flugfréttir

Flugvél föst upp í tré í Hollandi

- Voru að æfa viðbrögð við mótormissi og misstu mótor

8. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:06

Flugvélin var enn föst í trénu nú undir kvöld en slökkvilið náð að bjarga tveimur mönnum úr flugvélinni

Óvenjulegt atvik átti sér stað nálægt Hilversum-flugvellinum í Hollandi í dag er lítil flugvél missti mótor yfir skógi og kom niður í tré og endaði föst í trjágreinum í 10 metra hæð.

Um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni TL Ultralight TL-3000 Sirius, var flugkennari og nemandi hans og voru þeir að æfa neyðarviðbrögð við mótormissi þegar hlutirnir fóru á annan veg en áætlað var.

Flugneminn og flugkennarinn ákváðu að hreyfa sig sem minnst eftir að flugvélin endaði í trénu af ótta við að trjágreinarnar myndu brotna og vélin falla til jarðar.

Slökkvilið mætti á staðinn með stigabíl auk sjúkraþyrlu og náðist að bjarga báðum úr flugvélinni en þeir voru hundvotir í flugvélabensíni þar sem tankur flugvélarinnar fór að leka eftir að vélin skall á trénu.

„Þetta er soldið mikið áfall. Þetta hefur aldrei áður gerst með neina flugvél frá okkur“, segir talsmaður flugklúbbsins Dwarf Powered Gliders í bænum Hilversum.

Slökkvilið að störfum við að ná flugkennaranum og nemanda hans úr flugvélinni

Fram kemur að flugvélin hafi verið tiltölulega nýfarin í loftið frá flugvellinum þegar upp komu gangtruflanir í mótornum þegar flugkennarinn undirbjó nemandann fyrir neyðarviðbrögð við mótormissi.

Bæði flugkennarinn og nemandi hans sluppu með skrekkinn en annar þeirra var útskrifaður af sjúkrahúsi skömmu eftir atvikið á meðan hinn var lengur í læknisskoðun.

Flugvélin var enn föst upp í trénu nú undir kvöld en nokkurn tíma tók að bjarga mönnunum úr flugvélinni þar sem erfitt var fyrir körfubíl að komast að vettvangi í miðjum skóginum.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Freista þess að láta IAG hætta við Boeing og taka frekar Airbus

21. júní 2019

|

Airbus er sagt ætla að reyna að bjóða International Airlines Group (IAG), móðurfélagi British Airways, betri samning en þann sem flugfélagasamsteypan gerði við Boeing sl. þriðjudag er undirritað var

Airbus fær pöntun í 50 A321XLR þotur frá Indigo Partners

19. júní 2019

|

Bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefur lagt inn pöntun til Airbus í fimmtíu Airbus A321XLR þotur sem munu fara í flota þriggja flugfélaga í eigu Indigo Partners.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta