flugfréttir

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og september

- Stærsti flugskólinn á Norðurlöndum með 23 kennsluflugvélar

23. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:57

Aðsókn í atvinnuflugmannsnám á Íslandi hefur aukist gríðarlega á síðustu árum enda mikil tækifæri í boði þar sem eftirspurn er mikil í heiminum eftir nýjum flugmönnum

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Verkleg kennsla fer hinsvegar fram víðsvegar um land; á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og á Alexandersflugvelli norður í Skagafirði en fyrirhugað er að hefja flugkennslu á fleirum stöðum á landinu á næstunni.

Það var þann 17. janúar sl. sem að tilkynnt var um kaup Flugakademíu Keilis á Flugskóla Íslands en með sameiningunni varð til einn stærsti flugskóli á Norðurlöndum með yfir 400 nemendur sem stunda flugnám við báða skólanna í dag.

Diamond DA20 kennsluflugvél hefur sig á loft frá
Alexandersflugvelli

Þá telur flugfloti skólans alls 23 kennsluflugvélar af gerðinni Diamond DA20, Diamond DA40, DA42 NG, Tecnam P2002 JF, Cessna 172N, Piper Seminole PA-44 og Piper Archer DX sem komu nýjar til lands í fyrra til Flugskóla Íslands.

Margir möguleikar á Alexandersflugvelli

Með aðstöðunni á Alexandersflugvelli opnast margir möguleikar til flugkennslu í nýju umhverfi þar sem nemendur geta stundað verklega flugkennslu í fjölbreyttu landslagi og einnig verður hægt að halda úti kennslu oftar hverju sinni á landinu þar sem bjartara getur verið fyrir norðan ef ekki viðrar vel til flugkennslu fyrir sunnan og öfugt en oft er sitthvort veðrið á Norðurlandinu og á Suðvesturhorni landsins og þá sérstaklega á sumrin sem er besti tíminn fyrir flugkennslu.

Þá er einnig stutt á marga flugvelli á Norðurlandinu frá Alexandersflugvelli og möguleiki á að fara í yfirlandsflug til Akureyrar og yfir á Vestfirði og Strandirnar en gert er ráð fyrir að um 20 nemendur muni dvelja hverju sinni á Sauðárkróki á meðan á verklegu atvinnuflugmannsnámi stendur og verður skólinn með 2 til 3 kennsluflugvélar staðsettar á Alexandersflugvelli.

Gríðarleg ásókn hefur verið í flugnám hjá báðum skólunum að undanförnu og hefur verið fullt í nýja bekki með töluverðum fyrirvara fyrir skólasetningu vegna vinsælda námsins og þá sérstaklega í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. 

Flugnám er bæði skemmtilegt og krefjandiOpið bæði fyrir umsóknir í samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám

Flugakademían hefur opnað fyrir umsóknir í næstu atvinnuflugmannsbekki en boðið verður bæði upp á samtvinnað atvinnuflugnám og áfangaskipt atvinnuflugnám og hefst næsta námskeið í maí og það síðara í september 2019.

Í samtvinnuðu atvinnflugnámi (Intergrated Pilot Program) er um að ræða einn „pakka“ þar sem nemandi hefur flugnám án nokkurns grunns í flugi og leggur stund bæði á bóklegt og verklegt nám samhliða frá
A til Ö þar til nemandi lýkur námi með atvinnuflugmannsskírteini og er því tilbúinn til þess að sækja um hjá flugfélögunum.

Nýju Piper Archer DX kennsluflugvélarnar

Með áfangaskiptu atvinnuflugnám (modular) getur nemandi hagað seglum meira eftir vindi varðandi bóklegt nám og verklega hlutann og hentar sú leið umsækjendum sem eru t.a.m. með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem annars gæti haft áhrif á nemandann og tekur áfangaskipt atvinnuflugnám aðeins lengri tíma sem nemur 2-3 mánuðum.

Frekari upplýsingar um næstu námskeið og slóð inn á umsóknarvef fyrir næstu atvinnuflugmannsbekki má finna hér að neðan.

Umsókn um atvinnuflugmannsnám  fréttir af handahófi

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

Breytingar á flugáætlun Icelandair

10. apríl 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á leiðarkerfi félagsins sem meðal annars má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotum félagsins en á föstudag verður kominn einn mánuður frá því Boeing 73

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00