flugfréttir

Örlög Jet Airways gætu ráðist á næstu dögum

- Flugvélaleigur fara fram á kyrrsetningu og vilja þotur félagsins í sínar hendur

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:27

Airbus A330 breiðþotur Jet Airways

Jet Airways, næststærsta flugfélag Indlands, er sagt vera á barmi gjaldþrots eftir að alls sex flugvélaleigur hafa farið formlega fram á kyrrsetningu á farþegaþotum félagsins.

Rekstur Jet Airways hefur gengið mjög erfiðlega upp á síðkastið og hefur staða félagsins hríðversnað með hverjum mánuðinum og hafa fleiri og fleiri þotur félagsins verið kyrrsettar.

Hópur indverskra banka, sem eiga stærstan hlut í Jet Airways, reynir nú allt sem hægt er til þess að bjarga rekstri Jet Airways sem skuldar á annað hundrað milljarða króna í ógreidda eldsneytisreikninga, vangoldinna lendingargjalda auk leigugjalda af flugvélunum.

Jet Airways þarf 17 milljarða króna til þess að geta haldið áfram rekstri og hefur stjórn félagsins frest fram til 10. apríl til þess að ná að selja 75% hlut í félaginu en áhugasamir og fjársterkir aðilar hafa enn ekki fundist.

Skulda 142 miilljarða króna og starfsmenn hafa ekki fengið laun í mánuð

Naresh Goyal, stofnandi Jet Airways, hefur vikið úr forstjórastólnum en hann hefur minnkað eignarhlut sinn niður í 25 prósent en fyrirtækin KKR, Blackstone og TPG Capital eiga 50% í félaginu auk Etihad Airways sem á 12 prósent.

Starfsmaður á Chhatrapati Shivaji Maharaj flugvellinum í Mumbai hylur glugga flugstjórnarklefans á Boeing 737 þotu Jet Airways sem hefur verið kyrrsett

Um 100 flugvélar af þeim 119 sem eru í flota félagsins eru í eigu fyrirtækja á borð við MC Aviation Partners, Avolon, GE Capital Aviation Services og AerCap Holdings sem hafa farið fram á kyrrsetningu á 3/4 hluta flugflotans og hefur verið send beiðni um að stór hluti flugvélanna verði afskráðar og þær settar á erlenda skráningu svo hægt sé að ferja þær frá Indlandi.

Heildarskuldir Jet Airways nálgast nú 142 milljarða króna og hefur enginn starfsmaður hjá félaginu fengið greidd laun síðan í mars og á það einnig við áhafnir.

Fram kemur að ríkisstjórn Indlands sé tilbúin að grípa inn í ef allt fer á versta veg og slaka á þeim kröfum er kemur að greiðslu til indverska ríkisins þar sem þúsundir starfa er í húfi.

Jet Airways er annað stærsta flugfélag Indlands á eftir IndiGo og hefur félagið 119 flugvélar í flota sínum sem fljúga til 52 áfangastaða á Indlandi og í Asíu en félagið flýgur einnig til borga í Evrópu, Afríku og til fjögurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga