flugfréttir

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

- Var í stuttum flugprófunum að lokinni viðhaldsskoðun

16. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:45

Ljósmynd sem náðist af Bombardier Global 5000 einkaþotunni er hún kom aftur inn til lendingar á Schöenefeld-flugvellinum í Berlín í morgun

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir flugtak frá flugvellinum.

Einkaþotan, sem er af gerðinni Bombardier Global 5000, var nýfarin í loftið í prófunarflug eftir að hafa gengist í gegnum viðhaldsskoðun en fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu og áttu flugmennirnir í erfiðeikum með að lenda vélinni eftir að þeir snéru við.

Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis og er verið að rannsaka atvikið en flugvélin vaggaði frá hægri til vinstri í aðfluginu og rákust báðir vængirnir ofan í flugbrautina í lendingu.

Engir farþegar voru um borð í einkaþotunni sem er starfrækt af þýska flughernum fyrir ríkisstjórn Þýskalands en þýska varnarmálaráðuneytið segir að flugmönnunum hafi tekist að lenda flugvélinni heilu á höldnu.

Flugvélin hafði nýlokið viðhaldsskoðun á flugvellinum í Berlín

Flugvélin var stopp á þeirri einu flugbraut sem er á Schöenefeld-flugvellinum sem kom í veg fyrir að flugvélar gátu hvorki lent né tekið á loft. Flugvélin hafði verið í viðhaldsskoðun sl. daga í Berlín og stóð til að fljúga henni síðar til Kölnar þar sem hún hefur bækistöðvar.

Ríkisstjórn Þýskalands hefur 14 flugvélar í flota sínum sem hafa reglulega gengið í gegnum vandræðalegar bilanir upp á síðkastið en í nóvember í fyrra mætti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, of seint á umhverfisráðstefnu í Argentínu eftir að Airbus A340 einkaþota þýska ríksins þurfti að snúa við til Þýskalands en Merkel þurfti þess í stað að fljúga til Argentínu með áætlunarflugi.

Þá hafa nokkrar aðrar bilanir komið upp í einkaþotum á vegum þýsku ríkistjórnarinnar með þeim afleiðingum að utanríkisráðherra landsins varð á dögunum strandaglópur í Malí í Afríku og þá var forseti landsins fastur í Eþíópíu vegna bilunar í annari einkaþotu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Thrush Aircraft fer fram á gjaldþrotameðferð

1. október 2019

|

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Thrush Aircraft hefur farið fram á gjaldþrotameðferð og hefur 113 starfsmönnum verið sagt upp en fyrirtækið er að hefja endurreisnaráætlun með það markmið að geta h

Flugvél hlekktist á í flugtaki í Rangárþingi

27. júlí 2019

|

Tilkynnt var um flugslys á þriðja tímanum í dag á flugvellinum á Haukadalsmelum í Rangárþingi er lítilli flugvél hlekktist á í flugtaki.

Launalaust ársleyfi eða færa sig til Evrópu

27. september 2019

|

Ryanair hefur enn og aftur lýst því yfir að félagið hafi of marga flugmenn og hefur stjórn Ryanair beðið breska flugmenn um að annað hvort taka sér launalaust leyfi eða flytja sig um set yfir til an

  Nýjustu flugfréttirnar

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

Airbus hefur afhent 1.000 þotur úr A320neo fjölskyldunni

10. október 2019

|

Airbus hefur náð þeim áfanga að hafa afhent 1.000 flugvélar úr Airbus A320neo fjölskyldunni en sú þúsundasta var afhent frá verksmiðjum Airbus í Hamborg á dögunum.

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Ein ný þota í flotann á tveggja vikna fresti næstu 10 árin

8. október 2019

|

Lufthansa mun taka við nýrri þotu beint úr verksmiðju á tveggja vikna fresti næstu 10 árin eða til ársins 2029.