flugfréttir
Birta bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins í Eþíópíu
- „Flugmennirnir fylgdu réttum fyrirmælum við neyðarviðbrögðum frá Boeing“

Boeing 737 MAX þota Ethiopian Airlines
Stjórnvöld í Eþíópíu kynntu í morgun bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa þann 10. mars.
Það var samgönguráðherra landsins sem kynnti skýrsluna og kemur fram að flugmenn vélarinnar hafi farið eftir
réttum verklagsferlum frá Boeing er kemur að neyðarviðbrögðum og á það einnig við varðandi kerfi sem þeir
aftengdu ítrekað en fram kemur að kerfið tók sífellt aftur yfir þrátt fyrir tilraunir flugmannana til þess að ná handstýra
flugvélinni án kerfisins.
MCAS-kerfið var ekki tekið sérstaklega fram í skýrslunni en í skýrslunni segir að flugmönnunum hafi ekki tekist að forða flugvélinni frá því steypast með nefið niður á við þar sem kerfið greip sífellt inn í og vann á móti tilraun þeirra til þess að ná tökum á stjórn vélarinnar. Frekar iniðurstöður varðandi ítarlega greiningu á slysinu mun liggja fyrir síðar þar sem sérfræðingar og rannsóknaraðilar
eru enn að rannsaka slysið.
Meginorsök slyssins liggur enn ekki fyrir og er talið að rannsóknin muni standa yfir í nokkra mánuði. Tekið var fram
að lofthæfisvottun flugvélarinnar hafi verið í lagi, flugmennirnir hafi verið hæfir á flugvélategundina og þjálfaðir samkvæmt
reglugerðum og hafi þeir fylgt öllum fyrirmælum og verklagsreglum frá Boeing.
Í bráðabirgðarskýrslunni er flugvélaframleiðandinn hvattur til þess að stjórnkerfi Boeing 737 MAX þotunnar séu endurskoðuð
og lagfært áður en vélarnar fá leyfi til þess að hefja sig til lofts á ný.
Tewolde Gebremariam, framkvæmdarstjóri Ethiopian Airlines, segir að allir starfsmenn flugfélagsins séu enn að ganga
í gegnum mikla sorg í kjölfar slyssins og segist hann vera stoltur af flugmönnum vélarinnar sem reyndu sitt besta til þess
að ná stjórn á flugvélinni alveg fram á síðustu stund.


23. nóvember 2020
|
Innviðaráðuneyti Hollands hefur kynnt herferð og niðurstöður úr rannsókn sem er ætlað að hvetja almenning til þess að taka lestir frekar en flug er kemur að samgöngum á styttri vegalengdum innan Evróp

18. nóvember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa aflétt flugbanni Boeing 737 MAX þotunnar með endurútgáfu á flughæfnisvottun vélarinnar eftir 20 mánaða kyrrsetningu.

24. nóvember 2020
|
Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.