flugfréttir

Landor-þotan lendir í London

- Þriðja retró-flugvél British Airways lendir á Heathrow

9. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:28

Skjáskot af beinni útsendingu á Big Jet TV frá komu þotunnar í Landor-búningnum til Heathrow-flugvallarins

Júmbó-þota af gerðinni Boeing 747-400 frá British Airways lenti rétt fyrir klukkan 11 í morgun á Heathrow-flugvellinum sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að um var að ræða þotu sem var máluð í sérstökum „retró-litum“ sem kallast Landor.

Júmbó-þotan, sem máluð var í „Landor livery“, ber skráninguna G-BNLY og lenti hún á Heathrow kl. 10:45 að íslenskum tíma eftir stutt flug frá Dublin þar sem hún var sprautuð í þessum litum hjá fyrirtækinu IAC Paint Shop.

Landor-búningurinn einkenndi níunda og tíunda áratuginn hjá British Airways en litirnir voru hannaðir árið 1984 af markaðsfyrirtækinu Landor Associates sem stofnað var af Walter Landor árið 1941.

G-BNLY yfirgefur Dublin í morgun fyrir flug til London Heathrow

Landor-búningurinn réð ríkjum hjá British Airways í 13 ár eða frá árinu 1984 til 1997 sem spannaði að stórum hluta valdatíð Margaret Thatcher og síðustu ár kalda stríðsins.

Árið 1997 voru heimslitirnir kynntir til sögunnar, eða „World Tails“ þar sem hver flugvél í flota British Airways kom með sínu eigin stéli í þjóðlegum litum með mynstri frá ýmsum heimshornum en það útlit var ekki lengi í notkun því árið 2001 var allur flotinn málaður í núverandi litum sem nefnist Chatham Dockyard Union Jack.

Flugvélar British Airways í „Landor livery“ á Heathrow-flugvellinum árið 1993

G-BNLY er þriðja þota British Airways sem máluð hefur verið á skömmum tíma í retró-búning sem endurspeglar útlit flugflotans sl. áratugi en sú fyrsta sem var málið var júmbó-þota félagsins sem var sett í búning BOAC og þar á eftir var Airbus A319 þota félagsins máluð í litum BEA.

G-BNLY mun fljúga sitt fyrsta farþegaflug síðar í dag kl. 16:15 til Miami í Bandaríkjunum.

Myndir af G-BNLY í málningarskýlinu í Dublin í morgun  fréttir af handahófi

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

30. desember 2018

|

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Nýtt flugfélag í Afríku pantar 100 Boeing 737 MAX þotur

26. desember 2018

|

Nýtt flugfélag í Afríku, sem hefur enn ekki hafið starfsemi sína, hefur lagt inn til Boeing stærstu pöntun sem komið hefur á einu bretti frá Afríku í 100 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00