flugfréttir

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

- Boeing kynnir Southwest, American og United fyrir nýju uppfærslunnni

23. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:14

Þrjár Boeing 737 MAX þotur Southwest Airlines á Midway-flugvellinum í Chicago

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu frá Dallas í Texas.

Félagið segir að það verði mun hagkvæmara að hafa allan Boeing 737 MAX flotann á sama staðnum þegar uppfærslan fyrir MCAS-kerfið verður tilbúin svo hægt sé að framkvæma breytingarnar á öllum flugvélunum á sama stað.

„Það er mun hagkvæmara að hafa allar flugvélarnar á einum stað þegar kemur að því að uppfæra flotann okkar með nýju uppfærslunni“, segir Brandy King, talsmaður Southwest, sem hefur 34 Boeing 737 MAX þotur í flotanum.

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan var ferjuð í morgun til Victorville

Southwest Airlines, United Airlines og American Airlines munu eiga fund með Boeing um helgina þar sem rætt verður um uppfærslu á MCAS-kerfinu sem framleiðandi vélanna segir að sé nú á lokasprettinum en einhver tími mun þó fara í úttekt á uppfærslunni á vegum flugmálayfirvalda sem þurfa fyrst að gefa út vottun fyrir því.

Talsmaður Southwest Airlines segir að flugvirkjar og flugmenn hjá félaginu ætli að fara vandlega yfir öll gögn varðandi nýju uppfærsluna og þær viðbætur sem verða innleiddar inn í þjálfun flugmanna á virkni kerfisins í kjölfarið.

Flugmenn hjá American Airlines tilkynntu sl. fimmtudag að þeir myndu prófa uppfærsluna um helgina hjá Boeing í Renton en Boeing hefur tvo Boeing 737 MAX flugherma í Renton.

Nokkur flugmálayfirvöld í löndum utan Bandaríkjanna og þar á meðal flugmálayfirvöld í Kanada og EASA í Evrópu hafa sagt að þau ætli að framkvæma sína eigin úttekt á uppfærslunni á MCAS-kerfinu þrátt fyrir vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) áður en þær fá að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

SAS fær vilyrði fyrir láni upp á 49 milljarða

6. maí 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) hefur náð samkomulagi um aðgang að lánafyrirgreiðslu upp á 3,3 milljarða sænskra króna frá fjórum bönkum á Norðurlöndunum sem á að tryggja rekstur félagsins til næstu þrig

Beðnir um að stöðva framleiðslu á skrokkum fyrir 737 MAX

17. júní 2020

|

Boeing hefur beðið fyrirtækið Spirit AeroSystems um að hætta framleiðslu á skrokkum fyrir Boeing 737 MAX í bili og setja framleiðsluna á bið.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00