flugfréttir

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

- Var 180 kílóum of þung í flugtaki - Braut sex lög og reglugerðir

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Robert Murgatroyd mætir fyrir rétti þann 20. febrúar sl. er hann var fundinn sekur um margvísleg brot í kjölfar flugslyssins árið 2017

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Flugmaðurinn, Robert Murgatroyd, braut margvísleg lög og reglugerðir er kemur að flugi en í fyrsta lagi hafði hann flogið með farþega án leyfis, var ekki með tilskilna pappíra meðferðis, og gerði ekki þyngdarútreikninga fyrir flugið og fór flugvél hans í loftið 181 kílói yfir hámarksflugtaksþunga og þar að auki var flugvélin ekki tryggð.

Hámarksflugtaksþyngd Piper PA-28 samkvæmt Piper-framleiðandanum er 2.150 lbs en í ljós kom að flugvélin var 2.550 lbs með farþegum, eldsneyti og öðru um borð er hún fór í loftið.

Robert hafði rukkað hvern farþega um 77.000 krónur fyrir að fljúga með þá í fuglaskoðunarferð frá Barton-flugvellinum nálægt Manchester.

Þar sem flugvélin var allt of þung þá missti hún hæð með þeim afleiðingum að Robert missti stjórn á flugvélinni sem brotlenti á akri nálægt M62 hraðbrautinni.

Að sögn lögreglu þá hafði Robert sett líf fjölda fólks í hættu þar sem hann ætlaði að ná sér inn skjótum gróða með því að fljúga þremur farþegum til eyjunnar Isle of Barra, norðvestur af Skotlandi á Piper PA-28 Cherokee flugvél.

Flak flugvélarinnar á akri nálægt M62 hraðbrautinni skammt undan Manchester þann 9. september árið 2017

Flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að einn farþegi um borð hlaut höfuðáverka og áverka á handlegg á meðan annar farþegi skarst í andliti en flugmaðurinn sjálfur nefbrotnaði.

Í skýrslu kemur fram að Robert hafi verið með einkaflugmannsskírteini sitt í gildi en hann var ekki með það meðferðis um borð eins og reglur kveða á um og þá neitaði hann að svara spurningum varðandi tilgang ferðarinnar á vettvangi.

Saksóknari í málinu sagði við réttarhöld í Manchester að gjörðir Roberts hafi verið „mjög heimskulegar“ sem endurspegluðust af græðgi og kæruleysi.

Robert Murgatroyd var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og eru ákæruliðirnir alls sex talsins.  fréttir af handahófi

320 milljarðar í uppbyggingu flugvalla á Indlandi

12. ágúst 2019

|

Indverks flugvallaryfirvöld ætla að fjárfesta í uppbyggingu flugvalla á Indlandi fyrir um 320 milljarða króna á næstu þremur árum og stendur til styrkja sérstaklega innviði minni flugvalla í landinu.

BAA Training opnar þjálfunarsetur í Víetnam

30. júlí 2019

|

BAA Training (Baltic Aviation Academy) hefur opnað þjálfunarsetur í Ho Chi Minh City í Víetnam þar sem boðið verður upp á þjálfun fyrir flugmenn á Airbus A320.

Missti kaffibollann og hellti kaffi yfir fjarskiptabúnað

12. september 2019

|

Rannsóknaraðilar í Bretlandi hafa komist að því að flugstjóri einn á Airbus A330 breiðþotu frá flugfélaginu Condor notaði ekki glasahaldara fyrir kaffibollann sinn sem varð til þess að hann hellti óv

  Nýjustu flugfréttirnar

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00