flugfréttir

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

- Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna skipar sex manna nefnd

23. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:22

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í sex vikur

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með því vottunarferli sem fer í gang á næstu dögum hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, segir að þeir tveir aðilar sem munu leiða nefndina eru Lee Moak, fyrrum formaður flugmannasamtakanna APLA og Darren McDew fyrrum stjórnandi yfir samgöngudeild bandaríska flughersins.

Í tilkynningu segir að nefndinni sé ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað varðandi Boeing 737 MAX þotuna milli áranna 2012 og 2017 og koma með tillögur að þeim atriðum sem betur mætti fara hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) er kemur að vottun nýrra flugvéla í framtíðinni.

Þá er nefndinni ætla að rannsaka með hvaða hætti FAA hafi sett vottunarferil og öryggisskoðanir í hendurnar á flugvélaframleiðandanum sjálfum en fram hefur komið að Boeing hafi að hluta til framkvæmt vottun á Boeing 737 MAX þotunni sem fór fram innanhúss á meðan venjan er að flugmálayfirvöld sjái alfarið um skoðanir og úttektir sem tengjast vottun.

Hinir fjórir sem skipa nefndina eru Amy Pritchett, yfirmaður yfir flugverkfræðideild háskólans í Pennsylvaníu, sem einnig var yfir öryggisdeild bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA), Gretchen Haskins, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins HeliOffshore, Kenneth Hylandier, fyrrum formaður Flight Safety Foundation og David Grizzle, stjórnarformaður Republic Airways sem var einnig ráðgjafi hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Nefndin, sem skipuð var þann 25. mars síðastliðinn, tengist ekki annarri nefnd sem einnig var stofnuð vegna Boeing 737 MAX málsins sem nefnist JATR-nefndin sem er alþjóðleg nefnd sem er ætlað að rannsaka sérstaklega MCAS-kerfi þotunnar.  fréttir af handahófi

Hæpið að Boeing 737 MAX eigi eftir að fljúga á þessu ári

9. október 2019

|

Fátt bendir til þess að Boeing 737 MAX þoturnar muni fljúga á ný fyrir lok þessa árs eins og Boeing hafði lýst yfir fyrir nokkrum vikum síðan en þá sagði framleiðandinn að kyrrsetning vélanna myndi

United setur pressu á Boeing varðandi nýju 797 þotuna

19. júlí 2019

|

United Airlines hefur sett pressu á Boeing varðandi nýju farþegaþotuna sem til stendur að komi á markaðinn sem talið er að muni heita Boeing 797 en flugfélagið bandaríska er samt sem áður til í að gef

Telja öruggt að Brandenburg opnar í október 2020

1. október 2019

|

Stjórnendur Brandenburg-flugvallarins í Berlín telja að núverandi opnunardagsetning vallarins muni standast og er sagt að ekkert ætti að koma í veg fyrir að hann verði tekinn í notkun í október 2020.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00