flugfréttir

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

- JATR-nefndin samanstendur af flugmálayfirvöldum frá mörgum löndum

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:49

Meira en mánuður er liðinn frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottunar áður en flugvélin fær grænt ljós til að hefja sig á loft á ný.

Nefndin, sem kallast Joint Authorities Technical Review (JATR), samanstendur af aðilum frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA), Kína, Eþíópíu og Indónesíu en þá hafa flugmálayfirvöld í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Singapore og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum slegist í hópinn.

JATR var stofnað þann 2. apríl sl. af bandarískum flugmálayfirvöldum og segir í tilkynningu að nefndin muni framkvæma alhliða endurskoðun á sjálfstýrðum stjórnkerfum Boeing 737 MAX þotunnar auk þess sem nefndin mun meta þær breytingar sem gerðar hafa verið en Boeing segist hafa unnið að breytingum á MCAS-kerfinu frá því í haust í kjölfar fyrra flugslyssins hjá Lion Air og voru þær breytingar langt á veg komnar er seinna slysið átti sér stað í Eþíópíu þann 10. mars sl.

Í marsmánuði tilkynnti Boeing um að uppfærslan á MCAS-kerfinu væri tilbúin en á síðustu vikum hafa farið fram um 100 prófanir á flugvélinni eftir breytingarnar en JATR-nefndin ætlar einnig að fylgjast með þjálfunarhlutanum og meta viðbrögð og árangur flugmanna sem eiga eftir að prófa uppfærða kerfið.

Um 100 prófanir hafa farið fram með Boeing 737 MAX með nýju uppfærslunni sem Boeing segir að sé tilbúið

Nefndin mun vega og meta framhaldið og hið flókna vottunarferli sem tekur við og reyna koma auga á hvaða atriði mætti betur fara sem gæti krafist frekari breytingar síðar meir.

Yfirmaður JATR er Christopher Hart, fyrrum yfirmaður samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB), en hann segir að mikil þörf var á því að koma á sameiginlegu eftirliti og einróma viðbragðsaðgerum er kemur að rannsókninni á Boeing 737 MAX málinu þar sem sem flugvélin hefur verið að fljúga út um allan heim og snertir allar þær þjóðir sem hafa þessa flugvélategund í flota sínum.

„Að stofna slíka alþjóðlega nefnd út af einu sérstöku tilviki kann að hljóma undarlega þar sem fyrrum rannsóknir hafa aðeins farið fram undir handleiðslu bandarískra flugmálayfirvalda“, segir Hart en starfshættir bandarískra flugmálayfirvalda hafa verið gagnrýndir í kjölfar málsins og er talið að samvinna FAA og Boeing hafi verið of náin og hafi haft áhrif á eftirlit með öryggismálum í vottunarferli vélarinnar.

JATR-nefndin mun koma saman í fyrsta sinn á fundi síðar í þessum mánuði og er talið að sú rannsóknarvinna sem framundan er muni taka um 3 mánuði sem lýkur með birtingu á mati vegna Boeing 737 MAX.  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

27. maí 2019

|

Hollenska flugfélagið Transavia flaug í dag sitt fyrsta flug til Akureyrar en félagið flýgur hingað frá Rotterdam og er flugið á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel.

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta