flugfréttir

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

- Um 12 nýjar þotur koma út úr verksmiðjunum í Renton vikulega

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:37

Mánuður er liðinn frá því að Boeing ákvað að gera hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

Í gær var mánuður liðinn frá því að Boeing stöðvaði afhendingar á nýjum Boeing 737 MAX þotum, daginn eftir að vélarnar voru kyrrsettar víða um heim.

Framleiðslulínan á Boeing 737 MAX hefur verið í gangi þrátt fyrir kyrrsetninguna og voru afköstin í verksmiðjunni í Renton upp á 52 þotur á mánuði en Boeing tilkynnti þann 5. apríl að framleiðandinn myndi draga úr framleiðsluhraðanum niður í 42 þotur á mánuði.

Að minnsta kosti 12 Boeing 737 MAX þotur hafa komið út af færibandinu í Renton í hverri viku og hefur Boeing þurft að koma þeim þotum fyrir á meðan hlé stendur yfir á afhendingum en óafhentar MAX-þotur eru farnar að taka sitt pláss.

Ómálaðar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Fjölmiðlar vestanhafs segja að Boeing fari að verða uppiskroppa með svæði til að geyma nýjar Boeing 737 MAX þotur og sé orðið mjög þröngt á þingi á þeim svæðum sem þær eru geymdar en nýjum vélum hefur m.a. verið komið fyrir nálægt samsetningarmiðstöðinni í Renton, við aðalverksmiðjurnar í Everett og við afhendingarmiðstöðina á Boeing Field.

Margar ljósmyndir hafa verið birtar að undanförnu sem sýna fjölda Boeing 737 MAX flugvéla sem hefur verið komið fyrir sem bíða þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningunni verður aflétt.

Meðal Boeing 737 MAX þotna sem bíða þess að verða afhentar eru vélar í litum Icelandair

Á meðfylgjandi myndum má sjá óafhentar Boeing 737 MAX þotur í litum Air China, Icelandair, SunExpress, Ukraine International Airlines, Hainan Airlines, SpiceJet, WestJet, Turkish Airlines, Norwegian, American Airlines, Tuifly, Jet Airways, Copa Airlines, United Airlines, Air Canada, flyDubai, Silk Air, Malaysia Airlines, China United Airlines auk annarra flugfélag.

Þurfa að fara finna ný svæði til að geyma nýjar 737 MAX þotur

Talið er að þegar allt pláss verður uppurið á Seattle-svæðinu sé möguleiki á að Boeing muni fara að ferja nýjar þotur til Grant County flugvallarins í Washington-fylki eða til Victorvillle í Kaliforníu.

Ljósmynd tekin af athafnasvæði Boeing í Renton í byrjun apríl

Talið er að höggið eigi eftir að verða stórt fyrir Boeing vegna Boeing 737 MAX málsins en sérfræðingar hjá Bloomberg Intelligence telja að lögsóknir frá flugfélögum, sem eiga eftir að fara fram á skaðabætur, geti hlaupið á yfir 220 milljörðum króna á næstu sex mánuðum eða allt að 13,7 milljarðar á mánuði í skaðabætur.

„Það er á hreinu að við munum ekki taka þennan kostnað á okkur. Við munum senda reikninginn til þeirra sem framleiddu vélina“, segir Björn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem hefur fengið 12 Boeing 737 MAX þotur afhentar.

„Fyrirtækið er mjög stórt og skilar af sér fleiri hundruð milljörðum í hagnað á ári en milljarður hér og milljarður þar í skaðabætur er eitthvað sem á eftir að stinga sárt“, segir Richard Aboulafia, varaformaður hjá flugmarkaðsfyrirtækinu Teal Group.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn

18. maí 2020

|

Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Selur hlut í Virgin Galactic til að bjarga Virgin-flugfélaginu

11. maí 2020

|

Richard Branson ætlar að setja hlut Virgin Group í Virgin Galactic geimferðarfyrirtækinu í þeim tilgangi að safna auknu fé til að koma þeim fyrirtækjum sem eru í farþegaflugi innan fyrirtæksins til

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00