flugfréttir

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

- Tveimur rússneskum flugskólum var lokað árið 2018

20. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:30

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa framkvæmt úttektir meðal þjálfun flugmanna og rannsakað starfsemi flugskóla í landinu

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

Þá voru um 160 flugmenn sem voru sviptir skírteininu sínu auk þess sem tveimur flugskólum í Rússlandi var lokað á meðan rannsókn á flugöryggi í landinu hefur staðið yfir.

Mörg rússnesk flugfélög hafa verið frekar aftarlega á merinni er kemur að flugöryggi þrátt fyrir að öryggi í flugi í landinu hafi skánað eilítið á milli ára samkvæmt tölfræði.

„Til að draga úr flugslysum þar sem mannleg mistök er talin orsökin þá hafa farið fram úttektir á starfsháttum í flugskólum í Rússlandi og þjálfun flugmanna og hafa 425 flugmenn verið leystir frá störfum á meðal rannsókn hefur farið fram“, segir Yuri Chaika, formaður rússneskra flugmálayfirvalda.

Rannsókn á flugskólum í Rússlandi hófst fyrst árið 2013 í kjölfar flugslyss er Boeing 737-500 þota frá Tatarstan Airlines fórst á flugvellinum í Kazan í Rússlandi.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að flugstjóri flugvélarinnar hafi verið með falsað atvinnuflugmannsskírteini og ekki haft nægilega þjálfun á flugvélina.

Mikil gróska hefur verið í flugnámi í Rússlandi í kjölfar þess að mun fleiri íbúar landsins ferðast nú með flugi en flugskólum í landinu var fjölgað fyrir sex árum síðan til þess að útskrifa fleiri flugmenn til þess að fjúga nýjum og vestrænum þotum sem hafa verið að bætast við í flugflota Rússa.

Hinsvegar kom í ljós að rússneskir flugskólar hafa misnotað stöðu sína og verið undir þrýstingi í útgáfu á flugskírteinum til flugmanna sem hafa átt langt í land með að vera orðnir hæfir flugmenn.

Þess má geta að um 300 rússneskir flugmenn misstu flugmannaskírteini sín árið 2017 í sambærilegum aðgerðum flugmálayfirvalda og þá var þremur flugskólum lokað í landinu það árið.  fréttir af handahófi

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00