann í flugmannssætið hægra megin.

Fram kemur að sá flugmaður hafði fjölhreyflaáritun og leyfi til þess að fljúga flugvél af gerðinni Beechcraft King Air en hann var í þjálfun á Embraer-þotu en þjálfuninni var hinsvegar ekki lokið.

Flugmaðurinn hafði nýlokið við bóklega þjálfun á Embraer 190 og var með 64 flugtíma í flughermi á slíka flugvélategund en hafði 0 flugtíma á þotuna í raunverulegu flugi en hafði 3.300 heildarflugtíma.

Rannsóknarnefndin hefur komist að því að flugmaður fékk að sitja í hægra sætinu í stjórnklefanum á meðan aðstoðarflugmaðurinn fór út að framkvæma fyrirflugsskoðun en er hann kom til baka var hann látinn sitja í „jumpseat“ sæti sem er ætlað þjálfunarflugstjórum, öðrum áhafnarmeðlimum eða starfsmönnum á vegum flugmálayfirvalda.

Ekki var skipt um sæti fyrir flugtak og og ákvað flugstjórinn að veita honum „þjálfun“ á þotuna með því að leyfa honum að taka flugtakið en flugstjórinn hafði ekki þjálfunarréttindi og var ekki hæfur til þess að ganga í slíkt hlutverk.

Af þeim 103 sem voru um borð þá komust allir lífs af úr slysinu

Rétt fyrir flugtak gengu óveðursský yfir flugvöllinn í Durango með þrumuveðri og rigningu. Í flugtaksbruninu kom upp sitthvor flughraðinn fram á mælum flugstjórans og flugmannsins sem gaf til kynna vindhvörf yfir brautinni („wind shear“).

Flugvélin byrjaði að lyftast frá brautinni með hraða upp á 148 hnúta samkvæmt mælum aðstoðarflugmannsins á meðan mælar hjá flugstjóranum sýndu að hraðinn væri 152 hnútar.

Samkvæmt verklagsreglum AeroMexico er varða vindhvörf í flugtaki er farið fram á að ekki sé hreyft við hjólabúnaði eða flöpum og þeir hafðir í óbreyttri stöðu þar til flugvélin nær 1.500 feta hæð.

Gögn úr flugrita sýna hinsvegar að hjólin hafi verið tekin strax upp þegar flugvélin var aðeins komin í 2 feta hæð yfir flugbraut á jarðhraða sem nemur 144 kt.

Þotan náði aðeins 11 feta hæð (3.3 metrar) er flughraði fór lækkandi þegar flugstjórinn lýsti því yfir að hann myndi taka við stjórninni. Þotan hélt áfram að klifra en náði aðeins 30 feta hæð á sama tíma og flughraðinn var komin niður í 130 hnúta.

Flugvélin skall til jarðar á flugbrautinni í um 2.150 metra fjarlægð frá byrjun brautarinnar og fór út af braut með þeim afleiðingum að báðir hreyflarnir brotnuðu af.

Rannsóknarnefndin komst að því að flugmaðurinn, sem var ekki hæfur til þess að fljúga Embraer-þotunni, hafi verið við stjórnina í flugtakinu og alveg þar til 8 sekúndur liðu að þeim tímapunkti þegar flugvélinn skall ofan í brautina.

Þá kom einnig í ljós að rangar upplýsingar um loftþrýsting (QNH) höfðu verið settar inn í flugtölvuna sem reiknar þá út ranga afkastagetu fyrir flugtakið og flugtaksklifur.

Fram kemur að aðalorsök slyssins megi rekja vindhvarfa í flugtaki en tekið er fram að einnig megi rekja orsökina til þess að óhæfum flugmanni hafi verið leyft að taka sér stöðu aðstoðarflugmanns og honum leyft að vera við stjórn.

Allir þeir 103 sem voru um borð lifuðu slysið af en á fjórða tug slösuðust og var þotan gjörónýt í kjölfarið.  fréttir af handahófi

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

3. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota S

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00