flugfréttir

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

- Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna skipar sex manna nefnd

23. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:22

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í sex vikur

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með því vottunarferli sem fer í gang á næstu dögum hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, segir að þeir tveir aðilar sem munu leiða nefndina eru Lee Moak, fyrrum formaður flugmannasamtakanna APLA og Darren McDew fyrrum stjórnandi yfir samgöngudeild bandaríska flughersins.

Í tilkynningu segir að nefndinni sé ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað varðandi Boeing 737 MAX þotuna milli áranna 2012 og 2017 og koma með tillögur að þeim atriðum sem betur mætti fara hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er kemur að vottun nýrra flugvéla í framtíðinni.

Þá er nefndinni ætla að rannsaka með hvaða hætti FAA hafi sett vottunarferil og öryggisskoðanir í hendurnar á flugvélaframleiðandanum sjálfum en fram hefur komið að Boeing hafi að hluta til framkvæmt vottun á Boeing 737 MAX þotunni sem fór fram innanhúss á meðan venjan er að flugmálayfirvöld sjái alfarið um skoðanir og úttektir sem tengjast vottun.

Hinir fjórir sem skipa nefndina eru Amy Pritchett, yfirmaður yfir flugverkfræðideild háskólans í Pennsylvaníu, sem einnig var yfir öryggisdeild bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA), Gretchen Haskins, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins HeliOffshore, Kenneth Hylandier, fyrrum formaður Flight Safety Foundation og David Grizzle, stjórnarformaður Republic Airways sem var einnig ráðgjafi hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Nefndin, sem skipuð var þann 25. mars síðastliðinn, tengist ekki annarri nefnd sem einnig var stofnuð vegna Boeing 737 MAX málsins sem nefnist JATR-nefndin sem er alþjóðleg nefnd sem er ætlað að rannsaka sérstaklega MCAS-kerfi þotunnar.  fréttir af handahófi

Delta hvetur Boeing til þess að koma með 797 á markað

5. mars 2019

|

Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines, hvetur Boeing til þess að ýta úr vör nýju farþegaþotunni, Boeing 797, sem framleiðandinn stefnir á að koma með á markað árið 2025.

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00