flugfréttir

Þreyta mjög algengt vandamál meðal evrópskra flugmanna

- Næturflug og óreglulegar vaktir talin aðalorsök þreytu

29. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Einnig kemur að flugmenn sem vakna mjög snemma, og eru að fljúga allan daginn, verða fyrir mikilli þreytu

Þreyta er mjög algengt vandamál meðal flugmanna í Evrópu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa birt.

Alls voru 24 flugfélög í Evrópu sem tóku þátt í rannsókninni, „Effectiveness of Flight Time Limitation (FTL)”, fyrir EASA og kemur fram að þreyta sé mjög algeng meðal evrópskra flugmanna og er meginorsökin rakin til næturflugs og óreglulegra vakta sem er ekki í samræmi við hvíldartíma sem kemur fram í reglugerðum um leyfilegan vinnutíma.

Samkvæmt reglugerðum EASA má fljúga án hvíldar ef brottför á sér stað frá kl. 11:00 til 12:45 fram yfir miðnætti með því skilyrði að flugmenn sé velvakandi á meðan á fluginu stendur en samkvæmt rannsókninni kemur í ljós að næturflug, óháð flugtíma, veldur gríðarlegri truflun á svefni hjá mörgum flugmönnum.

Þá kemur fram að óreglulegar vaktir, og þá sérstaklega á stuttum og meðallöngum flugferðum innan Evrópu, þar sem brottför er mjög snemma á morgnanna og flugmenn fljúga seint fram á kvöld, hafi mjög slæm áhrif á líkamsklukkuna og eykur líkurnar á þreytu á meðan á flugi stendur.

Eurocockpit, félag atvinnuflugmanna í Evrópu og SNPL, félag flugmanna í Frakklandi, hafa tjáð sig um niðurstöðurnar og segja þær alls ekki koma á óvart þar sem þúsundir flugmanna fljúga sambærilegar vaktir, daginn inn og daginn út milli evrópskra borga frá morgni til kvölds og einnig í næturflugi.

Þá eru mörg flugfélög sem fljúga langar flugferðir á einum degi, til að mynda frá Norðurlöndunum eða norðurhluta Evrópu og langt suðureftir í álfunni til áfangastaða á borð við Kanaríeyjar, og til baka án þess að hafa neina viðdvöl.

Vitnað er í niðurstöður úr könnun sem London School of Economics (LSE) lét framkvæma árið 2016 þar sem í ljós kom að helmingur allra flugmanna í Evrópu, sem tóku þátt í þeirri könnun, sögðust hafa upplifað það mikla þreytu að það mætti telja að það varði við flugöryggi.

Gitte Furdal Damm, mannauðssstjóri í flugiðnaðinum, segir að þrátt fyrir að þreyta meðal flugmanna, sé fyrirbæri sem er ekkert nýtt af nálinni, þá hafi það aldrei verið tekið föstum tökum almennilega í fluginu.

Þess má geta að samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) telur að þreyta meðal flugmanna eigi hlut að máli í 20% allra flugslysa.  fréttir af handahófi

Virgin mun hætta á Gatwick

5. maí 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að hætta allri starfsemi á Gatwick-flugvellinum í London og segja upp 3.150 starfsmönnum í kjölfarið.

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00