flugfréttir

Smíðaði sína eigin flugvél en var handtekinn eftir fyrsta flugið

- Vissi ekki að það væru sérstök lög og reglugerðir um loftför

1. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:44

Fram kemur að Fayaz hafi ekki vitað að það væru lög og reglugerðir sem gilda um flugvélar og önnur loftför

Lögreglan í Pakistan handtók í dag pakistanskan karlmann sem var nýlentur eftir að hafa flogið sitt fyrsta flug á flugvél sem hann hafði smíðað sjálfur og hannað frá grunni.

Lögreglan fékk tilkynningu um að karlmaður í smábænum Arifwala, í um 160 kílómetra suður af borginni Lahore, hafði smíðað flugvél og var sagt að hann ætlaði að gera tilraun til að vita hvort hún gæti flogið.

Maðurinn, Fayaz að nafni, var ákærður fyrir að hafa smíðað flugvél án leyfis en hann sagði við yfirheyrslu að hann hefði selt jörð sem hann átti og varið fénu til þess að hanna og smíða sína eigin flugvél þar sem draumur hans var að fljúga.

Flugvélin sem Fayaz hafði smíðað sjálfur

Um hundruði íbúar í þorpinu voru samankomnir til þess að sjá Fayaz fljúga flugvélinni í fyrsta sinn en einhver í hópnum hafði hringt á lögregluna sem var fljót á staðinn og til að stoppa mannin af en hann hafði þá náð að fljúga örstutta vegalend.

Flugvélin sem Fayaz hafði smíðað er mjög lítil, á stærð við fis, en lögreglan lagði hald á hana og setti upp á kerru sem var dregin niður á lögreglustöð á dráttarvél.

Fram kemur að Fayaz hafi verið miður sín og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að það væru viss lög og reglugerðir varðandi flugvélar sem heyra undir flugmálayfirvöld í Pakistan. Maðurinn var frjáls ferða sinna skömmu síðar gegn tryggingargjaldi.  fréttir af handahófi

Icelandair mun ekki fljúga til Cleveland í sumar

27. mars 2019

|

Icelandair mun ekki halda áfram að fljúga til bandarísku borgarinnar Cleveland í Ohio en fyrsta flugið þangað var flogið þann 17. maí í fyrra.

Adria Airways riftir samningi um kaup á Superjet-þotum

4. apríl 2019

|

Slóvenska flugfélagið Adria Airways hefur slitið viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um kaup á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX í júní

4. maí 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu ekki fljúga á ný í júní eins og vonast var til þar sem kyrrsetning flugvélanna mun að öllum líkindum dragast á langinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00