flugfréttir

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

- Var í stuttum flugprófunum að lokinni viðhaldsskoðun

16. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:45

Ljósmynd sem náðist af Bombardier Global 5000 einkaþotunni er hún kom aftur inn til lendingar á Schöenefeld-flugvellinum í Berlín í morgun

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir flugtak frá flugvellinum.

Einkaþotan, sem er af gerðinni Bombardier Global 5000, var nýfarin í loftið í prófunarflug eftir að hafa gengist í gegnum viðhaldsskoðun en fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu og áttu flugmennirnir í erfiðeikum með að lenda vélinni eftir að þeir snéru við.

Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis og er verið að rannsaka atvikið en flugvélin vaggaði frá hægri til vinstri í aðfluginu og rákust báðir vængirnir ofan í flugbrautina í lendingu.

Engir farþegar voru um borð í einkaþotunni sem er starfrækt af þýska flughernum fyrir ríkisstjórn Þýskalands en þýska varnarmálaráðuneytið segir að flugmönnunum hafi tekist að lenda flugvélinni heilu á höldnu.

Flugvélin hafði nýlokið viðhaldsskoðun á flugvellinum í Berlín

Flugvélin var stopp á þeirri einu flugbraut sem er á Schöenefeld-flugvellinum sem kom í veg fyrir að flugvélar gátu hvorki lent né tekið á loft. Flugvélin hafði verið í viðhaldsskoðun sl. daga í Berlín og stóð til að fljúga henni síðar til Kölnar þar sem hún hefur bækistöðvar.

Ríkisstjórn Þýskalands hefur 14 flugvélar í flota sínum sem hafa reglulega gengið í gegnum vandræðalegar bilanir upp á síðkastið en í nóvember í fyrra mætti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, of seint á umhverfisráðstefnu í Argentínu eftir að Airbus A340 einkaþota þýska ríksins þurfti að snúa við til Þýskalands en Merkel þurfti þess í stað að fljúga til Argentínu með áætlunarflugi.

Þá hafa nokkrar aðrar bilanir komið upp í einkaþotum á vegum þýsku ríkistjórnarinnar með þeim afleiðingum að utanríkisráðherra landsins varð á dögunum strandaglópur í Malí í Afríku og þá var forseti landsins fastur í Eþíópíu vegna bilunar í annari einkaþotu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

FAA bannar flug yfir Íran

21. júní 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út frá sér fyrirmæli þar sem bandarískum flugfélögum er meinað að fljúga yfir Íran og er jafnframt varað við yfirflugi yfir stóran hluta landsins.

Rússar og Tékkar í deilum um lofthelgi

2. júlí 2019

|

Aeroflot og tvö önnur rússnesk flugfélög hafa þurft að fella niður flug til Tékklands í dag eftir að tékkneska samgönguráðuneytið dró til baka leyfi flugfélaganna þriggja fyrir áætlunarflugi til land

Prófunum með MCAS-kerfið á Boeing 737 MAX lokið

18. apríl 2019

|

Síðasta tilraunaflugið með Boeing 737 MAX vegna uppfærslu á stjórnkerfi vélarinnar sem snýr að MCAS-kerfinu er lokið hjá Boeing og er þotan tilbúin í að gangast næst undir vottunarferli.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta