flugfréttir

Flugvél föst upp í tré í Hollandi

- Voru að æfa viðbrögð við mótormissi og misstu mótor

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:06

Flugvélin var enn föst í trénu nú undir kvöld en slökkvilið náð að bjarga tveimur mönnum úr flugvélinni

Óvenjulegt atvik átti sér stað nálægt Hilversum-flugvellinum í Hollandi í dag er lítil flugvél missti mótor yfir skógi og kom niður í tré og endaði föst í trjágreinum í 10 metra hæð.

Um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni TL Ultralight TL-3000 Sirius, var flugkennari og nemandi hans og voru þeir að æfa neyðarviðbrögð við mótormissi þegar hlutirnir fóru á annan veg en áætlað var.

Flugneminn og flugkennarinn ákváðu að hreyfa sig sem minnst eftir að flugvélin endaði í trénu af ótta við að trjágreinarnar myndu brotna og vélin falla til jarðar.

Slökkvilið mætti á staðinn með stigabíl auk sjúkraþyrlu og náðist að bjarga báðum úr flugvélinni en þeir voru hundvotir í flugvélabensíni þar sem tankur flugvélarinnar fór að leka eftir að vélin skall á trénu.

„Þetta er soldið mikið áfall. Þetta hefur aldrei áður gerst með neina flugvél frá okkur“, segir talsmaður flugklúbbsins Dwarf Powered Gliders í bænum Hilversum.

Slökkvilið að störfum við að ná flugkennaranum og nemanda hans úr flugvélinni

Fram kemur að flugvélin hafi verið tiltölulega nýfarin í loftið frá flugvellinum þegar upp komu gangtruflanir í mótornum þegar flugkennarinn undirbjó nemandann fyrir neyðarviðbrögð við mótormissi.

Bæði flugkennarinn og nemandi hans sluppu með skrekkinn en annar þeirra var útskrifaður af sjúkrahúsi skömmu eftir atvikið á meðan hinn var lengur í læknisskoðun.

Flugvélin var enn föst upp í trénu nú undir kvöld en nokkurn tíma tók að bjarga mönnunum úr flugvélinni þar sem erfitt var fyrir körfubíl að komast að vettvangi í miðjum skóginum.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Fyrsta flug Norwegian til Ríó

6. apríl 2019

|

Norwegian flaug í vikunni sitt fyrsta áætlunarflug til Ríó í Brasilíu en félagið flýgur frá Gatwick-flugvelli til Galeao-flugvallarins í Rio de Janeiro.

Airbus íhugar að smíða A330neo einnig í Kína

4. mars 2019

|

Airbus segir að til greina komi að hefja framleiðslu á Airbus A330neo breiðþotunni í Kína en fréttirnar koma rétt eftir að Rolls-Royce tilkynnti að til stæði að hefja framleiðslu á þotuhreyflum í kínv

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00