flugfréttir

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

- Var 180 kílóum of þung í flugtaki - Braut sex lög og reglugerðir

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Robert Murgatroyd mætir fyrir rétti þann 20. febrúar sl. er hann var fundinn sekur um margvísleg brot í kjölfar flugslyssins árið 2017

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Flugmaðurinn, Robert Murgatroyd, braut margvísleg lög og reglugerðir er kemur að flugi en í fyrsta lagi hafði hann flogið með farþega án leyfis, var ekki með tilskilna pappíra meðferðis, og gerði ekki þyngdarútreikninga fyrir flugið og fór flugvél hans í loftið 181 kílói yfir hámarksflugtaksþunga og þar að auki var flugvélin ekki tryggð.

Hámarksflugtaksþyngd Piper PA-28 samkvæmt Piper-framleiðandanum er 2.150 lbs en í ljós kom að flugvélin var 2.550 lbs með farþegum, eldsneyti og öðru um borð er hún fór í loftið.

Robert hafði rukkað hvern farþega um 77.000 krónur fyrir að fljúga með þá í fuglaskoðunarferð frá Barton-flugvellinum nálægt Manchester.

Þar sem flugvélin var allt of þung þá missti hún hæð með þeim afleiðingum að Robert missti stjórn á flugvélinni sem brotlenti á akri nálægt M62 hraðbrautinni.

Að sögn lögreglu þá hafði Robert sett líf fjölda fólks í hættu þar sem hann ætlaði að ná sér inn skjótum gróða með því að fljúga þremur farþegum til eyjunnar Isle of Barra, norðvestur af Skotlandi á Piper PA-28 Cherokee flugvél.

Flak flugvélarinnar á akri nálægt M62 hraðbrautinni skammt undan Manchester þann 9. september árið 2017

Flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að einn farþegi um borð hlaut höfuðáverka og áverka á handlegg á meðan annar farþegi skarst í andliti en flugmaðurinn sjálfur nefbrotnaði.

Í skýrslu kemur fram að Robert hafi verið með einkaflugmannsskírteini sitt í gildi en hann var ekki með það meðferðis um borð eins og reglur kveða á um og þá neitaði hann að svara spurningum varðandi tilgang ferðarinnar á vettvangi.

Saksóknari í málinu sagði við réttarhöld í Manchester að gjörðir Roberts hafi verið „mjög heimskulegar“ sem endurspegluðust af græðgi og kæruleysi.

Robert Murgatroyd var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og eru ákæruliðirnir alls sex talsins.  fréttir af handahófi

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

24. febrúar 2019

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00