flugfréttir

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

- Viðræður við Icelandair Group hefjast að nýju

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Icelandair hafði náð samkomulagi um kaup í WOW air í byrjun nóvember

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu á vefsíðu WOW air og segir þar meðal annars að Indigo Partners hafi ákveðið að slíta frekari viðræðum um fjárfestingu í rekstri félagsins.

Vegna þessa þá hefur WOW air hafið viðræður að nýju við Icelandair Group og er stefnt á að viðræður muni fara fram yfir helgina og er vonast til að þeim verði lokið mánudaginn 25. mars.

Það var þann 29. nóvember sl. að tilkynnt var um að bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefði náð samkomulagi um fjárfestingu í WOW air í kjölfar erfiðleika félagsins en þá hafði verið ákveðið að falla frá kaupsamningi sem gerðir var við Icelandair Group þann 5. nóvember 2018.

Fram kemur að viðræðurnar muni fara fram í samráði við stjórnvöld en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir:

„Stjórn­völd hafa síðasta árið fylgst með erfiðleik­um í alþjóðleg­um flugrekstri og sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra flug­fé­laga í því ljósi. Eig­end­ur Wow air hafa um nokk­urra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekst­ur fé­lags­ins og hafa átt viðræður við fjár­festa, flugrek­end­ur og aðra hag­hafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim ár­angri sem eig­andi fé­lags­ins stefndi að. Rík­is­stjórn­in mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vind­unni og bind­ur von­ir við að viðræður fé­lag­anna muni skila far­sælli niður­stöðu“.  fréttir af handahófi

Southwest sendir teymi til Evrópu til að skoða Airbus-þotur

26. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur ýjað að því að ekki sé útilokað að skoða aðrar flugvélategundir í kjölfar vandamálsins með Boeing 737 MAX vélarnar en ekkert flugfélag í heiminum hefu

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Boeing 737 MAX í ferjuflugi fékk ekki að fljúga yfir Þýskaland

12. júní 2019

|

Áhöfn á Boeing 737 MAX þotu frá Norwegian, sem verið var að ferja frá Malaga á Spáni til Stokkhólm, neyddist til þess að lenda í Frakklandi þar sem flugmálayfirvöld í Þýskalandi meinuðu vélinni að fl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00