flugfréttir

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

- Viðræður við Icelandair Group hefjast að nýju

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Icelandair hafði náð samkomulagi um kaup í WOW air í byrjun nóvember

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu á vefsíðu WOW air og segir þar meðal annars að Indigo Partners hafi ákveðið að slíta frekari viðræðum um fjárfestingu í rekstri félagsins.

Vegna þessa þá hefur WOW air hafið viðræður að nýju við Icelandair Group og er stefnt á að viðræður muni fara fram yfir helgina og er vonast til að þeim verði lokið mánudaginn 25. mars.

Það var þann 29. nóvember sl. að tilkynnt var um að bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefði náð samkomulagi um fjárfestingu í WOW air í kjölfar erfiðleika félagsins en þá hafði verið ákveðið að falla frá kaupsamningi sem gerðir var við Icelandair Group þann 5. nóvember 2018.

Fram kemur að viðræðurnar muni fara fram í samráði við stjórnvöld en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir:

„Stjórn­völd hafa síðasta árið fylgst með erfiðleik­um í alþjóðleg­um flugrekstri og sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra flug­fé­laga í því ljósi. Eig­end­ur Wow air hafa um nokk­urra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekst­ur fé­lags­ins og hafa átt viðræður við fjár­festa, flugrek­end­ur og aðra hag­hafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim ár­angri sem eig­andi fé­lags­ins stefndi að. Rík­is­stjórn­in mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vind­unni og bind­ur von­ir við að viðræður fé­lag­anna muni skila far­sælli niður­stöðu“.  fréttir af handahófi

Fimm ár síðan að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu

17. júlí 2019

|

Fimm ár eru í dag liðin frá því að Boeing 777 farþegaþota, flug MH17, á vegum Malaysia Airlines fórst nálægt bænum Hrabove í Úkraínu eftir að hafa verið skotin niður með flugskeyti á leið sinni frá A

Bombardier selur CRJ-framleiðsluna til Mitsubishi

25. júní 2019

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn hefur selt framleiðsluna á CRJ þotunum yfir til japanska flugvélaframleiðandans Mitsubishu Heavy Industries sem framleiðir m.a. nýju MRJ þotuna sem fengið hefur nafn

Airbus byrjar að smíða fyrstu A220 þotuna í Alabama

6. ágúst 2019

|

Airbus hefur hafið framleiðslu á Airbus A220 þotunni í Mobile í Alabama en tæp tvö ár eru liðin frá því Airbus tilkynnti fyrst um áform sín um að smíða CSeries-þotuna í Bandaríkjunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í