flugfréttir

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

- JATR-nefndin samanstendur af flugmálayfirvöldum frá mörgum löndum

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:49

Meira en mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottunar áður en flugvélin fær grænt ljós til að hefja sig á loft á ný.

Nefndin, sem kallast Joint Authorities Technical Review (JATR), samanstendur af aðilum frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA), Kína, Eþíópíu og Indónesíu en þá hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Singapore og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum slegist í hópinn.

JATR var stofnað þann 2. apríl sl. af bandarískum flugmálayfirvöldum og segir í tilkynningu að nefndin muni framkvæma alhliða endurskoðun á sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737 MAX þotunnar auk þess sem nefndin mun meta þær breytingar sem gerðar hafa verið en Boeing segist hafa unnið að breytingum á MCAS-kerfinu frá því í haust í kjölfar fyrra flugslyssins hjá Lion Air og voru þær breytingar langt á veg komnar er seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu þann 10. mars sl.

Í marsmánuði tilkynnti Boeing um að uppfærslan á MCAS-kerfinu væri tilbúin en á síðustu vikum hafa farið fram um 100 prófanir á flugvélinni eftir breytingarnar en JATR-nefndin ætlar einnig að fylgjast með þjálfunarhlutanum og meta viðbrögð og árangur flugmanna sem eiga eftir að prófa uppfærða kerfið.

Um 100 prófanir hafa farið fram með Boeing 737 MAX með nýju uppfærslunni sem Boeing segir að sé tilbúið

Nefndin mun vega og meta framhaldið og hið flókna vottunarferli sem tekur við og reyna koma auga á hvaða atriði mætti betur fara sem gæti krafist frekari breytingar síðar meir.

Yfirmaður JATR er Christopher Hart, fyrrum yfirmaður samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB), en hann segir að mikil þörf var á því að koma á sameiginlegu eftirliti og einróma viðbragðsaðgerum er kemur að rannsókninni á Boeing 737 MAX málinu þar sem sem flugvélin hefur verið að fljúga út um allan heim og snertir allar þær þjóðir sem hafa þessa flugvélategund í flota sínum.

„Að stofna slíka alþjóðlega nefnd út af einu sérstöku tilviki kann að hljóma undarlega þar sem fyrrum rannsóknir hafa aðeins farið fram undir handleiðslu bandarískra flugmálayfirvalda“, segir Hart en starfshættir bandarískra flugmálayfirvalda hafa verið gagnrýndir í kjölfar málsins og er talið að samvinna FAA og Boeing hafi verið of náin og hafi haft áhrif á eftirlit með öryggismálum í vottunarferli vélarinnar.

JATR-nefndin mun koma saman í fyrsta sinn á fundi síðar í þessum mánuði og er talið að sú rannsóknarvinna sem framundan er muni taka um 3 mánuði sem lýkur með birtingu á mati vegna Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Hætt við áform um stofnun nýs flugfélags fyrir Slóveníu

19. desember 2019

|

Ríkisstjórnin í Slóveníu segist hafa gefist upp á því að reyna að koma á fót nýju flugfélagi til að fylla það skarð sem Adria Airways skildi eftir sig.

Tvö flugfélög aflýsa flugi til Íraks

6. janúar 2020

|

Tvö flugfélög, Gulf Air og Royal Jordanian Airlines, hafa fellt niður allt áætlunarflug til Íraks í kjölfar ástandsins í landinu í kjölfar árásar bandaríska hersins á bílalest í Baghdad þar sem einn

Flugu yfir 21.000 flugferðir með ranga jafnvægisútreikninga

13. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sektað bandaríska flugfélagið Southwest Airlines fyrir að hafa framkvæmt ranga jafnvægis- og þyngdarútreiknina fyrir yfir 21.000 flugferðir sem félagið flaug á t

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

Höfða mál gegn Boeing vegna kaupa á 737 MAX einkaþotum

14. febrúar 2020

|

Tvö fyrirtæki sem pöntuðu einkaþotuútgáfur af Boeing 737 MAX þotunum (Boeing Business Jet) á sínum tíma hafa höfðað mál gegn Boeing sem verður tekið fyrir á næstunni í hæstaréttinum í King County sýs

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

13. febrúar 2020

|

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratug

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00