flugfréttir

Von á að farið verði fram á breytingar á sjálfvirku kerfi á Boeing 737 MAX

FAA segir að Boeing 737 MAX sé örygg flugvél og ekki von á kyrrsetningu

11. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:10

Boeing 737 MAX 8 tilraunarþota Boeing

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þegar Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa.

Í nýuppfærðri tilkynningu sem var birt í kvöld segir m.a að á næstunni verði farið fram á að uppfærsla verði gerð á hugbúnaði á öllum Boeing 737 MAX þotum en FAA segist ekki sjá ástæðu þess að flugrekendur þurfi að kyrrsetja þær Boeing 737 MAX þotur sem þeir hafa í flota sínum enn sem komið er.

Samkvæmt nýjum fréttum í fjölmiðlum vestanhafs kemur fram að FAA á von á því að gerðar verði breytingar á hönnun á sjálfvirku kerfi á vélunum auk breytinga á viðvörunarmerkjum um borð án þess að umrætt kerfi sé tilgreint sérstaklega.

Vænta má að um sé að ræða MCAS kerfi sem sér um að bregðast við óeðlilegu áfallshorni og ofrisi út frá boðum sem koma frá skynjurum framan á skrokki vélarinnar.

Þá kemur fram að Boeing muni einnig uppfæra þjálfunarefni og handbækur í samræmi við þær breytingar sem gerðar verða.

Munu grípa til aðgerða um leið og ástæða þykir

FAA segist fylgjast náið með gangi mála í kjölfar slyssins í gær og sé stöðugt verið að skoða framgang rannsóknarinnar og þá er fylgst með frammistöðu Boeing 737 MAX véla í flota annarra flugfélaga sem eru á flugi í dag. - „Ef við komum auga á einhver atriði sem varðar öryggi vélanna þá mun FAA grípa til viðeigandi aðgerða og láta flugrekendur vita“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að teymi sérfræðinga á vegum FAA sé komið á slysstaðinn í Eþíópíu ásamt rannsóknaraðilum frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og sé verið að afla gagna á vettvangi.

Mörg flugfélög í Kína og víðar í Asíu hafa kyrrsett Boeing 737 MAX þotuna af ótta við að einhver tengsl séu á milli flugslyssins í gær og flugslyssins í október er þota sömu gerðar hjá indónesíska flugfélaginu Lion air fórst einnig skömmu eftir flugtak frá Jakarta.

Ekkert bandarískt flugfélag hefur ákveði að kyrrsetja sínar Boeing 737 MAX þotur en þau flugfélag vestanhafs sem hafa þotuna í flota sínum eru Southwest Airlines, American Airlines og United Airlines en einhverjar áhafnir hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að starfa um borð í vélunum.

„Það eru einhverjar flugfreyjur og flugþjónar sem hafa lýst því yfir að þau séu smeik við að starfa um borð í 737 MAX vélunum“, segir Lori Bassani, yfirmaður hjá félagi flugfreyja hjá American Airlines en enn hefur engin í áhöfninni neitað að mæta í flug.

Um 100 Boeing 737 MAX þotur hafa verið kyrrsettar eftir slysið í gær sem nemur um þriðjungs allra þeirra þotna sem hafa verið smíðaðar af þessari gerð en Boeing gerir ráð fyrir að afhenda um 558 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar á næstu 12 mánuðum.  fréttir af handahófi

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

13. mars 2019

|

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

Seldu óvart farmiða með 96 prósenta afslætti

2. janúar 2019

|

Bilun í bókunarkerfi hjá Cathay Pacific varð til þess að farþegum tókst að bóka flug með félaginu á Business Class farrými fyrir aðeins brot af því sem miðinn átti að kosta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00