flugfréttir

Flugritarnir sendir til Frakklands

- Kyrrsetningin á Boeing 737 MAX gæti varið í mánuði

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:24

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi mun fá flugritana úr Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines í dag

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur verið valin til þess að taka að sér rannsókn á gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak þann 10. mars sl. og er verið að senda svörtu kassa þotunnar til Frakklands.

Franska rannsóknarnefndin lýsti því yfir í morgun að nefndin hefði orðið fyrir valinu til þess að sækja gögnin úr flugritunum og fara yfir niðurstöðurnar úr þeim og segir talsmaður nefndarinnar að sérfræðingar eiga von á því að svörtu kassarnir munu koma í þeirra hendur í dag.

Bæði hljóðriti þotunnar og flugritinn fundust skömmu eftir slysið þann 10. mars en upphaflega stóð til að senda svörtu kassana til Þýskalands en rannsóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi segir að það sé ekki lengur í myndinni þar sem Þjóðverjar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að ná gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX.

Fjölmargir fjölmiðlar höfðu greint frá því í gær og í fyrradag að til stæði að senda flugritana í greiningu í landi innan Evrópu en ekki til Bandaríkjanna og hafa sumir greint frá því að ástæðan fyrir því sé vegna tengsla Bandaríkjanna við Boeing sem framleiðir Boeing 737 MAX þoturnar.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segir að það sé ekki ljóst hversu lengi kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna mun standa yfir. Þótt að vonast sé til þess að flugvélarnar geti hafið sig til flugs eins fljótt og mögulegt er þá gæti verið einhverjir mánuðir í að þota af þessari gerð fljúgi á nýju í áætlunarflugi.

FAA hefur viðurkennt að mögulega sé galli í hugbúnaði sem þarf að laga og uppfæra en það gæti tekið „mánuði“ að ljúka við uppfærslu á næstum því 400 eintökum af Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 þotum víðsvegar um heim.  fréttir af handahófi

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00