flugfréttir

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

- Var 180 kílóum of þung í flugtaki - Braut sex lög og reglugerðir

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Robert Murgatroyd mætir fyrir rétti þann 20. febrúar sl. er hann var fundinn sekur um margvísleg brot í kjölfar flugslyssins árið 2017

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Flugmaðurinn, Robert Murgatroyd, braut margvísleg lög og reglugerðir er kemur að flugi en í fyrsta lagi hafði hann flogið með farþega án leyfis, var ekki með tilskilna pappíra meðferðis, og gerði ekki þyngdarútreikninga fyrir flugið og fór flugvél hans í loftið 181 kílói yfir hámarksflugtaksþunga og þar að auki var flugvélin ekki tryggð.

Hámarksflugtaksþyngd Piper PA-28 samkvæmt Piper-framleiðandanum er 2.150 lbs en í ljós kom að flugvélin var 2.550 lbs með farþegum, eldsneyti og öðru um borð er hún fór í loftið.

Robert hafði rukkað hvern farþega um 77.000 krónur fyrir að fljúga með þá í fuglaskoðunarferð frá Barton-flugvellinum nálægt Manchester.

Þar sem flugvélin var allt of þung þá missti hún hæð með þeim afleiðingum að Robert missti stjórn á flugvélinni sem brotlenti á akri nálægt M62 hraðbrautinni.

Að sögn lögreglu þá hafði Robert sett líf fjölda fólks í hættu þar sem hann ætlaði að ná sér inn skjótum gróða með því að fljúga þremur farþegum til eyjunnar Isle of Barra, norðvestur af Skotlandi á Piper PA-28 Cherokee flugvél.

Flak flugvélarinnar á akri nálægt M62 hraðbrautinni skammt undan Manchester þann 9. september árið 2017

Flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að einn farþegi um borð hlaut höfuðáverka og áverka á handlegg á meðan annar farþegi skarst í andliti en flugmaðurinn sjálfur nefbrotnaði.

Í skýrslu kemur fram að Robert hafi verið með einkaflugmannsskírteini sitt í gildi en hann var ekki með það meðferðis um borð eins og reglur kveða á um og þá neitaði hann að svara spurningum varðandi tilgang ferðarinnar á vettvangi.

Saksóknari í málinu sagði við réttarhöld í Manchester að gjörðir Roberts hafi verið „mjög heimskulegar“ sem endurspegluðust af græðgi og kæruleysi.

Robert Murgatroyd var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og eru ákæruliðirnir alls sex talsins.  fréttir af handahófi

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Von á niðurstöðum á úttekt á vottunarferli FAA í haust

25. júlí 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur tilkynnt að í haust verða birtar niðurstöður ásamt athugasemdum varðandi vottunarferli meðal bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sem hefur verið til ra

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

26. júní 2019

|

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í