flugfréttir

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

- Eftir kl. 22:33 verður ekki mikið af Boeing 737 MAX sjáanlegar í bili

13. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:54

Nokkrar Boeing 737 MAX þotur að klára flug frá Karíbahafinu til Bandaríkjanna í kvöld

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Allar þoturnar voru á flugi í Norður-Ameríku, 17 af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og sex af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Fjórar þotur eru á vegum American Airlines, 8 á vegum Southwest Airlines, þrjár frá Air Canada, tvær frá flugfélaginu WestJet, átta frá United Airlines og ein Boeing 737 MAX frá Copa Airlines.

Allar þoturnar eru að ljúka sínu síðasta áætlunarflugi í bili og verða þær kyrrsettar líkt og allar aðrar Boeing 737 MAX þotur í heiminum í kjölfar flugslyss Ethiopian Airlines.

Allt bendir til þess að síðasta Boeing 737 MAX flugið í háloftunum í bili sé flug Southwest Airlines, flug WN2569, frá Oakland í Kaliforníu til Newark-flugvallarins í New Jersey en kl. 20:28 var hún stödd yfir Kansas og á eftir 2 klukkustundir af fluginu.

Skjáskot af Flightradar24.com um 20:30 í kvöld með síu sem stillt var á Boeing 737 MAX 8

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að búið væri að fyrirskipa kyrrsetningu á öllum Boeing 737 MAX þotum í flota bandarískra flugfélaga og myndu þær klára síðustu áætlunarflugin áður en þær verða kyrrsettar.

Áætlað er að flug WN2569 muni lenda í Newark klukkan 22:33 í kvöld að íslenskum tíma en eftir það má ekki búast við að sjá mikið af Boeing 737 MAX þotum á Flightradar.

Síðustu Boeing 737 MAX flugin eru:

Boeing 737 MAX 8

American Airlines / Port of spain - Miami
American Airlines / St. Thomas - Miami
American Airlines / Bridgetown - Miami
Air Canada / West Palm Beach - Toronto
Southwest / Phoenix - Philadelphia
Air Canada / West Palm Beach - Toronto
Southwest / Las Vegas - Chicago
Southwest / Oakland - Newark
Southwest / Milwaukee - Phoenix
WestJet / Winnipeg - Kelowna
WestJet / Vancouver - Kelowna
Air Canada / Palm Springs - Vancouver

Boeing 737 MAX 9

Copa Airlines / Miami - Panama City
United Airlines / San Salvador - Houston
United Airlines / Houston - San Francisco
United Airlines / Houston - Los Angeles
United Airlines / Houston - San Francisco
United Airlines / Houston - Los Angeles
United Airlines / Los Angeles - Kailua Kona (Hawaii)
United Airlines / Los Angeles - Kahului  fréttir af handahófi

28 börn og fjölskyldur þeirra fengu styrk Vildarbarna

26. apríl 2019

|

28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í gær en alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnu

Elsta núverandi DC-10 þota heims flýgur síðasta flugið

1. apríl 2019

|

Elsta fljúgandi DC-10 breiðþota heims, flaug sitt síðasta flug sl. föstudag, eftir að hafa flogið um háloftin í 48 ár en þó með stoppi inn á milli.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00