flugfréttir

WOW air áætlaði yfir 6.900 brottfarir og komur í sumar

- Brotthvarf WOW air mun án efa hafa áhrif á rekstur KEF

28. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

TF-NOW á Keflavíkurflugvelli í apríl í fyrra

Brotthvarf WOW air af íslenskum flugmarkaði mun án efa hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar.

Þetta kemur meðal annars fram í tilkynningu frá Isavia þar sem meðal annars segir að beitt var stöðvunarheimild á grundvelli loftferðalaga á flugvél WOW air sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum.

Fyrstu fréttir af endalokum WOW air komu snemma í morgun en í nótt bárust þær fregnir til Isavia að flugvélar frá WOW air væru ekki á förum aftur heim til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada.

Um var að ræða flugvélar sem fór af landi brott seinnipartinn í gær til Newark, Baltimore, Detroit, Toronto, Boston og til Montréal.

Airbus A330 breiðþota WOW air

Flugvélarnar sem fór til Bandaríkjanna og Kanada í gær voru TF-DTR, TF-CAT, TF-GMA, TF-JOY, TF-WIN og TF-DOG en flugvélarnar eru í eigu flugvélaleigufyrirtækjanna Air Lease Corporation og SKY Aviation Leasing sem bæði hafa höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum.

Áætluð umsvif WOW air á KEF í sumar voru 19 prósent

Isavia segir í tilkynningu sinni að félagið harmi það að WOW air hafi hætt rekstri. „Félagið flutt fjölmarga farþega um Keflavíkurflugvöll síðastliðin sjö ár og verið mikilvægur hlekkur í velgengni Keflavíkurflugvallar og uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi“, segir meðal annars.

Fram kemur að ljóst sé að brotthvarf WOW air mun hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar og mun Isavia á næstunni fara yfir hver þau áhrif kunni að verða. Starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli mun aðstoða farþega WOW air eftir bestu getu í dag og næstu daga.

Samkvæmt sumaráætlun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 eru yfir 36.374 brottfarir og komur áætlaðar í sumar frá 1. apríl fram til 31. október meðal 30 flugfélaga en þær brottfarir og komur sem tilheyrðu áætlunarflugi WOW air voru alls 6.981 talsins.

Voru áætluð umsvif WOW air í sumar því um 19.1% af áætlaðri heildarflugumferð um Keflavíkurflugvöll í sumar eða samtals um 16 brottfarir á vegum WOW air á dag frá Keflavík.  fréttir af handahófi

Aer Lingus hættir við A350

8. apríl 2019

|

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur komist að þeirri niðurstöðu að Airbus A350 þotan sé of stór fyrir flugfélagið og hefur verið tekin sú ákvörðun að taka ekki við þeim þotum sem pantaðar voru fyrir f

Boeing 797 verður ekki kynnt á flugsýningunni í París

17. júní 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn muni ekki kynna nýja farþegaþotu til leiks á flugsýningunni í París sem kennd hefur verið við Boeing 797.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00