flugfréttir

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

- Segja þá þrýsta á samningsviðræður með því að „halda“ flugvélum í skoðun

3. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:58

Boeing 737 þota Southwest Airlines

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota Southwest Airlines, séu skipulagðar aðgerðir í að þrýsta á samningsviðræður í kjaramálum.

Nýlega kom fram að óvenju stjór hluti Boeing 737 þotna Southwest Airlines hafa ekki verið í umferð vegna viðhalds án þess að neitt standi í vegi fyrir því að hægt sé að skrifa þær út og koma þeim aftur í loftið.

Í málsókninni kemur fram að flugvirkjafélagið AMFA, sem fer fyrir 2.400 flugvirkjum hjá Southwest Airlines, sé vísvitandi að taka þátt í ólögmætum aðgerðum og starfsháttum af hálfu flugvirkja.

AMFA hefur ekki sent frá sér neina tilkynningu eða tjáð sig um málið en segir að félagið sé ekki að styðja við neinar aðgerðir af hálfu flugvirkja Southwest Airlines.

Þegar mest var voru um 60 þotur úr umferð á jörðu niðri vegna viðhalds þar sem fram kom að verið væri að lagfæra atriði er varða innréttingar inni í vélunum sem er fjórfalt meira en venjan er en að meðaltali eru um fjórtán þotur í flotanum í minniháttar skoðun hverju sinni.

Hámarkinu var náð þann 19. febrúar sl. þegar félagið þurfti að aflýsa 180 flugferðum og seinkun varð á 700 flugferðum þar sem margar þotur voru skráðar í viðhaldsskoðun.

Southwest segir að það hefði átt sér stað nokkrum dögum eftir að kjaraviðræður við flugvirkja fóru út um þúfur og flugvirkjar gengu út af sáttarfundi í fússi.

Félag flugmanna hjá Southwest Airlines skárust í leikinn og stóðu með flugvirkjum og sögðu að flugfélaginu væri ekki stjórnað nægilega vel og bentu m.a. á að flugvirkjarnir hafi lengi kvartað yfir því að ekki væri nægilega mikið af varahlutum til á lager.

Flugvirkjafélagið og Southwest Airlines hafa ekki ná kjarasamkomulagi í sjö ár eða frá árinu 2012 en sl. vor náðist að gera samning en sá samningur var felldur af flugvirkjum í kosningu.  fréttir af handahófi

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Aðeins 12 flugfélög munu fljúga heimshorna á milli í framtíðinni

20. ágúst 2019

|

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, spáir því að í framtíðinni verði í mesta lagi aðeins 12 flugfélög sem munu deila með sér langflugi til fjarlægra áfangastaða í heiminum.

Reykjavik Airshow á 100 ára afmæli flugsins á Íslandi

31. maí 2019

|

Hin árlega flugsýning á Reykjavíkurflugvelli, Reykjavik Airshow, fer fram næstkomandi laugardag, 1. júní, en flugsýningin í ár verður með glæsilegasta móti og fer hún fram á 100 ára afmæli flugsins á

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00