flugfréttir

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

- Tveimur rússneskum flugskólum var lokað árið 2018

20. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:30

Rússnesk flugmálayfirvöld hafa framkvæmt úttektir meðal þjálfun flugmanna og rannsakað starfsemi flugskóla í landinu

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

Þá voru um 160 flugmenn sem voru sviptir skírteininu sínu auk þess sem tveimur flugskólum í Rússlandi var lokað á meðan rannsókn á flugöryggi í landinu hefur staðið yfir.

Mörg rússnesk flugfélög hafa verið frekar aftarlega á merinni er kemur að flugöryggi þrátt fyrir að öryggi í flugi í landinu hafi skánað eilítið á milli ára samkvæmt tölfræði.

„Til að draga úr flugslysum þar sem mannleg mistök er talin orsökin þá hafa farið fram úttektir á starfsháttum í flugskólum í Rússlandi og þjálfun flugmanna og hafa 425 flugmenn verið leystir frá störfum á meðal rannsókn hefur farið fram“, segir Yuri Chaika, formaður rússneskra flugmálayfirvalda.

Rannsókn á flugskólum í Rússlandi hófst fyrst árið 2013 í kjölfar flugslyss er Boeing 737-500 þota frá Tatarstan Airlines fórst á flugvellinum í Kazan í Rússlandi.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að flugstjóri flugvélarinnar hafi verið með falsað atvinnuflugmannsskírteini og ekki haft nægilega þjálfun á flugvélina.

Mikil gróska hefur verið í flugnámi í Rússlandi í kjölfar þess að mun fleiri íbúar landsins ferðast nú með flugi en flugskólum í landinu var fjölgað fyrir sex árum síðan til þess að útskrifa fleiri flugmenn til þess að fjúga nýjum og vestrænum þotum sem hafa verið að bætast við í flugflota Rússa.

Hinsvegar kom í ljós að rússneskir flugskólar hafa misnotað stöðu sína og verið undir þrýstingi í útgáfu á flugskírteinum til flugmanna sem hafa átt langt í land með að vera orðnir hæfir flugmenn.

Þess má geta að um 300 rússneskir flugmenn misstu flugmannaskírteini sín árið 2017 í sambærilegum aðgerðum flugmálayfirvalda og þá var þremur flugskólum lokað í landinu það árið.  fréttir af handahófi

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00