flugfréttir

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

- Boeing kynnir Southwest, American og United fyrir nýju uppfærslunnni

23. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:14

Þrjár Boeing 737 MAX þotur Southwest Airlines á Midway-flugvellinum í Chicago

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu frá Dallas í Texas.

Félagið segir að það verði mun hagkvæmara að hafa allan Boeing 737 MAX flotann á sama staðnum þegar uppfærslan fyrir MCAS-kerfið verður tilbúin svo hægt sé að framkvæma breytingarnar á öllum flugvélunum á sama stað.

„Það er mun hagkvæmara að hafa allar flugvélarnar á einum stað þegar kemur að því að uppfæra flotann okkar með nýju uppfærslunni“, segir Brandy King, talsmaður Southwest, sem hefur 34 Boeing 737 MAX þotur í flotanum.

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan var ferjuð í morgun til Victorville

Southwest Airlines, United Airlines og American Airlines munu eiga fund með Boeing um helgina þar sem rætt verður um uppfærslu á MCAS-kerfinu sem framleiðandi vélanna segir að sé nú á lokasprettinum en einhver tími mun þó fara í úttekt á uppfærslunni á vegum flugmálayfirvalda sem þurfa fyrst að gefa út vottun fyrir því.

Talsmaður Southwest Airlines segir að flugvirkjar og flugmenn hjá félaginu ætli að fara vandlega yfir öll gögn varðandi nýju uppfærsluna og þær viðbætur sem verða innleiddar inn í þjálfun flugmanna á virkni kerfisins í kjölfarið.

Flugmenn hjá American Airlines tilkynntu sl. fimmtudag að þeir myndu prófa uppfærsluna um helgina hjá Boeing í Renton en Boeing hefur tvo Boeing 737 MAX flugherma í Renton.

Nokkur flugmálayfirvöld í löndum utan Bandaríkjanna og þar á meðal flugmálayfirvöld í Kanada og EASA í Evrópu hafa sagt að þau ætli að framkvæma sína eigin úttekt á uppfærslunni á MCAS-kerfinu þrátt fyrir vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) áður en þær fá að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

227.000 flugu með Icelandair í janúar

7. febrúar 2019

|

Um 227.000 farþegar flugu með Icelandair í janúarmánuði sem er aukning upp á 8 prósent samanborið við janúar árið 2018.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

„Þurfa að lækka verðið á A380 ef þeir vilja selja fleiri eintök“

2. febrúar 2019

|

Willie Walsh, framkvæmdarstjóri IAG, móðurfélags British Airways, segir að Airbus ætti að lækka verðmiðann á Airbus A380 ef framleiðandinn vill ná að selja fleiri risaþotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00