flugfréttir

Flaug fjórum sinnum yfir Luton-flugvöll án leyfis á Cessnu

- Einkaflugmaður villtist af leið - Þarf að greiða 1.3 milljón í sektir

10. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

Atvikið átti sér stað í september í fyrra

Flugmaður í Bretlandi hefur verið sektaður fyrir að hafa flogið lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 nokkrum sinnum yfir Luton-flugvöllinn í Bretlandi án leyfis frá flugumferðarstjórum og það fjórum sinnum sama daginn.

Atvikið, sem átti sér stað þann 3. september í fyrra, varð til þess að loka þurfti fyrir brottfarir frá Luton-flugvelli og þá þurfti að vara áhafnir á fjórum farþegaþotum og einni einkaþotu sérstaklega við flugvélinni sem var á sveimi yfir vellinum.

Flugmaður Cessna 172 flugvélarinnar heitir Christopher Morrow og er 65 ára en hann hefur játað að hafa fjórum sinnum flogið í lágflugi yfir Luton-flugvöll og hefur hann verið dæmdur til þess að greiða 1,2 milljónir króna í sekt og einnig 118.000 króna bætur til breskra flugmálayfirvalda.

Í dómsmáli kemur fram að Morrow hafi flogið Cessna 172 flugvélinni frá Wellesbourne til Duxford og til baka með tvo farþega. Þótt að flugvélin hafi verið velútbúin GPS staðsetningartækjum þá kaus hann frekar að notast við hefðbundna leiðsöguaðferðir með flugkortum og sýnilegum kennileitum í sjónflugi.

Á einhverjum tímapunkti missti hann sjónar af þeim kennileitum og kemur fram að hann hafi óvart flogið inn í stjórnað loftrými Luton-flugvallar og það tvisvar á meðan hann var að reyna að komast að því hvar hann væri nákvæmlega staddur.

Morrow sagði við réttarhöld að hann hafi ekki vitað af því að hann hefði flogið beint inn í stjórnað loftrými og það yfir einn stærsta lágfargjaldaflugvöll Lundúna. Það sama gerðist síðar um daginn er hann flaug til baka frá Duxford.

Atvikið hafði mikil áhrif á starfsemi flugvallarins og voru flugumferðarstjórar undir miklu álagi þar sem þeir þurftu að leiðbeina flugvélum annað vegna atviksins og þrisvar sinnum þurfti að loka fyrir brottfarir í stuttan tíma en flugumferðarstjórarnir gátu ekki haft samband við Morrow þar sem hann var stilltur inn á aðra tíðni.

„Þetta sýnir enn og aftur hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér þegar flugmaður er illa undirbúinn fyrir flug sitt. Atvikið, sem Morrow varð valdur af, hafði áhrif á hundruðir farþega um borð“, segir Alison Slater, yfirmaður hjá breskum flugmálayfirvöldum.  fréttir af handahófi

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

Flybe mun heyra sögunni til

12. janúar 2019

|

Tilkynnt var í gær að breska lágfargjaldafélagið Flybe mun heyra sögunni til undir núverandi merki þar sem að Virgin Atlantic og Stobart Aviation hafa stofnað saman flugfélagið Connect Airways sem mu

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00