flugfréttir

Örlög Jet Airways gætu ráðist á næstu dögum

- Flugvélaleigur fara fram á kyrrsetningu og vilja þotur félagsins í sínar hendur

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Airbus A330 breiðþotur Jet Airways

Jet Airways, næststærsta flugfélag Indlands, er sagt vera á barmi gjaldþrots eftir að alls sex flugvélaleigur hafa farið formlega fram á kyrrsetningu á farþegaþotum félagsins.

Rekstur Jet Airways hefur gengið mjög erfiðlega upp á síðkastið og hefur staða félagsins hríðversnað með hverjum mánuðinum og hafa fleiri og fleiri þotur félagsins verið kyrrsettar.

Hópur indverskra banka, sem eiga stærstan hlut í Jet Airways, reynir nú allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Jet Airways sem skuldar á annað hundrað milljarða króna í ógreidda eldsneytisreikninga, vangoldinna lendingargjalda auk leigugjalda af flugvélunum.

Jet Airways þarf 17 milljarða króna til þess að geta haldið áfram rekstri og hefur stjórn félagsins frest fram til 10. apríl til þess að ná að selja 75% hlut í félaginu en áhugasamir og fjársterkir aðilar hafa enn ekki fundist.

Skulda 142 miilljarða króna og starfsmenn hafa ekki fengið laun í mánuð

Naresh Goyal, stofnandi Jet Airways, hefur vikið úr forstjórastólnum en hann hefur minnkað eignarhlut sinn niður í 25 prósent en fyrirtækin KKR, Blackstone og TPG Capital eiga 50% í félaginu auk Etihad Airways sem á 12 prósent.

Starfsmaður á Chhatrapati Shivaji Maharaj flugvellinum í Mumbai hylur glugga flugstjórnarklefans á Boeing 737 þotu Jet Airways sem hefur verið kyrrsett

Um 100 flugvélar af þeim 119 sem eru í flota félagsins eru í eigu fyrirtækja á borð við MC Aviation Partners, Avolon, GE Capital Aviation Services og AerCap Holdings sem hafa farið fram á kyrrsetningu á 3/4 hluta flugflotans og hefur verið send beiðni um að stór hluti flugvélanna verði afskráðar og þær settar á erlenda skráningu svo hægt sé að ferja þær frá Indlandi.

Heildarskuldir Jet Airways nálgast nú 142 milljarða króna og hefur enginn starfsmaður hjá félaginu fengið greidd laun síðan í mars og á það einnig við áhafnir.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin að grípa inn í ef allt fer á versta veg og slaka á þeim kröfum er kemur að greiðslu til indverska ríkisins þar sem þúsundir starfa er í húfi.

Jet Airways er annað stærsta flugfélag Indlands á eftir IndiGo og hefur félagið 119 flugvélar í flota sínum sem fljúga til 52 áfangastaða á Indlandi og í Asíu en félagið flýgur einnig til borga í Evrópu, Afríku og til fjögurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada.  fréttir af handahófi

Lufthansa í viðræðum um aðstoð upp á 1.432 milljarða

7. maí 2020

|

Lufthansa á nú í viðræðum við þýska ríkið um opinbera aðstoð í formi „stöðugleikapakka“ upp á 9 milljarða evra til þess að tryggja framtíð félagsins en sú upphæð samsvarar 1.432 milljörðum króna.

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

GECAS hættir við pöntun í 69 Boeing 737 MAX þotur

17. apríl 2020

|

Flugvélaleigan GECAS hefur hætt við pöntun í 69 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og er ástæðan sögð vera vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á flugiðnaðinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00