flugfréttir

Þreyta mjög algengt vandamál meðal evrópskra flugmanna

- Næturflug og óreglulegar vaktir talin aðalorsök þreytu

29. mars 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:08

Einnig kemur að flugmenn sem vakna mjög snemma, og eru að fljúga allan daginn, verða fyrir mikilli þreytu

Þreyta er mjög algengt vandamál meðal flugmanna í Evrópu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) hafa birt.

Alls voru 24 flugfélög í Evrópu sem tóku þátt í rannsókninni, „Effectiveness of Flight Time Limitation (FTL)”, fyrir EASA og kemur fram að þreyta sé mjög algeng meðal evrópskra flugmanna og er meginorsökin rakin til næturflugs og óreglulegra vakta sem er ekki í samræmi við hvíldartíma sem kemur fram í reglugerðum um leyfilegan vinnutíma.

Samkvæmt reglugerðum EASA má fljúga án hvíldar ef brottför á sér stað frá kl. 11:00 til 12:45 fram yfir miðnætti með því skilyrði að flugmenn sé velvakandi á meðan á fluginu stendur en samkvæmt rannsókninni kemur í ljós að næturflug, óháð flugtíma, veldur gríðarlegri truflun á svefni hjá mörgum flugmönnum.

Þá kemur fram að óreglulegar vaktir, og þá sérstaklega á stuttum og meðallöngum flugferðum innan Evrópu, þar sem brottför er mjög snemma á morgnanna og flugmenn fljúga seint fram á kvöld, hafi mjög slæm áhrif á líkamsklukkuna og eykur líkurnar á þreytu á meðan á flugi stendur.

Eurocockpit, félag atvinnuflugmanna í Evrópu og SNPL, félag flugmanna í Frakklandi, hafa tjáð sig um niðurstöðurnar og segja þær alls ekki koma á óvart þar sem þúsundir flugmanna fljúga sambærilegar vaktir, daginn inn og daginn út milli evrópskra borga frá morgni til kvölds og einnig í næturflugi.

Þá eru mörg flugfélög sem fljúga langar flugferðir á einum degi, til að mynda frá Norðurlöndunum eða norðurhluta Evrópu og langt suðureftir í álfunni til áfangastaða á borð við Kanaríeyjar, og til baka án þess að hafa neina viðdvöl.

Vitnað er í niðurstöður úr könnun sem London School of Economics (LSE) lét framkvæma árið 2016 þar sem í ljós kom að helmingur allra flugmanna í Evrópu, sem tóku þátt í þeirri könnun, sögðust hafa upplifað það mikla þreytu að það mætti telja að það varði við flugöryggi.

Gitte Furdal Damm, mannauðssstjóri í flugiðnaðinum, segir að þrátt fyrir að þreyta meðal flugmanna, sé fyrirbæri sem er ekkert nýtt af nálinni, þá hafi það aldrei verið tekið föstum tökum almennilega í fluginu.

Þess má geta að samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) telur að þreyta meðal flugmanna eigi hlut að máli í 20% allra flugslysa.  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

27. maí 2019

|

Hollenska flugfélagið Transavia flaug í dag sitt fyrsta flug til Akureyrar en félagið flýgur hingað frá Rotterdam og er flugið á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel.

Ilyushin Il-112V flýgur jómfrúarflugið

1. apríl 2019

|

Rússar flugu sl. laugardag Ilyushin Il-112V flugvélinni sem er fyrsta herflutningaflugvélin sem Rússar hafa framleitt eftir fall Sovíetríkjanna.

Annað dótturfélag Avianca hættir rekstri

10. júní 2019

|

Avianca Argentina hefur hætt starfsemi sinni í bili og er þetta annað dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca til að hætta rekstri á eftir Avianca Brasil.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00