flugfréttir

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

- 1.409 flugmenn í verkfall eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfur

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 13:50

SAS aflýsti í morgun nánast öllum flugferðum sínum í dag

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfur.

SAS felldi í morgun niður allar þær 673 flugferðir sem til stóð að fljúga í dag sem hefur mest áhrif á farþega sem áttu bókað flug frá frá flugvöllunum í Osló, Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn en alls hafa verkfallsaðgerðirnar í dag áhrif á 80.000 farþega.

Kjaraviðræður meðal flugmanna hafa staðið yfir frá því í mars og hafa þær viðræður að mestu leyti gengið út á kauphækkun og breytinar á vinnutíma en flugmenn SAS fara fram á sambærileg laun og gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum.

SAS segir að kröfur flugmanna séu mjög ósanngjarnar en flugmenn félagsins hafa einnig áhyggjur af framtíð sinni hjá félaginu þar sem fjöldi áhafna hjá SAS eru verktakar.

Starfsmaður SAS aðstoðar farþega á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Talið er að verkfallsaðgerðir meðal þeirra 1.500 flugmanna, sem hafa fellt niður störf sín, kosti flugfélagið nokkur hundruð milljónir króna á dag en nú þegar er verið að fella niður margar flugferðir á morgun, laugardag, sem mun hafa áhrif á yfir 30.000 farþega og er óvissa með hvort felldar verði niður flugferðir á sunnudag.

Verkfallið hefur ekki áhrif á þau flug sem önnur flugfélög annast fyrir hönd SAS sem telur um 30 prósent af öllum brottförum félagsins.  fréttir af handahófi

Ákvörðun varðandi Boeing 797 verður tekin á þessu ári

27. maí 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að ákvörðun um hvort að ný farþegaþota fari framleiðslu verði tekin á þessu ári og sennilega rétt fyrir lok ársins en um er að ræða þá þotu sem kemur til með að heita Boeing 79

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Örlög Jet Airways gætu ráðist á næstu dögum

8. apríl 2019

|

Jet Airways, næststærsta flugfélag Indlands, er sagt vera á barmi gjaldþrots eftir að alls sex flugvélaleigur hafa farið formlega fram á kyrrsetningu á farþegaþotum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00