flugfréttir

WOW air áætlaði yfir 6.900 brottfarir og komur í sumar

- Brotthvarf WOW air mun án efa hafa áhrif á rekstur KEF

28. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

TF-NOW á Keflavíkurflugvelli í apríl í fyrra

Brotthvarf WOW air af íslenskum flugmarkaði mun án efa hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar.

Þetta kemur meðal annars fram í tilkynningu frá Isavia þar sem meðal annars segir að beitt var stöðvunarheimild á grundvelli loftferðalaga á flugvél WOW air sem staðsett var á Keflavíkurflugvelli til tryggingar á ógreiddum notendagjöldum.

Fyrstu fréttir af endalokum WOW air komu snemma í morgun en í nótt bárust þær fregnir til Isavia að flugvélar frá WOW air væru ekki á förum aftur heim til Íslands frá Bandaríkjunum og Kanada.

Um var að ræða flugvélar sem fór af landi brott seinnipartinn í gær til Newark, Baltimore, Detroit, Toronto, Boston og til Montréal.

Airbus A330 breiðþota WOW air

Flugvélarnar sem fór til Bandaríkjanna og Kanada í gær voru TF-DTR, TF-CAT, TF-GMA, TF-JOY, TF-WIN og TF-DOG en flugvélarnar eru í eigu flugvélaleigufyrirtækjanna Air Lease Corporation og SKY Aviation Leasing sem bæði hafa höfuðstöðvar sínar í Bandaríkjunum.

Áætluð umsvif WOW air á KEF í sumar voru 19 prósent

Isavia segir í tilkynningu sinni að félagið harmi það að WOW air hafi hætt rekstri. „Félagið flutt fjölmarga farþega um Keflavíkurflugvöll síðastliðin sjö ár og verið mikilvægur hlekkur í velgengni Keflavíkurflugvallar og uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi“, segir meðal annars.

Fram kemur að ljóst sé að brotthvarf WOW air mun hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar og mun Isavia á næstunni fara yfir hver þau áhrif kunni að verða. Starfsfólk Isavia á Keflavíkurflugvelli mun aðstoða farþega WOW air eftir bestu getu í dag og næstu daga.

Samkvæmt sumaráætlun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 eru yfir 36.374 brottfarir og komur áætlaðar í sumar frá 1. apríl fram til 31. október meðal 30 flugfélaga en þær brottfarir og komur sem tilheyrðu áætlunarflugi WOW air voru alls 6.981 talsins.

Voru áætluð umsvif WOW air í sumar því um 19.1% af áætlaðri heildarflugumferð um Keflavíkurflugvöll í sumar eða samtals um 16 brottfarir á vegum WOW air á dag frá Keflavík.  fréttir af handahófi

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

Sviffluga rakst á flugvél sem var með hana í togi í Kanada

29. júlí 2019

|

Tveir létust er svifflugvél rakst á flugvél sem var að toga hana á loft skammt frá flugklúbbi nálægt bænum Black Diamond í Alberta-ríki í Kanada fyrir helgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í