flugfréttir

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

- Segja þá þrýsta á samningsviðræður með því að „halda“ flugvélum í skoðun

3. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:58

Boeing 737 þota Southwest Airlines

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota Southwest Airlines, séu skipulagðar aðgerðir í að þrýsta á samningsviðræður í kjaramálum.

Nýlega kom fram að óvenju stjór hluti Boeing 737 þotna Southwest Airlines hafa ekki verið í umferð vegna viðhalds án þess að neitt standi í vegi fyrir því að hægt sé að skrifa þær út og koma þeim aftur í loftið.

Í málsókninni kemur fram að flugvirkjafélagið AMFA, sem fer fyrir 2.400 flugvirkjum hjá Southwest Airlines, sé vísvitandi að taka þátt í ólögmætum aðgerðum og starfsháttum af hálfu flugvirkja.

AMFA hefur ekki sent frá sér neina tilkynningu eða tjáð sig um málið en segir að félagið sé ekki að styðja við neinar aðgerðir af hálfu flugvirkja Southwest Airlines.

Þegar mest var voru um 60 þotur úr umferð á jörðu niðri vegna viðhalds þar sem fram kom að verið væri að lagfæra atriði er varða innréttingar inni í vélunum sem er fjórfalt meira en venjan er en að meðaltali eru um fjórtán þotur í flotanum í minniháttar skoðun hverju sinni.

Hámarkinu var náð þann 19. febrúar sl. þegar félagið þurfti að aflýsa 180 flugferðum og seinkun varð á 700 flugferðum þar sem margar þotur voru skráðar í viðhaldsskoðun.

Southwest segir að það hefði átt sér stað nokkrum dögum eftir að kjaraviðræður við flugvirkja fóru út um þúfur og flugvirkjar gengu út af sáttarfundi í fússi.

Félag flugmanna hjá Southwest Airlines skárust í leikinn og stóðu með flugvirkjum og sögðu að flugfélaginu væri ekki stjórnað nægilega vel og bentu m.a. á að flugvirkjarnir hafi lengi kvartað yfir því að ekki væri nægilega mikið af varahlutum til á lager.

Flugvirkjafélagið og Southwest Airlines hafa ekki ná kjarasamkomulagi í sjö ár eða frá árinu 2012 en sl. vor náðist að gera samning en sá samningur var felldur af flugvirkjum í kosningu.  fréttir af handahófi

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

British Airways pantar yfir fjörtíu Boeing 777-9 þotur

27. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að panta allt að 42 breiðþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 sem kom á markaðinn árið 1995.

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00