flugfréttir

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

- Fimmtán af tuttugu og tveimur SSJ100 þotum Interjet í geymslu

26. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Sukhoi Superjet 100 þotur Interjet

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

Interjet hefur 22 Superjet Sukhoi 100 þotur í flotanum en aðeins eru sjö af þeim í umferð á meðan 15 þotur hafa verið færðar í geymslu vegna skorts á varahlutum.

Flugfélagið byrjaði að leggja Sukhoi Superjet þotunum í apríl í fyrra vegna skorts á varahlutum en viðræður við rússneska flugvélaframeiðandann um að fá að skila þotunum hafa gengið erfiðlega.

Rekstur Superjet-þotnanna hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig hjá Interjet en félagið hefur meðal annars þurft að rífa varahluti úr nokkrum þotum til þess að halda flotanum á flugi vegna skorts á varahlutum frá Sukhoi.

Interjet vill selja allar tuttugu og tvær þoturnar til Sukhoi-verksmiðjanna en viðræður þess efnis hafa ekki skilað neinum árangri þar sem framleiðandinn vill að Interjet haldi áfram að fljúga þotunum.

Interjet er þriðja stærsta flugfélag Mexíkó en Jose Luis Garza, þáverandi forstjóri félagsins, sagði á sínum tíma að um mjög „góðan samning“ (sweet deal), væri að ræða er félagið gerði samning um kaup á Sukhoi-þotunum á sínum en félagið hefur fengið að súpa seiðið af þeim kaupum í dag.

CityJet hefur hætt með sínar Sukhoi Superjet 100 þotur

Félagið sagði að vélarnar hefðu verið mjög ódýrar í innkaupum og heildarverðið á þotunni var á við fyrirframgreiðsluna í nýja A320 þotur frá Airbus en sl. þrjú ár hefur Interjet lent í miklum vandræðum er kemur að viðhaldi flugvélanna og erfitt hefur verið að nálgast varahluti frá Sukhoi.

Vegna þessa þá snérist afkoma félagsins við úr 1.2 milljarða króna hagnaði árið 2017 yfir í 266 milljarða króna tap árið 2018.

Interjet taldi Superjet-þotuna vera mjög hentugan kost á sínum tíma vegna þess hita sem ríkir í Mexíkó og hæð margra flugvalla yfir sjávarmáli og þótti vélin henta vel fyrir þær aðstæður auk þess sem þotan var mun ódýrari í innkaupum heldur en CSeries-þoturnar frá Bombardier og A320neo þotan frá Airbus.

Interjet er ekki eina flugfélagið sem hefur engað uppi með sárt ennið eftir kaup á Sukhoi Superjet 100 þotunum en írska flugfélagið CityJet flaug í janúar sitt síðasta flug með Sukhoi-þotunni og hefur félagið lagt öllum þeim sjö þotum sem félagið hafði fengið afhent og stendur til að skila þeim aftur til rússneska framleiðandans.  fréttir af handahófi

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

SAS hættir sölu á tollfrjálsum varningi til að létta vélarnar

4. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hætta að selja tollfrjálsan varning um borð í flugvélum sínum í þeim tilgangi að létta flugvélarnar en með því nær félagið að spara eldsneyti.

Styttist í fyrsta flug Boeing 777X

20. maí 2019

|

Það styttist í jómfrúarflug nýju Boeing 777X þotunnar og er Boeing að undirbúa fyrsta flugið en þotan er arftaki Boeing 777 sem hefur verið ein vinsælasta tveggja hreyfla breiðþota heims frá því hún

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00