flugfréttir

Flugvél föst upp í tré í Hollandi

- Voru að æfa viðbrögð við mótormissi og misstu mótor

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:06

Flugvélin var enn föst í trénu nú undir kvöld en slökkvilið náð að bjarga tveimur mönnum úr flugvélinni

Óvenjulegt atvik átti sér stað nálægt Hilversum-flugvellinum í Hollandi í dag er lítil flugvél missti mótor yfir skógi og kom niður í tré og endaði föst í trjágreinum í 10 metra hæð.

Um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni TL Ultralight TL-3000 Sirius, var flugkennari og nemandi hans og voru þeir að æfa neyðarviðbrögð við mótormissi þegar hlutirnir fóru á annan veg en áætlað var.

Flugneminn og flugkennarinn ákváðu að hreyfa sig sem minnst eftir að flugvélin endaði í trénu af ótta við að trjágreinarnar myndu brotna og vélin falla til jarðar.

Slökkvilið mætti á staðinn með stigabíl auk sjúkraþyrlu og náðist að bjarga báðum úr flugvélinni en þeir voru hundvotir í flugvélabensíni þar sem tankur flugvélarinnar fór að leka eftir að vélin skall á trénu.

„Þetta er soldið mikið áfall. Þetta hefur aldrei áður gerst með neina flugvél frá okkur“, segir talsmaður flugklúbbsins Dwarf Powered Gliders í bænum Hilversum.

Slökkvilið að störfum við að ná flugkennaranum og nemanda hans úr flugvélinni

Fram kemur að flugvélin hafi verið tiltölulega nýfarin í loftið frá flugvellinum þegar upp komu gangtruflanir í mótornum þegar flugkennarinn undirbjó nemandann fyrir neyðarviðbrögð við mótormissi.

Bæði flugkennarinn og nemandi hans sluppu með skrekkinn en annar þeirra var útskrifaður af sjúkrahúsi skömmu eftir atvikið á meðan hinn var lengur í læknisskoðun.

Flugvélin var enn föst upp í trénu nú undir kvöld en nokkurn tíma tók að bjarga mönnunum úr flugvélinni þar sem erfitt var fyrir körfubíl að komast að vettvangi í miðjum skóginum.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Rússar vonast til að PIA í Pakistan panti Superjet-þotuna

16. desember 2019

|

Sukhoi gæti mögulega fengið nýja pöntun í Sukhoi Superjet SSJ100 farþegaþotuna á næstunni en pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) er sagt vera að íhuga að panta allt að sext

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

Air India mun leggjast af ef ekki næst að einkavæða félagið

29. nóvember 2019

|

Air India mun neyðast til þess að hætta rekstri ef næstu tilraunir til þess að einkavæða ríkisflugfélagið ná ekki fram að ganga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00