flugfréttir

Von á að farið verði fram á breytingar á sjálfvirku kerfi á Boeing 737 MAX

FAA segir að Boeing 737 MAX sé örygg flugvél og ekki von á kyrrsetningu

11. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 23:10

Boeing 737 MAX 8 tilraunarþota Boeing

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þegar Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa.

Í nýuppfærðri tilkynningu sem var birt í kvöld segir m.a að á næstunni verði farið fram á að uppfærsla verði gerð á hugbúnaði á öllum Boeing 737 MAX þotum en FAA segist ekki sjá ástæðu þess að flugrekendur þurfi að kyrrsetja þær Boeing 737 MAX þotur sem þeir hafa í flota sínum enn sem komið er.

Samkvæmt nýjum fréttum í fjölmiðlum vestanhafs kemur fram að FAA á von á því að gerðar verði breytingar á hönnun á sjálfvirku kerfi á vélunum auk breytinga á viðvörunarmerkjum um borð án þess að umrætt kerfi sé tilgreint sérstaklega.

Vænta má að um sé að ræða MCAS kerfi sem sér um að bregðast við óeðlilegu áfallshorni og ofrisi út frá boðum sem koma frá skynjurum framan á skrokki vélarinnar.

Þá kemur fram að Boeing muni einnig uppfæra þjálfunarefni og handbækur í samræmi við þær breytingar sem gerðar verða.

Munu grípa til aðgerða um leið og ástæða þykir

FAA segist fylgjast náið með gangi mála í kjölfar slyssins í gær og sé stöðugt verið að skoða framgang rannsóknarinnar og þá er fylgst með frammistöðu Boeing 737 MAX véla í flota annarra flugfélaga sem eru á flugi í dag. - „Ef við komum auga á einhver atriði sem varðar öryggi vélanna þá mun FAA grípa til viðeigandi aðgerða og láta flugrekendur vita“, segir í yfirlýsingu.

Fram kemur að teymi sérfræðinga á vegum FAA sé komið á slysstaðinn í Eþíópíu ásamt rannsóknaraðilum frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og sé verið að afla gagna á vettvangi.

Mörg flugfélög í Kína og víðar í Asíu hafa kyrrsett Boeing 737 MAX þotuna af ótta við að einhver tengsl séu á milli flugslyssins í gær og flugslyssins í október er þota sömu gerðar hjá indónesíska flugfélaginu Lion air fórst einnig skömmu eftir flugtak frá Jakarta.

Ekkert bandarískt flugfélag hefur ákveði að kyrrsetja sínar Boeing 737 MAX þotur en þau flugfélag vestanhafs sem hafa þotuna í flota sínum eru Southwest Airlines, American Airlines og United Airlines en einhverjar áhafnir hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að starfa um borð í vélunum.

„Það eru einhverjar flugfreyjur og flugþjónar sem hafa lýst því yfir að þau séu smeik við að starfa um borð í 737 MAX vélunum“, segir Lori Bassani, yfirmaður hjá félagi flugfreyja hjá American Airlines en enn hefur engin í áhöfninni neitað að mæta í flug.

Um 100 Boeing 737 MAX þotur hafa verið kyrrsettar eftir slysið í gær sem nemur um þriðjungs allra þeirra þotna sem hafa verið smíðaðar af þessari gerð en Boeing gerir ráð fyrir að afhenda um 558 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar á næstu 12 mánuðum.  fréttir af handahófi

Malta Air nýtt dótturfélag Ryanair á Möltu

10. júní 2019

|

Ryanair hefur áform um að stofna nýtt dótturfélag á eyjunni Möltu sem mun koma til með að heita Malta Air.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Rússar og Tékkar í deilum um lofthelgi

2. júlí 2019

|

Aeroflot og tvö önnur rússnesk flugfélög hafa þurft að fella niður flug til Tékklands í dag eftir að tékkneska samgönguráðuneytið dró til baka leyfi flugfélaganna þriggja fyrir áætlunarflugi til land

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00