flugfréttir

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

- Flugmennirnir fengu óvart vitlausa flugáætlun í hendurnar

25. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:18

Flugvélar British Airways á London City flugvellinum

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotlands.

Flugvélin, sem var af gerðinni British Aerospace BAe 146, átti að fljúga frá London City flugvellinum til Dusseldorf en talið er að áhöfn flugvélarinnar hafi fengið úthlutað ranga flugáætlun sem varð til þess að flugmennirnir flugu farþegunum til Edinborg í 840 kílómetra fjarlægð frá Dusseldorf.

Það er þýska flugfélagið WDL Aviation sem annast flugið til Dusseldorf fyrir hönd British Airways frá London City flugvellinum og segir flugfélagið breska að verið sé að skoða hvað fór úrskeiðis sem olli þessari krókaleið en þotunni var skömmu síðar flogið frá Edinborg til Dusseldorf.

„Við höfum beðið farþega okkar afsökunar á þessu“, segir í yfirlýsingu British Airways og tekur flugfélagið fram að flugmenn vélarinnar hafi aldrei á neinum tímapunkti villst af leið þar sem pappírarnir sem þeir fengu í hendur innihéldu upplýsingar um flugleiðina til flugvallarins í Edinborg.

Flugleiðin til Edinborgar frá London City samanborið við flugleiðina til Dusseldorf

„Það var engin hætta á ferðum gagnvart farþegum og við flugum þeim til Dusseldorf eftir stutta en óvænt viðdvöl í Edinborg“, segir í tilkynningu.

Farþegar gerðu sér ekki grein fyrir að þeir væru lentir í skosku borginni fyrr en flugstjórinn ávarpaði þá og sagði “Góðir farþegar, velkomin til Edinborgar“. Einn farþegi um borð hélt í fyrstu að um grín væri að ræða en fljótlega kom í ljós að flugmennirnir höfðu aðeins flogið þá flugleið sem þeir gerðu ráð fyrir að þeir ættu að fljúga.

„Flugstjórinn sagði að hann hefði enga hugmynd um hvernig þetta gat gerst og að hann hafi aldrei lent í svona áður“, segir Sophie Cooke, farþegi um borð í flugvélinni.  fréttir af handahófi

Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn

18. maí 2020

|

Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Tekjumissir flugfélaganna gæti numið 45.000 milljörðum króna

15. apríl 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur uppfært afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum og telja samtökin að tapið sem flugfélögin eiga eftir að verða fyrir vegna COVID-19 heimsfaraldursins eigi e

Airbus stöðvar framleiðslu tímabundið í Alabama

6. apríl 2020

|

Airbus mun stöðva framleiðslu á farþegaþotum tímabundið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum vegna COVID-19 en þar hafa verið framleiddar þotur af gerðinni Airbus A220 og A320.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00