flugfréttir

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

- Fimmtán af tuttugu og tveimur SSJ100 þotum Interjet í geymslu

26. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Sukhoi Superjet 100 þotur Interjet

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

Interjet hefur 22 Superjet Sukhoi 100 þotur í flotanum en aðeins eru sjö af þeim í umferð á meðan 15 þotur hafa verið færðar í geymslu vegna skorts á varahlutum.

Flugfélagið byrjaði að leggja Sukhoi Superjet þotunum í apríl í fyrra vegna skorts á varahlutum en viðræður við rússneska flugvélaframeiðandann um að fá að skila þotunum hafa gengið erfiðlega.

Rekstur Superjet-þotnanna hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig hjá Interjet en félagið hefur meðal annars þurft að rífa varahluti úr nokkrum þotum til þess að halda flotanum á flugi vegna skorts á varahlutum frá Sukhoi.

Interjet vill selja allar tuttugu og tvær þoturnar til Sukhoi-verksmiðjanna en viðræður þess efnis hafa ekki skilað neinum árangri þar sem framleiðandinn vill að Interjet haldi áfram að fljúga þotunum.

Interjet er þriðja stærsta flugfélag Mexíkó en Jose Luis Garza, þáverandi forstjóri félagsins, sagði á sínum tíma að um mjög „góðan samning“ (sweet deal), væri að ræða er félagið gerði samning um kaup á Sukhoi-þotunum á sínum en félagið hefur fengið að súpa seiðið af þeim kaupum í dag.

CityJet hefur hætt með sínar Sukhoi Superjet 100 þotur

Félagið sagði að vélarnar hefðu verið mjög ódýrar í innkaupum og heildarverðið á þotunni var á við fyrirframgreiðsluna í nýja A320 þotur frá Airbus en sl. þrjú ár hefur Interjet lent í miklum vandræðum er kemur að viðhaldi flugvélanna og erfitt hefur verið að nálgast varahluti frá Sukhoi.

Vegna þessa þá snérist afkoma félagsins við úr 1.2 milljarða króna hagnaði árið 2017 yfir í 266 milljarða króna tap árið 2018.

Interjet taldi Superjet-þotuna vera mjög hentugan kost á sínum tíma vegna þess hita sem ríkir í Mexíkó og hæð margra flugvalla yfir sjávarmáli og þótti vélin henta vel fyrir þær aðstæður auk þess sem þotan var mun ódýrari í innkaupum heldur en CSeries-þoturnar frá Bombardier og A320neo þotan frá Airbus.

Interjet er ekki eina flugfélagið sem hefur engað uppi með sárt ennið eftir kaup á Sukhoi Superjet 100 þotunum en írska flugfélagið CityJet flaug í janúar sitt síðasta flug með Sukhoi-þotunni og hefur félagið lagt öllum þeim sjö þotum sem félagið hafði fengið afhent og stendur til að skila þeim aftur til rússneska framleiðandans.  fréttir af handahófi

Mælir með skynjurum sem greina laumufarþega í hjólarými

3. júlí 2019

|

Umræða hefur sprottið upp meðal sérfræðinga í flugöryggi í kjölfar atviks er laumufarþegi féll til jarðar úr Boeing 787 þotu hjá Kenaya Airways sem var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London,

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00