flugfréttir

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

- Var í stuttum flugprófunum að lokinni viðhaldsskoðun

16. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:45

Ljósmynd sem náðist af Bombardier Global 5000 einkaþotunni er hún kom aftur inn til lendingar á Schöenefeld-flugvellinum í Berlín í morgun

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir flugtak frá flugvellinum.

Einkaþotan, sem er af gerðinni Bombardier Global 5000, var nýfarin í loftið í prófunarflug eftir að hafa gengist í gegnum viðhaldsskoðun en fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu og áttu flugmennirnir í erfiðeikum með að lenda vélinni eftir að þeir snéru við.

Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis og er verið að rannsaka atvikið en flugvélin vaggaði frá hægri til vinstri í aðfluginu og rákust báðir vængirnir ofan í flugbrautina í lendingu.

Engir farþegar voru um borð í einkaþotunni sem er starfrækt af þýska flughernum fyrir ríkisstjórn Þýskalands en þýska varnarmálaráðuneytið segir að flugmönnunum hafi tekist að lenda flugvélinni heilu á höldnu.

Flugvélin hafði nýlokið viðhaldsskoðun á flugvellinum í Berlín

Flugvélin var stopp á þeirri einu flugbraut sem er á Schöenefeld-flugvellinum sem kom í veg fyrir að flugvélar gátu hvorki lent né tekið á loft. Flugvélin hafði verið í viðhaldsskoðun sl. daga í Berlín og stóð til að fljúga henni síðar til Kölnar þar sem hún hefur bækistöðvar.

Ríkisstjórn Þýskalands hefur 14 flugvélar í flota sínum sem hafa reglulega gengið í gegnum vandræðalegar bilanir upp á síðkastið en í nóvember í fyrra mætti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, of seint á umhverfisráðstefnu í Argentínu eftir að Airbus A340 einkaþota þýska ríksins þurfti að snúa við til Þýskalands en Merkel þurfti þess í stað að fljúga til Argentínu með áætlunarflugi.

Þá hafa nokkrar aðrar bilanir komið upp í einkaþotum á vegum þýsku ríkistjórnarinnar með þeim afleiðingum að utanríkisráðherra landsins varð á dögunum strandaglópur í Malí í Afríku og þá var forseti landsins fastur í Eþíópíu vegna bilunar í annari einkaþotu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

13. mars 2019

|

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00