flugfréttir

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

- Eftir kl. 22:33 verður ekki mikið af Boeing 737 MAX sjáanlegar í bili

13. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:54

Nokkrar Boeing 737 MAX þotur að klára flug frá Karíbahafinu til Bandaríkjanna í kvöld

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Allar þoturnar voru á flugi í Norður-Ameríku, 17 af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og sex af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Fjórar þotur eru á vegum American Airlines, 8 á vegum Southwest Airlines, þrjár frá Air Canada, tvær frá flugfélaginu WestJet, átta frá United Airlines og ein Boeing 737 MAX frá Copa Airlines.

Allar þoturnar eru að ljúka sínu síðasta áætlunarflugi í bili og verða þær kyrrsettar líkt og allar aðrar Boeing 737 MAX þotur í heiminum í kjölfar flugslyss Ethiopian Airlines.

Allt bendir til þess að síðasta Boeing 737 MAX flugið í háloftunum í bili sé flug Southwest Airlines, flug WN2569, frá Oakland í Kaliforníu til Newark-flugvallarins í New Jersey en kl. 20:28 var hún stödd yfir Kansas og á eftir 2 klukkustundir af fluginu.

Skjáskot af Flightradar24.com um 20:30 í kvöld með síu sem stillt var á Boeing 737 MAX 8

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að búið væri að fyrirskipa kyrrsetningu á öllum Boeing 737 MAX þotum í flota bandarískra flugfélaga og myndu þær klára síðustu áætlunarflugin áður en þær verða kyrrsettar.

Áætlað er að flug WN2569 muni lenda í Newark klukkan 22:33 í kvöld að íslenskum tíma en eftir það má ekki búast við að sjá mikið af Boeing 737 MAX þotum á Flightradar.

Síðustu Boeing 737 MAX flugin eru:

Boeing 737 MAX 8

American Airlines / Port of spain - Miami
American Airlines / St. Thomas - Miami
American Airlines / Bridgetown - Miami
Air Canada / West Palm Beach - Toronto
Southwest / Phoenix - Philadelphia
Air Canada / West Palm Beach - Toronto
Southwest / Las Vegas - Chicago
Southwest / Oakland - Newark
Southwest / Milwaukee - Phoenix
WestJet / Winnipeg - Kelowna
WestJet / Vancouver - Kelowna
Air Canada / Palm Springs - Vancouver

Boeing 737 MAX 9

Copa Airlines / Miami - Panama City
United Airlines / San Salvador - Houston
United Airlines / Houston - San Francisco
United Airlines / Houston - Los Angeles
United Airlines / Houston - San Francisco
United Airlines / Houston - Los Angeles
United Airlines / Los Angeles - Kailua Kona (Hawaii)
United Airlines / Los Angeles - Kahului  fréttir af handahófi

Farþegi kastaði klinki inn í þotuhreyfil

24. febrúar 2019

|

Kínverskur farþegi var staðinn að því að hafa kastað klinki inn í þotuhreyfil á flugvél af gerðinni Airbus A320 hjá kínverska flugfélaginu Lucky Air.

Qantas enn og aftur öruggasta flugfélag heims

4. janúar 2019

|

Qantas hefur verið útnefnt öruggasta flugfélag heims fyrir árið 2019 að mati fyrirtækisins Airlines Ratings sem hefur í mörg ár metið öryggi flugfélaga og gefið fyrirtækjum í flugiðnaðinum einkunn.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00