flugfréttir

Slæm staða fyrir Boeing ef tengsl eru á milli slysanna tveggja

- Boeing hefur staðið af sér sambærileg mál og náð að rétta úr kútnum

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:12

Fitch Ratings telur að ef það finnast einhver tengsl milli slysanna, sem verður rakið til galla í vélunum, að þá búumst við því að staðan versni tölvuvert

Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að möguleg tengls milli flugslysanna tveggja í Eþíópíu í vikunni og flugslyssins hjá Lion Air í Indónesíu í fyrra gætu haft margvísleg áhrif á Boeing 737 MAX, bæði gagnvart Boeing, þeim fyrirtækjum sem framleiða íhluti í flugvélina auk afleiðinga á lánshæfismats gagnvar flugfélögum.

Fitch segir að einhverjar vísbendingar séu komnar fram sem benda til þess að það sé margt líkt með flugslysunum tveimur en eins og staðan er núna þá munu fyrstu áhrifin gæta er varðar hversu lengi Boeing 737 MAX flugvélarnar verða kyrrsettar.

„Ef það finnast einhver tengsl milli slysanna sem verður rakið til galla í vélunum þá búumst við því að staðan versni tölvuvert og í kjölfarið verða þoturnar kyrrsettar í þónokkurn tíma til viðbótar sem hefur áhrif á afhendingar“, segir í tilkynningu frá Fitch Ratings.

Matsfyrirtækið segir að eftirmálarnir muni ekki hafa tiltölulega mikil fjárhagsleg áhrif á Boeing þar sem fyrirtækið stendur mjög vel að vígi með sterka lausafjársstöðu en álit almennings á þotunum er svo annar handleggur sem gæti haft áhrif á starfsemi flugfélaga sem gætu þá farið fram á skaðabætur gagnvart framleiðandanum vegna þessa.

Boeing 737 MAX þotan

„Lagaleg ábyrgð vegna flugslysanna og skaðabótaréttur flugfélaganna, sem þurfa mögulega að taka aðrar flugvélar á leigu á meðan, er eitthvað sem þarf að fylgjast með en tjón vegna orðspors Boeing gæti haft meiri áhrif á framleiðandann“, kemur fram en Fitch Ratings segir að Boeing hafi náð að standa af sér sambærileg mál í kjölfar flugslysa og náð svo að rétta úr kútnum aftur með tímanum.

Fram kemur að mikil vinna sé framundan við að breyta hönnun Boeing 737 MAX flugvélanna ef farið verður fram á það og gæti Boeing þurft að færa til starfsmenn úr ýmsum deildum sem vinna nú að þróun og framleiðslu á öðrum sviðum.

Svo gæti farið að kalla þurfi til þá starfsmenn sem vinna að nýju farþegaþotunni, Boeing 797, og nýju Boeing 777X þotunni en frumsýningu hennar hefur verið slegið á frest í kjölfar slyssins.  fréttir af handahófi

Þota fórst við stillingar á leiðsögubúnaði

23. janúar 2020

|

Þrír létust í flugslysi í Suður-Afríku eftir að einkaþota af gerðinni Cessna S550 Citation II brotlenti í fjalllendi í Outeniqua-fjöllum, mitt á milli Höfðaborgar og borgarinnar Port Elizabeth, í mor

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Qatar Airways íhugar að kaupa helmingshlut í RwandAir

5. febrúar 2020

|

Qatar Airways stefnir á enn frekari fjárfestingar í flugiðnaðinum með því að kaupa og auka hlut sinn í öðrum flugfélögum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00