flugfréttir

Rekinn eftir að hafa flogið með falsað skírteini í 20 ár

- Hefur flogið fyrir South African Airways frá árinu 1994

1. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:55

William Chandler hóf störf hjá South African Airways

Flugmaður hjá flugfélaginu South African Airways var látinn hirða pokann sinn fyrr á þessu ári eftir að í ljós kom að hann hafði flogið farþegaþotum félagsins í 20 ár án þess að hafa tilskilin réttindi til þess.

Í ljós kom að hann hafði falsað atvinnuflugmannsskírteinið sitt sem viðkomandi flugmaður þarf að hafa í gildi til farþegaflugs en flugmaðurinn hafði CPL skírteini sem dugar ekki til þess að fljúga flugvélum South African Airways.

Upp komst um málið í kjölfar rannsóknar á atviki sem átti sér stað í áætlunarflugi frá Jóhannesarborg til Frankfurt í nóvember í fyrra í svissneskri lofthelgi en Chandler var í áhöfninni í því flugi sem „senior officer“ á Airbus A340-600 þotu félagsins.

Stjórnklefi á Airbus A340-600 þotu South African Airways

Talsmaður South African segir að í kjölfar atviksins kom í ljós að Chandler hafði falsað gögn gagnvart flugfélaginu og í stað þess að vera með gilt ATPL skírteini var hann einungis með CPL skírteini í gildi.

Vildi ekki láta uppfæra sig í flugstjórastöðu árið 2005

Þetta þykir einnig útskýra ástæðu þess að Chandler vildi ekki láta uppfæra sig upp í flugstjórastöðu þegar honum bauðst það árið 2005 en Chandlar hóf störf hjá South African Airways árið 1994.

Flugfélagið fer núna fram á að Chandler endurgreiði alla þá upphæð sem hann hefur fengið í launagreiðslur öll þessi ár auk fríðinda og dagpeninga en talsmaður félagsins segir að sú upphæð hlaupi á milljónum.

Talsmaður South African tekur fram að allir þeir farþegar sem voru um borð í öllum þeim flugferðum sem Chandler var í áhöfn sl. ár hafi aldrei á neinum tímapunkti verið í neinni hættu þar sem hann var handhafi CPL skírteinis sem var ætíð í gildi.

„Hann hafði alltaf lokið prófunum í flughermi tvisvar á ári með sóma en okkur þykir það vera frekar mikil ósvífni og óþæginleg tilfinning að hann var ekki með það skírteini undir höndum sem við gerðum ráð fyrir“.

South African Airways segir að félagið hafi ákveðið að fara vandlega yfir tegund og gildistíma flugskírteina meðal allra flugmanna félagsins og sé verið að athuga hvort allir séu með rétt skírteini undir höndum.  fréttir af handahófi

Fór út af braut í flugtaki í Nepal

14. apríl 2019

|

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir flugslys í Nepal eftir að lítil farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 Turboprop fór út af flugbraut í flugtaki frá flugvellinum í Lukla og hafnaði á kyrrstæðri þ

Adria Airways riftir samningi um kaup á Superjet-þotum

4. apríl 2019

|

Slóvenska flugfélagið Adria Airways hefur slitið viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um kaup á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Aer Lingus hættir við A350

8. apríl 2019

|

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur komist að þeirri niðurstöðu að Airbus A350 þotan sé of stór fyrir flugfélagið og hefur verið tekin sú ákvörðun að taka ekki við þeim þotum sem pantaðar voru fyrir f

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00