flugfréttir

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og september

- Stærsti flugskólinn á Norðurlöndum með 23 kennsluflugvélar

23. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:57

Aðsókn í atvinnuflugmannsnám á Íslandi hefur aukist gríðarlega á síðustu árum enda mikil tækifæri í boði þar sem eftirspurn er mikil í heiminum eftir nýjum flugmönnum

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Verkleg kennsla fer hinsvegar fram víðsvegar um land; á Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og á Alexandersflugvelli norður í Skagafirði en fyrirhugað er að hefja flugkennslu á fleirum stöðum á landinu á næstunni.

Það var þann 17. janúar sl. sem að tilkynnt var um kaup Flugakademíu Keilis á Flugskóla Íslands en með sameiningunni varð til einn stærsti flugskóli á Norðurlöndum með yfir 400 nemendur sem stunda flugnám við báða skólanna í dag.

Diamond DA20 kennsluflugvél hefur sig á loft frá
Alexandersflugvelli

Þá telur flugfloti skólans alls 23 kennsluflugvélar af gerðinni Diamond DA20, Diamond DA40, DA42 NG, Tecnam P2002 JF, Cessna 172N, Piper Seminole PA-44 og Piper Archer DX sem komu nýjar til lands í fyrra til Flugskóla Íslands.

Margir möguleikar á Alexandersflugvelli

Með aðstöðunni á Alexandersflugvelli opnast margir möguleikar til flugkennslu í nýju umhverfi þar sem nemendur geta stundað verklega flugkennslu í fjölbreyttu landslagi og einnig verður hægt að halda úti kennslu oftar hverju sinni á landinu þar sem bjartara getur verið fyrir norðan ef ekki viðrar vel til flugkennslu fyrir sunnan og öfugt en oft er sitthvort veðrið á Norðurlandinu og á Suðvesturhorni landsins og þá sérstaklega á sumrin sem er besti tíminn fyrir flugkennslu.

Þá er einnig stutt á marga flugvelli á Norðurlandinu frá Alexandersflugvelli og möguleiki á að fara í yfirlandsflug til Akureyrar og yfir á Vestfirði og Strandirnar en gert er ráð fyrir að um 20 nemendur muni dvelja hverju sinni á Sauðárkróki á meðan á verklegu atvinnuflugmannsnámi stendur og verður skólinn með 2 til 3 kennsluflugvélar staðsettar á Alexandersflugvelli.

Gríðarleg ásókn hefur verið í flugnám hjá báðum skólunum að undanförnu og hefur verið fullt í nýja bekki með töluverðum fyrirvara fyrir skólasetningu vegna vinsælda námsins og þá sérstaklega í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. 

Flugnám er bæði skemmtilegt og krefjandiOpið bæði fyrir umsóknir í samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám

Flugakademían hefur opnað fyrir umsóknir í næstu atvinnuflugmannsbekki en boðið verður bæði upp á samtvinnað atvinnuflugnám og áfangaskipt atvinnuflugnám og hefst næsta námskeið í maí og það síðara í september 2019.

Í samtvinnuðu atvinnflugnámi (Intergrated Pilot Program) er um að ræða einn „pakka“ þar sem nemandi hefur flugnám án nokkurns grunns í flugi og leggur stund bæði á bóklegt og verklegt nám samhliða frá
A til Ö þar til nemandi lýkur námi með atvinnuflugmannsskírteini og er því tilbúinn til þess að sækja um hjá flugfélögunum.

Nýju Piper Archer DX kennsluflugvélarnar

Með áfangaskiptu atvinnuflugnám (modular) getur nemandi hagað seglum meira eftir vindi varðandi bóklegt nám og verklega hlutann og hentar sú leið umsækjendum sem eru t.a.m. með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem annars gæti haft áhrif á nemandann og tekur áfangaskipt atvinnuflugnám aðeins lengri tíma sem nemur 2-3 mánuðum.

Frekari upplýsingar um næstu námskeið og slóð inn á umsóknarvef fyrir næstu atvinnuflugmannsbekki má finna hér að neðan.

Umsókn um atvinnuflugmannsnám  fréttir af handahófi

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Heathrow nær samkomulagi við flugfélög

26. febrúar 2019

|

Heathrow-flugvöllur hefur náð að gera tímamótasamning við þau flugfélög sem fljúga til flugvallarins sem á bæði eftir að skila flugvellinum milljónum sterlingspunda í tekjur sem verða notaðar í stækk

Ryanair vill fá flugmenn og áhafnir frá flybmi

18. febrúar 2019

|

Ryanair hefur hlaupið undir bagga og hvatt flugmenn og þær áhafnir, sem störfuðu fyrir breska lágfargjaldafélagið flybmi (British Midland), sem varð gjaldþrota sl. laugardag, til þess að sækja um vin

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00