flugfréttir

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

- Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna skipar sex manna nefnd

23. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:22

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í sex vikur

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með því vottunarferli sem fer í gang á næstu dögum hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, segir að þeir tveir aðilar sem munu leiða nefndina eru Lee Moak, fyrrum formaður flugmannasamtakanna APLA og Darren McDew fyrrum stjórnandi yfir samgöngudeild bandaríska flughersins.

Í tilkynningu segir að nefndinni sé ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað varðandi Boeing 737 MAX þotuna milli áranna 2012 og 2017 og koma með tillögur að þeim atriðum sem betur mætti fara hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er kemur að vottun nýrra flugvéla í framtíðinni.

Þá er nefndinni ætla að rannsaka með hvaða hætti FAA hafi sett vottunarferil og öryggisskoðanir í hendurnar á flugvélaframleiðandanum sjálfum en fram hefur komið að Boeing hafi að hluta til framkvæmt vottun á Boeing 737 MAX þotunni sem fór fram innanhúss á meðan venjan er að flugmálayfirvöld sjái alfarið um skoðanir og úttektir sem tengjast vottun.

Hinir fjórir sem skipa nefndina eru Amy Pritchett, yfirmaður yfir flugverkfræðideild háskólans í Pennsylvaníu, sem einnig var yfir öryggisdeild bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA), Gretchen Haskins, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins HeliOffshore, Kenneth Hylandier, fyrrum formaður Flight Safety Foundation og David Grizzle, stjórnarformaður Republic Airways sem var einnig ráðgjafi hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Nefndin, sem skipuð var þann 25. mars síðastliðinn, tengist ekki annarri nefnd sem einnig var stofnuð vegna Boeing 737 MAX málsins sem nefnist JATR-nefndin sem er alþjóðleg nefnd sem er ætlað að rannsaka sérstaklega MCAS-kerfi þotunnar.  fréttir af handahófi

Þrír lykilstarfsmenn yfirgefa söludeild Boeing

18. maí 2019

|

Þrír yfirmenn í söludeild Boeing hafa yfirgefið markaðsdeild fyrirtækisins þegar aðeins er mánuður í Paris Air Show flugsýninguna sem er ein mikilvægasta sölusýning fyrir Boeing og aðra flugvélaframl

JetBlue pantar Airbus A321XLR

21. júní 2019

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur bæst í hóp þeirra flugfélaga sem hafa pantað Airbus A321XLR þotuna en félagið hefur ákveðið að breyta pöntun í þrettán Airbus A320neo þotur yfir í A321XLR.

Flugdólgur dæmdur til að greiða 21 milljón króna sekt

8. júlí 2019

|

Ölvaður farþegi, sem var valdur að því að Airbus A330 breiðþota frá Hawaiian Airlines þurfti að snúa við til Honolulu vegna hegðunar hans, hefur verið gert að greiða 21.6 milljón króna í sekt.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta