flugfréttir

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

- Um 12 nýjar þotur koma út úr verksmiðjunum í Renton vikulega

15. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:37

Mánuður er liðinn frá því að Boeing ákvað að gera hlé á afhendingum á nýjum Boeing 737 MAX þotum

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

Í gær var mánuður liðinn frá því að Boeing stöðvaði afhendingar á nýjum Boeing 737 MAX þotum, daginn eftir að vélarnar voru kyrrsettar víða um heim.

Framleiðslulínan á Boeing 737 MAX hefur verið í gangi þrátt fyrir kyrrsetninguna og voru afköstin í verksmiðjunni í Renton upp á 52 þotur á mánuði en Boeing tilkynnti þann 5. apríl að framleiðandinn myndi draga úr framleiðsluhraðanum niður í 42 þotur á mánuði.

Að minnsta kosti 12 Boeing 737 MAX þotur hafa komið út af færibandinu í Renton í hverri viku og hefur Boeing þurft að koma þeim þotum fyrir á meðan hlé stendur yfir á afhendingum en óafhentar MAX-þotur eru farnar að taka sitt pláss.

Ómálaðar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Fjölmiðlar vestanhafs segja að Boeing fari að verða uppiskroppa með svæði til að geyma nýjar Boeing 737 MAX þotur og sé orðið mjög þröngt á þingi á þeim svæðum sem þær eru geymdar en nýjum vélum hefur m.a. verið komið fyrir nálægt samsetningarmiðstöðinni í Renton, við aðalverksmiðjurnar í Everett og við afhendingarmiðstöðina á Boeing Field.

Margar ljósmyndir hafa verið birtar að undanförnu sem sýna fjölda Boeing 737 MAX flugvéla sem hefur verið komið fyrir sem bíða þess að verða afhentar um leið og kyrrsetningunni verður aflétt.

Meðal Boeing 737 MAX þotna sem bíða þess að verða afhentar eru vélar í litum Icelandair

Á meðfylgjandi myndum má sjá óafhentar Boeing 737 MAX þotur í litum Air China, Icelandair, SunExpress, Ukraine International Airlines, Hainan Airlines, SpiceJet, WestJet, Turkish Airlines, Norwegian, American Airlines, Tuifly, Jet Airways, Copa Airlines, United Airlines, Air Canada, flyDubai, Silk Air, Malaysia Airlines, China United Airlines auk annarra flugfélag.

Þurfa að fara finna ný svæði til að geyma nýjar 737 MAX þotur

Talið er að þegar allt pláss verður uppurið á Seattle-svæðinu sé möguleiki á að Boeing muni fara að ferja nýjar þotur til Grant County flugvallarins í Washington-fylki eða til Victorvillle í Kaliforníu.

Ljósmynd tekin af athafnasvæði Boeing í Renton í byrjun apríl

Talið er að höggið eigi eftir að verða stórt fyrir Boeing vegna Boeing 737 MAX málsins en sérfræðingar hjá Bloomberg Intelligence telja að lögsóknir frá flugfélögum, sem eiga eftir að fara fram á skaðabætur, geti hlaupið á yfir 220 milljörðum króna á næstu sex mánuðum eða allt að 13,7 milljarðar á mánuði í skaðabætur.

„Það er á hreinu að við munum ekki taka þennan kostnað á okkur. Við munum senda reikninginn til þeirra sem framleiddu vélina“, segir Björn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian, sem hefur fengið 12 Boeing 737 MAX þotur afhentar.

„Fyrirtækið er mjög stórt og skilar af sér fleiri hundruð milljörðum í hagnað á ári en milljarður hér og milljarður þar í skaðabætur er eitthvað sem á eftir að stinga sárt“, segir Richard Aboulafia, varaformaður hjá flugmarkaðsfyrirtækinu Teal Group.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Air Lease fær grænt ljós á að sækja Airbus-þotuna

17. júlí 2019

|

Bandaríska flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur fengið grænt ljós á að sækja Airbus A321 þotu í eigu fyrirtækisins sem staðið hefur á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air eftir að Héraðsdó

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í