flugfréttir

United skoðar Airbus A321XLR sem staðgengil Boeing 757

9. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:50

Boeing 757-200 þota United Airlines

United Airlines segir að til greina komi að velja Airbus A321XLR til þess að leysa af hólmi Boeing 757 en A321XLR er ný og langdrægari útgáfa af A321LR þotunni sem Airbus stefnir á að vera komið með á markaðinn um miðjan þriðja áratuginn.

United skoðar þann möguleika á að nota A321XLR til þess að skipta út stórum hluta af Boeing 757 og Boeing 767 þotunum í flota sínum en félagið hefur 127 slíkar flugvélar en einhverjar vélum verður skipt út fyrir Boeing 737 MAX og Dreamliner-þotum.

Félagið hefur hinsvegar 30 til 40 flugvélar af gerðinni Boeing 757 og 767 sem ekki er búið að ákveða staðgengil fyrir en fyrirhuguð framtíðarflugvél Boeing, sem talið er að muni verða Boeing 797, hefur komið til greina auk Airbus A321XLR.

Nokkur bandarísk flugfélög hafa staðið frammi fyrir því að þurfa að vanda val sitt er kemur að því að skipta út sínum Boeing 757 og 767 þotum en American Airlines hefur til að mynda valið að panta Boeing 787 á meðan Delta Air Lines hefur pantað Airbus A330-900 til þess að leysa af hólmi Boeing 767.

Airbus segir að A321XLR verði með 1.300 km lengra flugdrægi heldur en A321LR en með viðbótareldsneytistönkum mun hún geta flogið alls 8.300 kílómetra í beinu flugi sem samsvarar flugi frá Keflavíkurflugvelli til Mumbai á Indlandi eða frá London til Peking.

Airbus hefur verið að bíða eftir að Boeing taki af skarið varðandi Boeing 797 en eftir það þá ætlar Airbus að taka ákvörðun varðandi Airbus A321XLR og hrinda henni þá í framkvæmd sem samkeppnisflugvél Boeing 797 en talið er að Airbus yrði mun fyrri til að koma með A321XLR á markaðinn.  fréttir af handahófi

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Qatar Airways vonast til að fá fyrsta eintakið af Boeing 777X

27. mars 2019

|

Qatar Airways segist vonast til þess að félagið verði fyrst allra flugfélaga í heimi til þess að fljúga nýju Boeing 777X þotunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Boeing 737 MAX í ferjuflugi fékk ekki að fljúga yfir Þýskaland

12. júní 2019

|

Áhöfn á Boeing 737 MAX þotu frá Norwegian, sem verið var að ferja frá Malaga á Spáni til Stokkhólm, neyddist til þess að lenda í Frakklandi þar sem flugmálayfirvöld í Þýskalandi meinuðu vélinni að fl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00