flugfréttir
Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar
- Stærsta pöntun sem gerð hefur verið í rafmagnsflugvélar á einu bretti

Sun Flyer 2 rafmagnsflugvélin
Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.
Þetta er stærsta pöntun sem gerð hefur verið á einu bretti í rafmagnsflugvélar að sögn Espen Høiby, framkvæmdarstjóra OSM Aviation, sem telur
nauðsynlegt að flugiðnaðurinn fari að taka skref í átt að vistvænni flugvélum.
eFlyer flugvélin, sem einnig er þekkt sem Sun Flyer 2, er tveggja sæta rafmagnsflugvél sem framleidd er
af Bye Aerospace í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur verksmiðjur og höfuðstöðvar í Colorado í Bandaríkjunum.

Rekstarkostnaður við eina eFlyer 2 flugvél verður um 2.300 krónur á tímann
Flugvélin er knúin áfram með 80 kílówatta rafmagnsmótor sem vegur 20 kíló og kemur flugvélin
með lithium-ion rafhlöðum og er mótirinn því allt að 90 kílóum léttari en hreyfill í núverandi kennsluflugvélum.
Rekstrarkostnaður flugvélanna mun lækka fimmfalt en að reka kennsluflugvél á borð við Cessna Skyhawk er um 13.000 krónur á tímann en að reka eFlyer 2 flugvélina mun kosta aðeins 2.300 krónur á tímann.

Frá undirritun samningsins sem fram fór á AERO-flugsýningunni í Friedrichshafen
eFlyer 2 er enn að ganga í gegnum prófanir en eitt eintak af slíkri flugvél frá Bye Aerospace kostar samkvæmt listaverði
um 41 milljón króna en fyrsta eintakið verður afhent fyrir lok ársins 2021.
OSM Aviation í Noregi hefur tuttugu kennsluvélar í flotanum í dag en flugskólinn mun nota pöntunina til að skipta út
flugvélum sem ganga fyrir hefðbundnu eldsneyti og einnig þrefalda fjölda kennsluvéla með pöntuninni.


16. september 2019
|
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sektað Japan Airlines um 37 milljónir króna vegna tveggja seinkana þar sem farþegar þurftu að bíða í meira en fjórar klukkustundir inni í flugvélum félagsins áðu

24. október 2019
|
Norwegian hefur gert samning við kínverska bankann China Construction Bank Leasing um samstarf vegna fjármögnunar á 27 Airbus A320neo þotum sem félagið á að fá afhentar frá og með næsta ári.

27. september 2019
|
Svo gæti verið að í náinni framtíð muni koma á markað fraktflugvélar sem búa yfir þeirri tækni að aðeins verður þörf á einum flugmanni í stjórnklefanum í sambærilegum flokki og flugvélar sem í dag kr

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.