flugfréttir

Þreyta mjög algengt vandamál meðal evrópskra flugmanna

- Næturflug og óreglulegar vaktir talin aðalorsök þreytu

29. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Einnig kemur að flugmenn sem vakna mjög snemma, og eru að fljúga allan daginn, verða fyrir mikilli þreytu

Þreyta er mjög algengt vandamál meðal flugmanna í Evrópu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa birt.

Alls voru 24 flugfélög í Evrópu sem tóku þátt í rannsókninni, „Effectiveness of Flight Time Limitation (FTL)”, fyrir EASA og kemur fram að þreyta sé mjög algeng meðal evrópskra flugmanna og er meginorsökin rakin til næturflugs og óreglulegra vakta sem er ekki í samræmi við hvíldartíma sem kemur fram í reglugerðum um leyfilegan vinnutíma.

Samkvæmt reglugerðum EASA má fljúga án hvíldar ef brottför á sér stað frá kl. 11:00 til 12:45 fram yfir miðnætti með því skilyrði að flugmenn sé velvakandi á meðan á fluginu stendur en samkvæmt rannsókninni kemur í ljós að næturflug, óháð flugtíma, veldur gríðarlegri truflun á svefni hjá mörgum flugmönnum.

Þá kemur fram að óreglulegar vaktir, og þá sérstaklega á stuttum og meðallöngum flugferðum innan Evrópu, þar sem brottför er mjög snemma á morgnanna og flugmenn fljúga seint fram á kvöld, hafi mjög slæm áhrif á líkamsklukkuna og eykur líkurnar á þreytu á meðan á flugi stendur.

Eurocockpit, félag atvinnuflugmanna í Evrópu og SNPL, félag flugmanna í Frakklandi, hafa tjáð sig um niðurstöðurnar og segja þær alls ekki koma á óvart þar sem þúsundir flugmanna fljúga sambærilegar vaktir, daginn inn og daginn út milli evrópskra borga frá morgni til kvölds og einnig í næturflugi.

Þá eru mörg flugfélög sem fljúga langar flugferðir á einum degi, til að mynda frá Norðurlöndunum eða norðurhluta Evrópu og langt suðureftir í álfunni til áfangastaða á borð við Kanaríeyjar, og til baka án þess að hafa neina viðdvöl.

Vitnað er í niðurstöður úr könnun sem London School of Economics (LSE) lét framkvæma árið 2016 þar sem í ljós kom að helmingur allra flugmanna í Evrópu, sem tóku þátt í þeirri könnun, sögðust hafa upplifað það mikla þreytu að það mætti telja að það varði við flugöryggi.

Gitte Furdal Damm, mannauðssstjóri í flugiðnaðinum, segir að þrátt fyrir að þreyta meðal flugmanna, sé fyrirbæri sem er ekkert nýtt af nálinni, þá hafi það aldrei verið tekið föstum tökum almennilega í fluginu.

Þess má geta að samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) telur að þreyta meðal flugmanna eigi hlut að máli í 20% allra flugslysa.  fréttir af handahófi

Sagt að Airbus kynni A321XLR til leiks í næstu viku

13. júní 2019

|

Sagt er að Airbus ætli sér að kynna Airbus A321XLR formlega til leiks á flugsýningunni Paris Air Show sem hefst í næstu viku.

Tilkynning Isavia: Vegna komu tyrkneska landsliðsins til Íslands

10. júní 2019

|

Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta af komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til Ísland.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í