flugfréttir

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

- Viðræður við Icelandair Group hefjast að nýju

21. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Icelandair hafði náð samkomulagi um kaup í WOW air í byrjun nóvember

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Þetta kom fram í fréttatilkynningu á vefsíðu WOW air og segir þar meðal annars að Indigo Partners hafi ákveðið að slíta frekari viðræðum um fjárfestingu í rekstri félagsins.

Vegna þessa þá hefur WOW air hafið viðræður að nýju við Icelandair Group og er stefnt á að viðræður muni fara fram yfir helgina og er vonast til að þeim verði lokið mánudaginn 25. mars.

Það var þann 29. nóvember sl. að tilkynnt var um að bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefði náð samkomulagi um fjárfestingu í WOW air í kjölfar erfiðleika félagsins en þá hafði verið ákveðið að falla frá kaupsamningi sem gerðir var við Icelandair Group þann 5. nóvember 2018.

Fram kemur að viðræðurnar muni fara fram í samráði við stjórnvöld en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir:

„Stjórn­völd hafa síðasta árið fylgst með erfiðleik­um í alþjóðleg­um flugrekstri og sam­keppn­is­stöðu ís­lenskra flug­fé­laga í því ljósi. Eig­end­ur Wow air hafa um nokk­urra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekst­ur fé­lags­ins og hafa átt viðræður við fjár­festa, flugrek­end­ur og aðra hag­hafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim ár­angri sem eig­andi fé­lags­ins stefndi að. Rík­is­stjórn­in mun áfram fylgj­ast grannt með fram­vind­unni og bind­ur von­ir við að viðræður fé­lag­anna muni skila far­sælli niður­stöðu“.  fréttir af handahófi

Spáð 8 prósent færri farþegum um Keflavíkurflugvöll í ár

30. janúar 2019

|

Í gær var kynnt ný farþegaspá um fjölda farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll árið 2019 á morgunfundi Isavia á Hilton Reykjavík Nordica.

Verða fyrstir til að fljúga yfir Atlantshafið með A321LR

9. febrúar 2019

|

Aer Lingus ætlar að verða fyrsta flugfélagið til að hefja flug yfir Atlantshafið með Airbus A321LR þotunni en félagið stefnir á að hefja flug til Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum í júlí í sumar

Júmbó-þotan mun lifa af risaþotuna

14. febrúar 2019

|

Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00