flugfréttir

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

- Boeing kynnir Southwest, American og United fyrir nýju uppfærslunnni

23. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:14

Þrjár Boeing 737 MAX þotur Southwest Airlines á Midway-flugvellinum í Chicago

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu frá Dallas í Texas.

Félagið segir að það verði mun hagkvæmara að hafa allan Boeing 737 MAX flotann á sama staðnum þegar uppfærslan fyrir MCAS-kerfið verður tilbúin svo hægt sé að framkvæma breytingarnar á öllum flugvélunum á sama stað.

„Það er mun hagkvæmara að hafa allar flugvélarnar á einum stað þegar kemur að því að uppfæra flotann okkar með nýju uppfærslunni“, segir Brandy King, talsmaður Southwest, sem hefur 34 Boeing 737 MAX þotur í flotanum.

Fyrsta Boeing 737 MAX þotan var ferjuð í morgun til Victorville

Southwest Airlines, United Airlines og American Airlines munu eiga fund með Boeing um helgina þar sem rætt verður um uppfærslu á MCAS-kerfinu sem framleiðandi vélanna segir að sé nú á lokasprettinum en einhver tími mun þó fara í úttekt á uppfærslunni á vegum flugmálayfirvalda sem þurfa fyrst að gefa út vottun fyrir því.

Talsmaður Southwest Airlines segir að flugvirkjar og flugmenn hjá félaginu ætli að fara vandlega yfir öll gögn varðandi nýju uppfærsluna og þær viðbætur sem verða innleiddar inn í þjálfun flugmanna á virkni kerfisins í kjölfarið.

Flugmenn hjá American Airlines tilkynntu sl. fimmtudag að þeir myndu prófa uppfærsluna um helgina hjá Boeing í Renton en Boeing hefur tvo Boeing 737 MAX flugherma í Renton.

Nokkur flugmálayfirvöld í löndum utan Bandaríkjanna og þar á meðal flugmálayfirvöld í Kanada og EASA í Evrópu hafa sagt að þau ætli að framkvæma sína eigin úttekt á uppfærslunni á MCAS-kerfinu þrátt fyrir vottun frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) áður en þær fá að fljúga á ný.  fréttir af handahófi

Ryanair gæti þurft að segja upp yfir 500 flugmönnum

31. júlí 2019

|

Ryanair varar við umfangsmiklum niðurskurði á næstu vikum í formi uppsagna sem hefjast í haust en lágfargjaldafélagið írska segir að félagið hafi of marga flugmenn og gæti þurft að segja upp yfir 500

Tvær Eurofighter herþotur rákust saman norður af Berlín

24. júní 2019

|

Tvær Eurofighter orrustuþotur frá þýska flughernum rákust saman á flugi í hádeginu í Þýskalandi en flugmennirnir náðu báðir að skjóta sér frá borði í fallhlíf.

Sækja um leyfi fyrir flugi milli Argentínu og Bandaríkjanna

10. júlí 2019

|

Norwegian hefur sótt um leyfi fyrir hönd argentínska dótturfélagsins, Norwegian Air Argentina, fyrir áætlunarflugi milli Argentínu og Bandaríkjanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í