flugfréttir

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

- Flugmennirnir fengu óvart vitlausa flugáætlun í hendurnar

25. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:18

Flugvélar British Airways á London City flugvellinum

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotlands.

Flugvélin, sem var af gerðinni British Aerospace BAe 146, átti að fljúga frá London City flugvellinum til Dusseldorf en talið er að áhöfn flugvélarinnar hafi fengið úthlutað ranga flugáætlun sem varð til þess að flugmennirnir flugu farþegunum til Edinborg í 840 kílómetra fjarlægð frá Dusseldorf.

Það er þýska flugfélagið WDL Aviation sem annast flugið til Dusseldorf fyrir hönd British Airways frá London City flugvellinum og segir flugfélagið breska að verið sé að skoða hvað fór úrskeiðis sem olli þessari krókaleið en þotunni var skömmu síðar flogið frá Edinborg til Dusseldorf.

„Við höfum beðið farþega okkar afsökunar á þessu“, segir í yfirlýsingu British Airways og tekur flugfélagið fram að flugmenn vélarinnar hafi aldrei á neinum tímapunkti villst af leið þar sem pappírarnir sem þeir fengu í hendur innihéldu upplýsingar um flugleiðina til flugvallarins í Edinborg.

Flugleiðin til Edinborgar frá London City samanborið við flugleiðina til Dusseldorf

„Það var engin hætta á ferðum gagnvart farþegum og við flugum þeim til Dusseldorf eftir stutta en óvænt viðdvöl í Edinborg“, segir í tilkynningu.

Farþegar gerðu sér ekki grein fyrir að þeir væru lentir í skosku borginni fyrr en flugstjórinn ávarpaði þá og sagði “Góðir farþegar, velkomin til Edinborgar“. Einn farþegi um borð hélt í fyrstu að um grín væri að ræða en fljótlega kom í ljós að flugmennirnir höfðu aðeins flogið þá flugleið sem þeir gerðu ráð fyrir að þeir ættu að fljúga.

„Flugstjórinn sagði að hann hefði enga hugmynd um hvernig þetta gat gerst og að hann hafi aldrei lent í svona áður“, segir Sophie Cooke, farþegi um borð í flugvélinni.  fréttir af handahófi

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Fór út af braut í flugtaki í Nepal

14. apríl 2019

|

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir flugslys í Nepal eftir að lítil farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 Turboprop fór út af flugbraut í flugtaki frá flugvellinum í Lukla og hafnaði á kyrrstæðri þ

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Boeing 737 MAX í ferjuflugi fékk ekki að fljúga yfir Þýskaland

12. júní 2019

|

Áhöfn á Boeing 737 MAX þotu frá Norwegian, sem verið var að ferja frá Malaga á Spáni til Stokkhólm, neyddist til þess að lenda í Frakklandi þar sem flugmálayfirvöld í Þýskalandi meinuðu vélinni að fl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00