flugfréttir

Slæm staða fyrir Boeing ef tengsl eru á milli slysanna tveggja

- Boeing hefur staðið af sér sambærileg mál og náð að rétta úr kútnum

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:12

Fitch Ratings telur að ef það finnast einhver tengsl milli slysanna, sem verður rakið til galla í vélunum, að þá búumst við því að staðan versni tölvuvert

Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að möguleg tengls milli flugslysanna tveggja í Eþíópíu í vikunni og flugslyssins hjá Lion Air í Indónesíu í fyrra gætu haft margvísleg áhrif á Boeing 737 MAX, bæði gagnvart Boeing, þeim fyrirtækjum sem framleiða íhluti í flugvélina auk afleiðinga á lánshæfismats gagnvar flugfélögum.

Fitch segir að einhverjar vísbendingar séu komnar fram sem benda til þess að það sé margt líkt með flugslysunum tveimur en eins og staðan er núna þá munu fyrstu áhrifin gæta er varðar hversu lengi Boeing 737 MAX flugvélarnar verða kyrrsettar.

„Ef það finnast einhver tengsl milli slysanna sem verður rakið til galla í vélunum þá búumst við því að staðan versni tölvuvert og í kjölfarið verða þoturnar kyrrsettar í þónokkurn tíma til viðbótar sem hefur áhrif á afhendingar“, segir í tilkynningu frá Fitch Ratings.

Matsfyrirtækið segir að eftirmálarnir muni ekki hafa tiltölulega mikil fjárhagsleg áhrif á Boeing þar sem fyrirtækið stendur mjög vel að vígi með sterka lausafjársstöðu en álit almennings á þotunum er svo annar handleggur sem gæti haft áhrif á starfsemi flugfélaga sem gætu þá farið fram á skaðabætur gagnvart framleiðandanum vegna þessa.

Boeing 737 MAX þotan

„Lagaleg ábyrgð vegna flugslysanna og skaðabótaréttur flugfélaganna, sem þurfa mögulega að taka aðrar flugvélar á leigu á meðan, er eitthvað sem þarf að fylgjast með en tjón vegna orðspors Boeing gæti haft meiri áhrif á framleiðandann“, kemur fram en Fitch Ratings segir að Boeing hafi náð að standa af sér sambærileg mál í kjölfar flugslysa og náð svo að rétta úr kútnum aftur með tímanum.

Fram kemur að mikil vinna sé framundan við að breyta hönnun Boeing 737 MAX flugvélanna ef farið verður fram á það og gæti Boeing þurft að færa til starfsmenn úr ýmsum deildum sem vinna nú að þróun og framleiðslu á öðrum sviðum.

Svo gæti farið að kalla þurfi til þá starfsmenn sem vinna að nýju farþegaþotunni, Boeing 797, og nýju Boeing 777X þotunni en frumsýningu hennar hefur verið slegið á frest í kjölfar slyssins.  fréttir af handahófi

FAA boðar til fundar í Texas vegna Boeing 737 MAX

23. maí 2019

|

Svo gæti farið að í dag skýrist betur hvenær Boeing 737 MAX gæti flogið á ný en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa boðað til fundar á eftir í Fort Worth í Texas með flugmálayfirvöldum og 57 nefndu

Nýr fjárfestir sýnir Alitalia áhuga

5. júlí 2019

|

Nýr aðili hefur sýnt ítalska flugfélaginu Alitalia áhuga og það á síðustu stundu rétt áður en tilboðsfrestur í félagið rennur út sem er ítalska fyrirtækið Toto Holdings.

Mælir með skynjurum sem greina laumufarþega í hjólarými

3. júlí 2019

|

Umræða hefur sprottið upp meðal sérfræðinga í flugöryggi í kjölfar atviks er laumufarþegi féll til jarðar úr Boeing 787 þotu hjá Kenaya Airways sem var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London,

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta