flugfréttir

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

- Flugmennirnir fengu óvart vitlausa flugáætlun í hendurnar

25. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:18

Flugvélar British Airways á London City flugvellinum

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotlands.

Flugvélin, sem var af gerðinni British Aerospace BAe 146, átti að fljúga frá London City flugvellinum til Dusseldorf en talið er að áhöfn flugvélarinnar hafi fengið úthlutað ranga flugáætlun sem varð til þess að flugmennirnir flugu farþegunum til Edinborg í 840 kílómetra fjarlægð frá Dusseldorf.

Það er þýska flugfélagið WDL Aviation sem annast flugið til Dusseldorf fyrir hönd British Airways frá London City flugvellinum og segir flugfélagið breska að verið sé að skoða hvað fór úrskeiðis sem olli þessari krókaleið en þotunni var skömmu síðar flogið frá Edinborg til Dusseldorf.

„Við höfum beðið farþega okkar afsökunar á þessu“, segir í yfirlýsingu British Airways og tekur flugfélagið fram að flugmenn vélarinnar hafi aldrei á neinum tímapunkti villst af leið þar sem pappírarnir sem þeir fengu í hendur innihéldu upplýsingar um flugleiðina til flugvallarins í Edinborg.

Flugleiðin til Edinborgar frá London City samanborið við flugleiðina til Dusseldorf

„Það var engin hætta á ferðum gagnvart farþegum og við flugum þeim til Dusseldorf eftir stutta en óvænt viðdvöl í Edinborg“, segir í tilkynningu.

Farþegar gerðu sér ekki grein fyrir að þeir væru lentir í skosku borginni fyrr en flugstjórinn ávarpaði þá og sagði “Góðir farþegar, velkomin til Edinborgar“. Einn farþegi um borð hélt í fyrstu að um grín væri að ræða en fljótlega kom í ljós að flugmennirnir höfðu aðeins flogið þá flugleið sem þeir gerðu ráð fyrir að þeir ættu að fljúga.

„Flugstjórinn sagði að hann hefði enga hugmynd um hvernig þetta gat gerst og að hann hafi aldrei lent í svona áður“, segir Sophie Cooke, farþegi um borð í flugvélinni.  fréttir af handahófi

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

21. júní 2019

|

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var

Flugdólgur dæmdur til að greiða 21 milljón króna sekt

8. júlí 2019

|

Ölvaður farþegi, sem var valdur að því að Airbus A330 breiðþota frá Hawaiian Airlines þurfti að snúa við til Honolulu vegna hegðunar hans, hefur verið gert að greiða 21.6 milljón króna í sekt.

Panta sextíu Airbus A220 þotur

30. júlí 2019

|

Air France hefur tilkynnt um pöntun í allt að 120 þotur af gerðinni Airbus A220 sem áður hétu CSeries, framleiddar af Bombardier, en félagið hefur gert samkomulag við Airbus um 60 slíkar þotur með mö

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00