flugfréttir

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

- Flugmennirnir fengu óvart vitlausa flugáætlun í hendurnar

25. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:18

Flugvélar British Airways á London City flugvellinum

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotlands.

Flugvélin, sem var af gerðinni British Aerospace BAe 146, átti að fljúga frá London City flugvellinum til Dusseldorf en talið er að áhöfn flugvélarinnar hafi fengið úthlutað ranga flugáætlun sem varð til þess að flugmennirnir flugu farþegunum til Edinborg í 840 kílómetra fjarlægð frá Dusseldorf.

Það er þýska flugfélagið WDL Aviation sem annast flugið til Dusseldorf fyrir hönd British Airways frá London City flugvellinum og segir flugfélagið breska að verið sé að skoða hvað fór úrskeiðis sem olli þessari krókaleið en þotunni var skömmu síðar flogið frá Edinborg til Dusseldorf.

„Við höfum beðið farþega okkar afsökunar á þessu“, segir í yfirlýsingu British Airways og tekur flugfélagið fram að flugmenn vélarinnar hafi aldrei á neinum tímapunkti villst af leið þar sem pappírarnir sem þeir fengu í hendur innihéldu upplýsingar um flugleiðina til flugvallarins í Edinborg.

Flugleiðin til Edinborgar frá London City samanborið við flugleiðina til Dusseldorf

„Það var engin hætta á ferðum gagnvart farþegum og við flugum þeim til Dusseldorf eftir stutta en óvænt viðdvöl í Edinborg“, segir í tilkynningu.

Farþegar gerðu sér ekki grein fyrir að þeir væru lentir í skosku borginni fyrr en flugstjórinn ávarpaði þá og sagði “Góðir farþegar, velkomin til Edinborgar“. Einn farþegi um borð hélt í fyrstu að um grín væri að ræða en fljótlega kom í ljós að flugmennirnir höfðu aðeins flogið þá flugleið sem þeir gerðu ráð fyrir að þeir ættu að fljúga.

„Flugstjórinn sagði að hann hefði enga hugmynd um hvernig þetta gat gerst og að hann hafi aldrei lent í svona áður“, segir Sophie Cooke, farþegi um borð í flugvélinni.  fréttir af handahófi

Samgönguráðuneyti ætlar að rannsaka vottun FAA á 737 MAX

19. mars 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætlar sér að hefja rannsókn á starfsemi bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) er kemur að vottunarferlinu sem fram fór á sínum tíma er Boeing 737 MAX þotan kom á markaði

Íhuga að selja eða hætta rekstri Malaysian

13. mars 2019

|

Ríkisstjórn Malasíu leitar nú aftur leiða til þess að selja rikisflugfélagið Malaysian Airlines.

Þýska flugfélagið Germania gjaldþrota

5. febrúar 2019

|

Þýska flugfélagið Germania er gjaldþrota en félagið aflýsti í gær öllum flugferðum sínum og hefur stjórn félagsins farið fram á að reksturinn verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00