flugfréttir

Flugritarnir sendir til Frakklands

- Kyrrsetningin á Boeing 737 MAX gæti varið í mánuði

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:24

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi mun fá flugritana úr Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines í dag

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur verið valin til þess að taka að sér rannsókn á gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak þann 10. mars sl. og er verið að senda svörtu kassa þotunnar til Frakklands.

Franska rannsóknarnefndin lýsti því yfir í morgun að nefndin hefði orðið fyrir valinu til þess að sækja gögnin úr flugritunum og fara yfir niðurstöðurnar úr þeim og segir talsmaður nefndarinnar að sérfræðingar eiga von á því að svörtu kassarnir munu koma í þeirra hendur í dag.

Bæði hljóðriti þotunnar og flugritinn fundust skömmu eftir slysið þann 10. mars en upphaflega stóð til að senda svörtu kassana til Þýskalands en rannsóknarnefnd flugslysa í Þýskalandi segir að það sé ekki lengur í myndinni þar sem Þjóðverjar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að ná gögnum úr flugritum Boeing 737 MAX.

Fjölmargir fjölmiðlar höfðu greint frá því í gær og í fyrradag að til stæði að senda flugritana í greiningu í landi innan Evrópu en ekki til Bandaríkjanna og hafa sumir greint frá því að ástæðan fyrir því sé vegna tengsla Bandaríkjanna við Boeing sem framleiðir Boeing 737 MAX þoturnar.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segir að það sé ekki ljóst hversu lengi kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvélanna mun standa yfir. Þótt að vonast sé til þess að flugvélarnar geti hafið sig til flugs eins fljótt og mögulegt er þá gæti verið einhverjir mánuðir í að þota af þessari gerð fljúgi á nýju í áætlunarflugi.

FAA hefur viðurkennt að mögulega sé galli í hugbúnaði sem þarf að laga og uppfæra en það gæti tekið „mánuði“ að ljúka við uppfærslu á næstum því 400 eintökum af Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 þotum víðsvegar um heim.  fréttir af handahófi

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Hundraðasti Trent XWB hreyfillinn afhentur

12. mars 2019

|

Rolls-Royce afhenti á dögunum hundraðasta Trent XWB hreyfilinn frá hreyflaverksmiðjunum í Dahlewitz í Þýskalandi.

Rekinn eftir að hafa flogið með falsað skírteini í 20 ár

1. mars 2019

|

Flugmaður hjá flugfélaginu South African Airways var látinn hirða pokann sinn fyrr á þessu ári eftir að í ljós kom að hann hafði flogið farþegaþotum félagsins í 20 ár án þess að hafa tilskilin réttin

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00