flugfréttir

Rekinn eftir að hafa flogið með falsað skírteini í 20 ár

- Hefur flogið fyrir South African Airways frá árinu 1994

1. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

William Chandler hóf störf hjá South African Airways

Flugmaður hjá flugfélaginu South African Airways var látinn hirða pokann sinn fyrr á þessu ári eftir að í ljós kom að hann hafði flogið farþegaþotum félagsins í 20 ár án þess að hafa tilskilin réttindi til þess.

Í ljós kom að hann hafði falsað atvinnuflugmannsskírteinið sitt sem viðkomandi flugmaður þarf að hafa í gildi til farþegaflugs en flugmaðurinn hafði CPL skírteini sem dugar ekki til þess að fljúga flugvélum South African Airways.

Upp komst um málið í kjölfar rannsóknar á atviki sem átti sér stað í áætlunarflugi frá Jóhannesarborg til Frankfurt í nóvember í fyrra í svissneskri lofthelgi en Chandler var í áhöfninni í því flugi sem „senior officer“ á Airbus A340-600 þotu félagsins.

Stjórnklefi á Airbus A340-600 þotu South African Airways

Talsmaður South African segir að í kjölfar atviksins kom í ljós að Chandler hafði falsað gögn gagnvart flugfélaginu og í stað þess að vera með gilt ATPL skírteini var hann einungis með CPL skírteini í gildi.

Vildi ekki láta uppfæra sig í flugstjórastöðu árið 2005

Þetta þykir einnig útskýra ástæðu þess að Chandler vildi ekki láta uppfæra sig upp í flugstjórastöðu þegar honum bauðst það árið 2005 en Chandlar hóf störf hjá South African Airways árið 1994.

Flugfélagið fer núna fram á að Chandler endurgreiði alla þá upphæð sem hann hefur fengið í launagreiðslur öll þessi ár auk fríðinda og dagpeninga en talsmaður félagsins segir að sú upphæð hlaupi á milljónum.

Talsmaður South African tekur fram að allir þeir farþegar sem voru um borð í öllum þeim flugferðum sem Chandler var í áhöfn sl. ár hafi aldrei á neinum tímapunkti verið í neinni hættu þar sem hann var handhafi CPL skírteinis sem var ætíð í gildi.

„Hann hafði alltaf lokið prófunum í flughermi tvisvar á ári með sóma en okkur þykir það vera frekar mikil ósvífni og óþæginleg tilfinning að hann var ekki með það skírteini undir höndum sem við gerðum ráð fyrir“.

South African Airways segir að félagið hafi ákveðið að fara vandlega yfir tegund og gildistíma flugskírteina meðal allra flugmanna félagsins og sé verið að athuga hvort allir séu með rétt skírteini undir höndum.  fréttir af handahófi

Ryanair í mál við fráfarandi rekstrarstjóra félagsins

12. ágúst 2019

|

Ryanair hefur höfðað mál gegn Peter Bellew, fráfarandi rekstrarstjóra félagsins, sem er á förum yfir til easyJet sem er aðal samkeppnisaðili Ryanair.

„Væri rekið með tapi þótt við myndum fljúga í sjálfboðavinnu“

10. september 2019

|

Flugmenn hjá Kenya Airways hafa gagnrýnt stjórn félagsins fyrir að saka flugmenn um það hvernig er komið fyrir félaginu en stjórn félagsins telu flugmenn vera orsök þess að félagið sé búið að vera re

Gera samkomulag um kaup á 100 þotum frá Mitsubishi Aircraft

5. september 2019

|

Bandaríska flugfélagið Mesa Airlines hefur undirritað samkomulag við Mitsubishi Aircraft um kaup á allt að 100 þotum frá SpaceJet af gerðinni M100 sem einnig eru þekktar undir nafninu Mitsubishi Regi

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00