flugfréttir

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

- Fimmtán af tuttugu og tveimur SSJ100 þotum Interjet í geymslu

26. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:00

Sukhoi Superjet 100 þotur Interjet

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

Interjet hefur 22 Superjet Sukhoi 100 þotur í flotanum en aðeins eru sjö af þeim í umferð á meðan 15 þotur hafa verið færðar í geymslu vegna skorts á varahlutum.

Flugfélagið byrjaði að leggja Sukhoi Superjet þotunum í apríl í fyrra vegna skorts á varahlutum en viðræður við rússneska flugvélaframeiðandann um að fá að skila þotunum hafa gengið erfiðlega.

Rekstur Superjet-þotnanna hefur ekki gengið snuðrulaust fyrir sig hjá Interjet en félagið hefur meðal annars þurft að rífa varahluti úr nokkrum þotum til þess að halda flotanum á flugi vegna skorts á varahlutum frá Sukhoi.

Interjet vill selja allar tuttugu og tvær þoturnar til Sukhoi-verksmiðjanna en viðræður þess efnis hafa ekki skilað neinum árangri þar sem framleiðandinn vill að Interjet haldi áfram að fljúga þotunum.

Interjet er þriðja stærsta flugfélag Mexíkó en Jose Luis Garza, þáverandi forstjóri félagsins, sagði á sínum tíma að um mjög „góðan samning“ (sweet deal), væri að ræða er félagið gerði samning um kaup á Sukhoi-þotunum á sínum en félagið hefur fengið að súpa seiðið af þeim kaupum í dag.

CityJet hefur hætt með sínar Sukhoi Superjet 100 þotur

Félagið sagði að vélarnar hefðu verið mjög ódýrar í innkaupum og heildarverðið á þotunni var á við fyrirframgreiðsluna í nýja A320 þotur frá Airbus en sl. þrjú ár hefur Interjet lent í miklum vandræðum er kemur að viðhaldi flugvélanna og erfitt hefur verið að nálgast varahluti frá Sukhoi.

Vegna þessa þá snérist afkoma félagsins við úr 1.2 milljarða króna hagnaði árið 2017 yfir í 266 milljarða króna tap árið 2018.

Interjet taldi Superjet-þotuna vera mjög hentugan kost á sínum tíma vegna þess hita sem ríkir í Mexíkó og hæð margra flugvalla yfir sjávarmáli og þótti vélin henta vel fyrir þær aðstæður auk þess sem þotan var mun ódýrari í innkaupum heldur en CSeries-þoturnar frá Bombardier og A320neo þotan frá Airbus.

Interjet er ekki eina flugfélagið sem hefur engað uppi með sárt ennið eftir kaup á Sukhoi Superjet 100 þotunum en írska flugfélagið CityJet flaug í janúar sitt síðasta flug með Sukhoi-þotunni og hefur félagið lagt öllum þeim sjö þotum sem félagið hafði fengið afhent og stendur til að skila þeim aftur til rússneska framleiðandans.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga