flugfréttir

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

- Um 12 nýjar þotur koma út úr verksmiðjunum í Renton vikulega

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:37

Mánuður er liðinn frá því að Boeing ákvað að gera hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

Í gær var mánuður liðinn frá því að Boeing stöðvaði afhendingar á nýjum Boeing 737 MAX þotum, daginn eftir að vélarnar voru kyrrsettar víða um heim.

Framleiðslulínan á Boeing 737 MAX hefur verið í gangi þrátt fyrir kyrrsetninguna og voru afköstin í verksmiðjunni í Renton upp á 52 þotur á mánuði en Boeing tilkynnti þann 5. apríl að framleiðandinn myndi draga úr framleiðsluhraðanum niður í 42 þotur á mánuði.

Að minnsta kosti 12 Boeing 737 MAX þotur hafa komið út af færibandinu í Renton í hverri viku og hefur Boeing þurft að koma þeim þotum fyrir á meðan hlé stendur yfir á afhendingum en óafhentar MAX-þotur eru farnar að taka sitt pláss.

Ómálaðar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Fjölmiðlar vestanhafs segja að Boeing fari að verða uppiskroppa með svæði til að geyma nýjar Boeing 737 MAX þotur og sé orðið mjög þröngt á þingi á þeim svæðum sem þær eru geymdar en nýjum vélum hefur m.a. verið komið fyrir nálægt samsetningarmiðstöðinni í Renton, við aðalverksmiðjurnar í Everett og við afhendingarmiðstöðina á Boeing Field.

Margar ljósmyndir hafa verið birtar að undanförnu sem sýna fjölda Boeing 737 MAX flugvéla sem hefur verið komið fyrir sem bíða þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningunni verður aflétt.

Meðal Boeing 737 MAX þotna sem bíða þess að verða afhentar eru vélar í litum Icelandair

Á meðfylgjandi myndum má sjá óafhentar Boeing 737 MAX þotur í litum Air China, Icelandair, SunExpress, Ukraine International Airlines, Hainan Airlines, SpiceJet, WestJet, Turkish Airlines, Norwegian, American Airlines, Tuifly, Jet Airways, Copa Airlines, United Airlines, Air Canada, flyDubai, Silk Air, Malaysia Airlines, China United Airlines auk annarra flugfélag.

Þurfa að fara finna ný svæði til að geyma nýjar 737 MAX þotur

Talið er að þegar allt pláss verður uppurið á Seattle-svæðinu sé möguleiki á að Boeing muni fara að ferja nýjar þotur til Grant County flugvallarins í Washington-fylki eða til Victorvillle í Kaliforníu.

Ljósmynd tekin af athafnasvæði Boeing í Renton í byrjun apríl

Talið er að höggið eigi eftir að verða stórt fyrir Boeing vegna Boeing 737 MAX málsins en sérfræðingar hjá Bloomberg Intelligence telja að lögsóknir frá flugfélögum, sem eiga eftir að fara fram á skaðabætur, geti hlaupið á yfir 220 milljörðum króna á næstu sex mánuðum eða allt að 13,7 milljarðar á mánuði í skaðabætur.

„Það er á hreinu að við munum ekki taka þennan kostnað á okkur. Við munum senda reikninginn til þeirra sem framleiddu vélina“, segir Björn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem hefur fengið 12 Boeing 737 MAX þotur afhentar.

„Fyrirtækið er mjög stórt og skilar af sér fleiri hundruð milljörðum í hagnað á ári en milljarður hér og milljarður þar í skaðabætur er eitthvað sem á eftir að stinga sárt“, segir Richard Aboulafia, varaformaður hjá flugmarkaðsfyrirtækinu Teal Group.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

WOW air hættir starfsemi

28. mars 2019

|

Flugfélagið WOW air hefur hætt starfsemi sinni og hefur öllu flugi á vegum félagsins verið fellt niður.

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

15. apríl 2019

|

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00