flugfréttir

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

- Var 180 kílóum of þung í flugtaki - Braut sex lög og reglugerðir

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:49

Robert Murgatroyd mætir fyrir rétti þann 20. febrúar sl. er hann var fundinn sekur um margvísleg brot í kjölfar flugslyssins árið 2017

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Flugmaðurinn, Robert Murgatroyd, braut margvísleg lög og reglugerðir er kemur að flugi en í fyrsta lagi hafði hann flogið með farþega án leyfis, var ekki með tilskilna pappíra meðferðis, og gerði ekki þyngdarútreikninga fyrir flugið og fór flugvél hans í loftið 181 kílói yfir hámarksflugtaksþunga og þar að auki var flugvélin ekki tryggð.

Hámarksflugtaksþyngd Piper PA-28 samkvæmt Piper-framleiðandanum er 2.150 lbs en í ljós kom að flugvélin var 2.550 lbs með farþegum, eldsneyti og öðru um borð er hún fór í loftið.

Robert hafði rukkað hvern farþega um 77.000 krónur fyrir að fljúga með þá í fuglaskoðunarferð frá Barton-flugvellinum nálægt Manchester.

Þar sem flugvélin var allt of þung þá missti hún hæð með þeim afleiðingum að Robert missti stjórn á flugvélinni sem brotlenti á akri nálægt M62 hraðbrautinni.

Að sögn lögreglu þá hafði Robert sett líf fjölda fólks í hættu þar sem hann ætlaði að ná sér inn skjótum gróða með því að fljúga þremur farþegum til eyjunnar Isle of Barra, norðvestur af Skotlandi á Piper PA-28 Cherokee flugvél.

Flak flugvélarinnar á akri nálægt M62 hraðbrautinni skammt undan Manchester þann 9. september árið 2017

Flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak með þeim afleiðingum að einn farþegi um borð hlaut höfuðáverka og áverka á handlegg á meðan annar farþegi skarst í andliti en flugmaðurinn sjálfur nefbrotnaði.

Í skýrslu kemur fram að Robert hafi verið með einkaflugmannsskírteini sitt í gildi en hann var ekki með það meðferðis um borð eins og reglur kveða á um og þá neitaði hann að svara spurningum varðandi tilgang ferðarinnar á vettvangi.

Saksóknari í málinu sagði við réttarhöld í Manchester að gjörðir Roberts hafi verið „mjög heimskulegar“ sem endurspegluðust af græðgi og kæruleysi.

Robert Murgatroyd var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og eru ákæruliðirnir alls sex talsins.  fréttir af handahófi

Forstjóri Airbus segir orðspor FAA hafa orðið fyrir skaða

30. mars 2019

|

Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri Airbus, segir að áliti flugiðnaðarins og almennings á bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hafi minnkað í kjölfar kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX og þurfi

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

American sagt ætla að panta Airbus A321LR og A321XLR

9. júní 2019

|

American Airlines er sagt vera að íhuga að leggja inn pöntun í Airbus A321LR þotuna eða jafnvel Airbus A321XLR og kemur fram að félagið eigi í viðræðum við flugvélaframleiðandann varðandi pöntunina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Boeing 737 MAX í ferjuflugi fékk ekki að fljúga yfir Þýskaland

12. júní 2019

|

Áhöfn á Boeing 737 MAX þotu frá Norwegian, sem verið var að ferja frá Malaga á Spáni til Stokkhólm, neyddist til þess að lenda í Frakklandi þar sem flugmálayfirvöld í Þýskalandi meinuðu vélinni að fl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00