flugfréttir

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

- Fimmtán af tuttugu og tveimur SSJ100 þotum Interjet í geymslu

26. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Sukhoi Superjet 100 þotur Interjet

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

Interjet hefur 22 Superjet Sukhoi 100 þotur í flotanum en aðeins eru sjö af þeim í umferð á meðan 15 þotur hafa verið færðar í geymslu vegna skorts á varahlutum.

Flugfélagið byrjaði að leggja Sukhoi Superjet þotunum í apríl í fyrra vegna skorts á varahlutum en viðræður við rússneska flugvélaframeiðandann um að fá að skila þotunum hafa gengið erfiðlega.

Rekstur Superjet-þotnanna hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig hjá Interjet en félagið hefur meðal annars þurft að rífa varahluti úr nokkrum þotum til þess að halda flotanum á flugi vegna skorts á varahlutum frá Sukhoi.

Interjet vill selja allar tuttugu og tvær þoturnar til Sukhoi-verksmiðjanna en viðræður þess efnis hafa ekki skilað neinum árangri þar sem framleiðandinn vill að Interjet haldi áfram að fljúga þotunum.

Interjet er þriðja stærsta flugfélag Mexíkó en Jose Luis Garza, þáverandi forstjóri félagsins, sagði á sínum tíma að um mjög „góðan samning“ (sweet deal), væri að ræða er félagið gerði samning um kaup á Sukhoi-þotunum á sínum en félagið hefur fengið að súpa seiðið af þeim kaupum í dag.

CityJet hefur hætt með sínar Sukhoi Superjet 100 þotur

Félagið sagði að vélarnar hefðu verið mjög ódýrar í innkaupum og heildarverðið á þotunni var á við fyrirframgreiðsluna í nýja A320 þotur frá Airbus en sl. þrjú ár hefur Interjet lent í miklum vandræðum er kemur að viðhaldi flugvélanna og erfitt hefur verið að nálgast varahluti frá Sukhoi.

Vegna þessa þá snérist afkoma félagsins við úr 1.2 milljarða króna hagnaði árið 2017 yfir í 266 milljarða króna tap árið 2018.

Interjet taldi Superjet-þotuna vera mjög hentugan kost á sínum tíma vegna þess hita sem ríkir í Mexíkó og hæð margra flugvalla yfir sjávarmáli og þótti vélin henta vel fyrir þær aðstæður auk þess sem þotan var mun ódýrari í innkaupum heldur en CSeries-þoturnar frá Bombardier og A320neo þotan frá Airbus.

Interjet er ekki eina flugfélagið sem hefur engað uppi með sárt ennið eftir kaup á Sukhoi Superjet 100 þotunum en írska flugfélagið CityJet flaug í janúar sitt síðasta flug með Sukhoi-þotunni og hefur félagið lagt öllum þeim sjö þotum sem félagið hafði fengið afhent og stendur til að skila þeim aftur til rússneska framleiðandans.  fréttir af handahófi

Flugvöllurinn í Köben sendir 1.500 starfsmenn heim

18. mars 2020

|

Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn hefur sent 1.500 starfsmenn heim í launalaust leyfi vegna samdráttar í flugumferð um völlinn sökum kórónaveirunnar.

Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota

20. apríl 2020

|

Norwegian hefur lýst því yfir að fjögur dótturfyrirtæki lágfargjaldafélagsins norska urðu gjaldþrota í dag vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á reksturinn.

Flybe varð gjaldþrota í nótt

5. mars 2020

|

Breska flugfélagið Flybe varð gjaldþrota í nótt eftir árangurslausar tilraunir forsvarsmanna félagsins til þess að bjarga rekstrinum á síðustu stundu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00