flugfréttir

WOW air áætlaði yfir 6.900 brottfarir og komur í sumar

- Brotthvarf WOW air mun án efa hafa áhrif á rekstur KEF

28. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

TF-NOW á Keflavíkurflugvelli í apríl í fyrra

Brotthvarf WOW air af íslenskum flugmarkaði mun án efa hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar.

Þetta kemur meðal annars fram í tilkynningu frá Isavia þar sem meðal annars segir að beitt var stöðvunarheimild á grundvelli loftferðalaga á flugvél WOW air sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum.

Fyrstu fréttir af endalokum WOW air komu snemma í morgun en í nótt bárust þær fregnir til Isavia að flugvélar frá WOW air væru ekki á förum aftur heim til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada.

Um var að ræða flugvélar sem fór af landi brott seinnipartinn í gær til Newark, Baltimore, Detroit, Toronto, Boston og til Montréal.

Airbus A330 breiðþota WOW air

Flugvélarnar sem fór til Bandaríkjanna og Kanada í gær voru TF-DTR, TF-CAT, TF-GMA, TF-JOY, TF-WIN og TF-DOG en flugvélarnar eru í eigu flugvélaleigufyrirtækjanna Air Lease Corporation og SKY Aviation Leasing sem bæði hafa höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum.

Áætluð umsvif WOW air á KEF í sumar voru 19 prósent

Isavia segir í tilkynningu sinni að félagið harmi það að WOW air hafi hætt rekstri. „Félagið flutt fjölmarga farþega um Keflavíkurflugvöll síðastliðin sjö ár og verið mikilvægur hlekkur í velgengni Keflavíkurflugvallar og uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi“, segir meðal annars.

Fram kemur að ljóst sé að brotthvarf WOW air mun hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar og mun Isavia á næstunni fara yfir hver þau áhrif kunni að verða. Starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli mun aðstoða farþega WOW air eftir bestu getu í dag og næstu daga.

Samkvæmt sumaráætlun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 eru yfir 36.374 brottfarir og komur áætlaðar í sumar frá 1. apríl fram til 31. október meðal 30 flugfélaga en þær brottfarir og komur sem tilheyrðu áætlunarflugi WOW air voru alls 6.981 talsins.

Voru áætluð umsvif WOW air í sumar því um 19.1% af áætlaðri heildarflugumferð um Keflavíkurflugvöll í sumar eða samtals um 16 brottfarir á vegum WOW air á dag frá Keflavík.  fréttir af handahófi

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

Boeing stöðvar framleiðsluna

24. mars 2020

|

Boeing hefur tilkynnt að öll framleiðsla á flugvélum á Seattle-svæðinu verður stöðvuð vegna neyðarástands sem lýst hefur verið yfir í Washington-fylki vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Flybe gæti heyrt sögunni til á næstu vikum

4. mars 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe er komið aftur á barm gjaldþrots eftir að ríkisstjórn Bretlands breytti ákvörðun sinni um að bjarga rekstri flugfélagsins sem til stóð að gera með neyðarláni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00