flugfréttir

Samgönguráðuneyti ætlar að rannsaka vottun FAA á 737 MAX

19. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:39

Peter DeFazio segir að samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætli að rannsaka vottunarferil FAA varðandi Boeing 737 MAX þoturnar

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætlar sér að hefja rannsókn á starfsemi bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) er kemur að vottunarferlinu sem fram fór á sínum tíma er Boeing 737 MAX þotan kom á markaðinn.

Aukinn þrýstingur er komin á bandarísk stjórnvöld til þess að greina frá því hvernig hið svokallað MCAS-kerfi Boeing 737 MAX þotunnar var samþykkt og Boeing leyft að hefja afhendingar á þotunum ef svo reynist rétt að fullnægjandi vottun hafi ekki farið fram á kerfinu sem var sérstaklega hannað fyrir Boeing 737 MAX.

Fjölmiðillinn The Seattle Times dró í gær upp dökka mynd af Boeing og greindi frá því að framleiðandanum hafi verið það mikið í mun að koma Boeing 737 MAX sem fyrst á markað til að ná að etja kappi við A320neo, samkeppnisþotuna frá Airbus, að flugmálayfirvöld vestanhafs hafi sofnað á verðinum varðandi vottun á MCAS-kerfinu sem talið er að hafi orsakað bæði flugslysin með Boeing 737 MAX.

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna segir að útibú FAA í Seattle sé ábyrgt fyrir vottun á nýjum þotum frá Boeing og þá sé annað útibú sem sjái um að votta þjálfun flugmanna og þjálfunaraðferðir fyrir nýjar þotur.

Boeing 737 í samsetningu í verksmiðjum Boeing í Renton

Samgönguráðuneytið hefur beðið alla starfsmenn í útíbúi FAA í Seattle að varðveita og halda til haga öllum gögnum og tölvupóstum er varða vottunarferli Boeing 737 MAX þotnanna en talið er að Boeing og FAA hafi verið í of nánu samstarfi varðandi innleiðingu þotunnar á markaðinn á sínum tíma sem hafi orsakað skerta vottun á kerfi sem hefði þurft að gangast í gegnum mun ítarlegri úttekt að sögn The Seattle Times.

Þá segir Peter DeFazio, formaður samgönguráðs innan ráðuneytisins og þingmaður repúblíkana í Oregon, að til standi að hefja áheyrnir fyrir dómi varðandi það hvernig Boeing 737 MAX fékk leyfi til þess að vera fullvottuð ef svo reynist rétt að MCAS-kerfið hafi ekki verið fullvottað og hversvegna það var ekki hluti af þjálfun flugmanna frá upphafi.

Ekki eru þó allir sammála DeFazio en þingmaðurinn Sam Graves segir að Boeing 737 MAX sé fullkomnlega örugg flugvél og telur hann frekar að flugmenn þotunnar, sem fórst hjá Ethiopian Airlines, hafi ekki haft næga þjálfun á flugvélina er kemur að því að aftengja MCAS kerfið.  fréttir af handahófi

Öryggisleiðbeiningar í sætisvasa ruglaði farþega í ríminu

8. apríl 2019

|

Einhverjir farþegar, sem voru að fljúga með Southwest Airlines um helgina, lýstu yfir áhyggjum sínum þar sem þeir héldu að þeir væru að fara að fljúga með Boeing 737 MAX þar sem spjöldin með öryggis

Forstjóri Airbus segir orðspor FAA hafa orðið fyrir skaða

30. mars 2019

|

Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri Airbus, segir að áliti flugiðnaðarins og almennings á bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hafi minnkað í kjölfar kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX og þurfi

Icelandair mun ekki fljúga til Cleveland í sumar

27. mars 2019

|

Icelandair mun ekki halda áfram að fljúga til bandarísku borgarinnar Cleveland í Ohio en fyrsta flugið þangað var flogið þann 17. maí í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00