flugfréttir

Örlög Jet Airways gætu ráðist á næstu dögum

- Flugvélaleigur fara fram á kyrrsetningu og vilja þotur félagsins í sínar hendur

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Airbus A330 breiðþotur Jet Airways

Jet Airways, næststærsta flugfélag Indlands, er sagt vera á barmi gjaldþrots eftir að alls sex flugvélaleigur hafa farið formlega fram á kyrrsetningu á farþegaþotum félagsins.

Rekstur Jet Airways hefur gengið mjög erfiðlega upp á síðkastið og hefur staða félagsins hríðversnað með hverjum mánuðinum og hafa fleiri og fleiri þotur félagsins verið kyrrsettar.

Hópur indverskra banka, sem eiga stærstan hlut í Jet Airways, reynir nú allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Jet Airways sem skuldar á annað hundrað milljarða króna í ógreidda eldsneytisreikninga, vangoldinna lendingargjalda auk leigugjalda af flugvélunum.

Jet Airways þarf 17 milljarða króna til þess að geta haldið áfram rekstri og hefur stjórn félagsins frest fram til 10. apríl til þess að ná að selja 75% hlut í félaginu en áhugasamir og fjársterkir aðilar hafa enn ekki fundist.

Skulda 142 miilljarða króna og starfsmenn hafa ekki fengið laun í mánuð

Naresh Goyal, stofnandi Jet Airways, hefur vikið úr forstjórastólnum en hann hefur minnkað eignarhlut sinn niður í 25 prósent en fyrirtækin KKR, Blackstone og TPG Capital eiga 50% í félaginu auk Etihad Airways sem á 12 prósent.

Starfsmaður á Chhatrapati Shivaji Maharaj flugvellinum í Mumbai hylur glugga flugstjórnarklefans á Boeing 737 þotu Jet Airways sem hefur verið kyrrsett

Um 100 flugvélar af þeim 119 sem eru í flota félagsins eru í eigu fyrirtækja á borð við MC Aviation Partners, Avolon, GE Capital Aviation Services og AerCap Holdings sem hafa farið fram á kyrrsetningu á 3/4 hluta flugflotans og hefur verið send beiðni um að stór hluti flugvélanna verði afskráðar og þær settar á erlenda skráningu svo hægt sé að ferja þær frá Indlandi.

Heildarskuldir Jet Airways nálgast nú 142 milljarða króna og hefur enginn starfsmaður hjá félaginu fengið greidd laun síðan í mars og á það einnig við áhafnir.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin að grípa inn í ef allt fer á versta veg og slaka á þeim kröfum er kemur að greiðslu til indverska ríkisins þar sem þúsundir starfa er í húfi.

Jet Airways er annað stærsta flugfélag Indlands á eftir IndiGo og hefur félagið 119 flugvélar í flota sínum sem fljúga til 52 áfangastaða á Indlandi og í Asíu en félagið flýgur einnig til borga í Evrópu, Afríku og til fjögurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada.  fréttir af handahófi

Söguganga um Öskjuhlíð og Nauthólsvík með Friðþóri Eydal

24. maí 2019

|

Næstkomandi þriðjudag mun almenningi, flugáhugafólki og þeim sem gaman hafa af sögu hersetunnar og sögu Reykjavíkurflugvallar, bjóðast einstakt tækifæri á að fræðast um sögu flugvallarins í fræðslug

Júmbó-fraktþota Cargolux lent í Keflavík með mjaldrana

19. júní 2019

|

Boeing 747-400ERF vöruflutningaflugvél frá Cargolux lenti á Keflavíkurflugvelli núna klukkan 13:40 eftir langt næturflug frá Shanghai í Kína en um borð eru mjaldrarnir tveir, Little Grey og Little W

Skoða nýja framleiðsluálmu fyrir A321neo þotuna

2. ágúst 2019

|

Airbus skoðar nú þann möguleika að koma upp nýrri framleiðslulínu sem væri eingöngu tileinkuð lokasamsetningu á Airbus A321neo þotunni en til greina kemur að koma þeirri línu upp þar sem risaþotan A

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í