flugfréttir

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

- Viðræður við Icelandair Group hefjast að nýju

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Icelandair hafði náð samkomulagi um kaup í WOW air í byrjun nóvember

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu á vefsíðu WOW air og segir þar meðal annars að Indigo Partners hafi ákveðið að slíta frekari viðræðum um fjárfestingu í rekstri félagsins.

Vegna þessa þá hefur WOW air hafið viðræður að nýju við Icelandair Group og er stefnt á að viðræður muni fara fram yfir helgina og er vonast til að þeim verði lokið mánudaginn 25. mars.

Það var þann 29. nóvember sl. að tilkynnt var um að bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefði náð samkomulagi um fjárfestingu í WOW air í kjölfar erfiðleika félagsins en þá hafði verið ákveðið að falla frá kaupsamningi sem gerðir var við Icelandair Group þann 5. nóvember 2018.

Fram kemur að viðræðurnar muni fara fram í samráði við stjórnvöld en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir:

„Stjórn­völd hafa síðasta árið fylgst með erfiðleik­um í alþjóðleg­um flugrekstri og sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra flug­fé­laga í því ljósi. Eig­end­ur Wow air hafa um nokk­urra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekst­ur fé­lags­ins og hafa átt viðræður við fjár­festa, flugrek­end­ur og aðra hag­hafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim ár­angri sem eig­andi fé­lags­ins stefndi að. Rík­is­stjórn­in mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vind­unni og bind­ur von­ir við að viðræður fé­lag­anna muni skila far­sælli niður­stöðu“.  fréttir af handahófi

Áætlunarflug hefst að nýju um flugvöllinn í Wuhan

13. apríl 2020

|

Flugvöllurinn í kínversku borginni Wuhan hefur opnað að nýju fyrir flugumferð eftir að hafa verið lokaður í meira en tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

13. maí 2020

|

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast loka

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

23. mars 2020

|

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00