flugfréttir

Samgönguráðuneyti ætlar að rannsaka vottun FAA á 737 MAX

19. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:39

Peter DeFazio segir að samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætli að rannsaka vottunarferil FAA varðandi Boeing 737 MAX þoturnar

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætlar sér að hefja rannsókn á starfsemi bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) er kemur að vottunarferlinu sem fram fór á sínum tíma er Boeing 737 MAX þotan kom á markaðinn.

Aukinn þrýstingur er komin á bandarísk stjórnvöld til þess að greina frá því hvernig hið svokallað MCAS-kerfi Boeing 737 MAX þotunnar var samþykkt og Boeing leyft að hefja afhendingar á þotunum ef svo reynist rétt að fullnægjandi vottun hafi ekki farið fram á kerfinu sem var sérstaklega hannað fyrir Boeing 737 MAX.

Fjölmiðillinn The Seattle Times dró í gær upp dökka mynd af Boeing og greindi frá því að framleiðandanum hafi verið það mikið í mun að koma Boeing 737 MAX sem fyrst á markað til að ná að etja kappi við A320neo, samkeppnisþotuna frá Airbus, að flugmálayfirvöld vestanhafs hafi sofnað á verðinum varðandi vottun á MCAS-kerfinu sem talið er að hafi orsakað bæði flugslysin með Boeing 737 MAX.

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna segir að útibú FAA í Seattle sé ábyrgt fyrir vottun á nýjum þotum frá Boeing og þá sé annað útibú sem sjái um að votta þjálfun flugmanna og þjálfunaraðferðir fyrir nýjar þotur.

Boeing 737 í samsetningu í verksmiðjum Boeing í Renton

Samgönguráðuneytið hefur beðið alla starfsmenn í útíbúi FAA í Seattle að varðveita og halda til haga öllum gögnum og tölvupóstum er varða vottunarferli Boeing 737 MAX þotnanna en talið er að Boeing og FAA hafi verið í of nánu samstarfi varðandi innleiðingu þotunnar á markaðinn á sínum tíma sem hafi orsakað skerta vottun á kerfi sem hefði þurft að gangast í gegnum mun ítarlegri úttekt að sögn The Seattle Times.

Þá segir Peter DeFazio, formaður samgönguráðs innan ráðuneytisins og þingmaður repúblíkana í Oregon, að til standi að hefja áheyrnir fyrir dómi varðandi það hvernig Boeing 737 MAX fékk leyfi til þess að vera fullvottuð ef svo reynist rétt að MCAS-kerfið hafi ekki verið fullvottað og hversvegna það var ekki hluti af þjálfun flugmanna frá upphafi.

Ekki eru þó allir sammála DeFazio en þingmaðurinn Sam Graves segir að Boeing 737 MAX sé fullkomnlega örugg flugvél og telur hann frekar að flugmenn þotunnar, sem fórst hjá Ethiopian Airlines, hafi ekki haft næga þjálfun á flugvélina er kemur að því að aftengja MCAS kerfið.  fréttir af handahófi

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Uppsagnir á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í flugi

28. maí 2019

|

Isavia hefur gripið til þess ráðs að segja upp starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í millilandaflugi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00