flugfréttir

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

- Boeing kynnir Southwest, American og United fyrir nýju uppfærslunnni

23. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:14

Þrjár Boeing 737 MAX þotur Southwest Airlines á Midway-flugvellinum í Chicago

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu frá Dallas í Texas.

Félagið segir að það verði mun hagkvæmara að hafa allan Boeing 737 MAX flotann á sama staðnum þegar uppfærslan fyrir MCAS-kerfið verður tilbúin svo hægt sé að framkvæma breytingarnar á öllum flugvélunum á sama stað.

„Það er mun hagkvæmara að hafa allar flugvélarnar á einum stað þegar kemur að því að uppfæra flotann okkar með nýju uppfærslunni“, segir Brandy King, talsmaður Southwest, sem hefur 34 Boeing 737 MAX þotur í flotanum.

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan var ferjuð í morgun til Victorville

Southwest Airlines, United Airlines og American Airlines munu eiga fund með Boeing um helgina þar sem rætt verður um uppfærslu á MCAS-kerfinu sem framleiðandi vélanna segir að sé nú á lokasprettinum en einhver tími mun þó fara í úttekt á uppfærslunni á vegum flugmálayfirvalda sem þurfa fyrst að gefa út vottun fyrir því.

Talsmaður Southwest Airlines segir að flugvirkjar og flugmenn hjá félaginu ætli að fara vandlega yfir öll gögn varðandi nýju uppfærsluna og þær viðbætur sem verða innleiddar inn í þjálfun flugmanna á virkni kerfisins í kjölfarið.

Flugmenn hjá American Airlines tilkynntu sl. fimmtudag að þeir myndu prófa uppfærsluna um helgina hjá Boeing í Renton en Boeing hefur tvo Boeing 737 MAX flugherma í Renton.

Nokkur flugmálayfirvöld í löndum utan Bandaríkjanna og þar á meðal flugmálayfirvöld í Kanada og EASA í Evrópu hafa sagt að þau ætli að framkvæma sína eigin úttekt á uppfærslunni á MCAS-kerfinu þrátt fyrir vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) áður en þær fá að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

26. mars 2019

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Boeing 737 MAX í ferjuflugi fékk ekki að fljúga yfir Þýskaland

12. júní 2019

|

Áhöfn á Boeing 737 MAX þotu frá Norwegian, sem verið var að ferja frá Malaga á Spáni til Stokkhólm, neyddist til þess að lenda í Frakklandi þar sem flugmálayfirvöld í Þýskalandi meinuðu vélinni að fl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00