flugfréttir

United skoðar Airbus A321XLR sem staðgengil Boeing 757

9. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:50

Boeing 757-200 þota United Airlines

United Airlines segir að til greina komi að velja Airbus A321XLR til þess að leysa af hólmi Boeing 757 en A321XLR er ný og langdrægari útgáfa af A321LR þotunni sem Airbus stefnir á að vera komið með á markaðinn um miðjan þriðja áratuginn.

United skoðar þann möguleika á að nota A321XLR til þess að skipta út stórum hluta af Boeing 757 og Boeing 767 þotunum í flota sínum en félagið hefur 127 slíkar flugvélar en einhverjar vélum verður skipt út fyrir Boeing 737 MAX og Dreamliner-þotum.

Félagið hefur hinsvegar 30 til 40 flugvélar af gerðinni Boeing 757 og 767 sem ekki er búið að ákveða staðgengil fyrir en fyrirhuguð framtíðarflugvél Boeing, sem talið er að muni verða Boeing 797, hefur komið til greina auk Airbus A321XLR.

Nokkur bandarísk flugfélög hafa staðið frammi fyrir því að þurfa að vanda val sitt er kemur að því að skipta út sínum Boeing 757 og 767 þotum en American Airlines hefur til að mynda valið að panta Boeing 787 á meðan Delta Air Lines hefur pantað Airbus A330-900 til þess að leysa af hólmi Boeing 767.

Airbus segir að A321XLR verði með 1.300 km lengra flugdrægi heldur en A321LR en með viðbótareldsneytistönkum mun hún geta flogið alls 8.300 kílómetra í beinu flugi sem samsvarar flugi frá Keflavíkurflugvelli til Mumbai á Indlandi eða frá London til Peking.

Airbus hefur verið að bíða eftir að Boeing taki af skarið varðandi Boeing 797 en eftir það þá ætlar Airbus að taka ákvörðun varðandi Airbus A321XLR og hrinda henni þá í framkvæmd sem samkeppnisflugvél Boeing 797 en talið er að Airbus yrði mun fyrri til að koma með A321XLR á markaðinn.  fréttir af handahófi

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Condor sækir um lán til þýska ríkisins

23. september 2019

|

Starfsemi þýska flugfélagsins Condor er enn í gangi og hefur flugáætlun þess félags ekki raskast þrátt fyrir gjaldþrot Thomas Cook en Condor er 49 prósent í eigu Thomas Cook.

Á von á því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný í nóvember

12. september 2019

|

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, segist eiga von á því að flugfélög vestanhafs muni geta farið að fljúga Boeing 737 MAX þotunum á ný í nóvember.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.