flugfréttir

Slæm staða fyrir Boeing ef tengsl eru á milli slysanna tveggja

- Boeing hefur staðið af sér sambærileg mál og náð að rétta úr kútnum

14. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:12

Fitch Ratings telur að ef það finnast einhver tengsl milli slysanna, sem verður rakið til galla í vélunum, að þá búumst við því að staðan versni tölvuvert

Alþjóða matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að möguleg tengls milli flugslysanna tveggja í Eþíópíu í vikunni og flugslyssins hjá Lion Air í Indónesíu í fyrra gætu haft margvísleg áhrif á Boeing 737 MAX, bæði gagnvart Boeing, þeim fyrirtækjum sem framleiða íhluti í flugvélina auk afleiðinga á lánshæfismats gagnvar flugfélögum.

Fitch segir að einhverjar vísbendingar séu komnar fram sem benda til þess að það sé margt líkt með flugslysunum tveimur en eins og staðan er núna þá munu fyrstu áhrifin gæta er varðar hversu lengi Boeing 737 MAX flugvélarnar verða kyrrsettar.

„Ef það finnast einhver tengsl milli slysanna sem verður rakið til galla í vélunum þá búumst við því að staðan versni tölvuvert og í kjölfarið verða þoturnar kyrrsettar í þónokkurn tíma til viðbótar sem hefur áhrif á afhendingar“, segir í tilkynningu frá Fitch Ratings.

Matsfyrirtækið segir að eftirmálarnir muni ekki hafa tiltölulega mikil fjárhagsleg áhrif á Boeing þar sem fyrirtækið stendur mjög vel að vígi með sterka lausafjársstöðu en álit almennings á þotunum er svo annar handleggur sem gæti haft áhrif á starfsemi flugfélaga sem gætu þá farið fram á skaðabætur gagnvart framleiðandanum vegna þessa.

Boeing 737 MAX þotan

„Lagaleg ábyrgð vegna flugslysanna og skaðabótaréttur flugfélaganna, sem þurfa mögulega að taka aðrar flugvélar á leigu á meðan, er eitthvað sem þarf að fylgjast með en tjón vegna orðspors Boeing gæti haft meiri áhrif á framleiðandann“, kemur fram en Fitch Ratings segir að Boeing hafi náð að standa af sér sambærileg mál í kjölfar flugslysa og náð svo að rétta úr kútnum aftur með tímanum.

Fram kemur að mikil vinna sé framundan við að breyta hönnun Boeing 737 MAX flugvélanna ef farið verður fram á það og gæti Boeing þurft að færa til starfsmenn úr ýmsum deildum sem vinna nú að þróun og framleiðslu á öðrum sviðum.

Svo gæti farið að kalla þurfi til þá starfsmenn sem vinna að nýju farþegaþotunni, Boeing 797, og nýju Boeing 777X þotunni en frumsýningu hennar hefur verið slegið á frest í kjölfar slyssins.  fréttir af handahófi

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Verða fyrstir til að fljúga yfir Atlantshafið með A321LR

9. febrúar 2019

|

Aer Lingus ætlar að verða fyrsta flugfélagið til að hefja flug yfir Atlantshafið með Airbus A321LR þotunni en félagið stefnir á að hefja flug til Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum í júlí í sumar

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

31. janúar 2019

|

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00