flugfréttir

Southwest sendir teymi til Evrópu til að skoða Airbus-þotur

- Eitt stærsta „Boeing 737 flugfélag“ heims útilokar ekki aðra kosti

26. apríl 2019

|

Frétt skrifuð kl. 19:22

Sagt er að teymi frá Boeing hafi farið til Evrópu til þess að skoða þær þotur sem Airbus hefur upp á að bjóða

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur ýjað að því að ekki sé útilokað að skoða aðrar flugvélategundir í kjölfar vandamálsins með Boeing 737 MAX vélarnar en ekkert flugfélag í heiminum hefur pantað eins mörg eintök af 737 MAX líkt og Southwest sem er einn stærsti og traustasti viðskiptavinur Boeing.

Sagan segir að Southwest Airlines sé að senda nokkra aðila til þess að kynna sér kosti Airbus A220 þotunnar sem Airbus hefur upp á að bjóða sem var upphaflega smíðuð af Bombardier sem CSeries-þotan.

Southwest hefur verið eitt stærsta Boeing-flugfélag Bandaríkjanna og haft eingöngu Boeing 737 þotur í flotanum í hálfa öld eða allt frá stofnun félagsins árið 1966.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest, gaf það í skyn í nýlegu viðtali að félagið væri til í að skoða hvað annað væri í boði fyrir félagið sem hefur reitt sig alfarið á Boeing 737 frá árinu 1971 þegar fyrsta áætlunarflugið var farið.

Garry Kelly, framkvæmdarstjóri Southwest Airlines

Kelly sagði í viðtali í gær í Dallas að þótt það væri ekki á döfunni að bæta annarri flugvélategund við í flota Southwest þá væri ekkert öruggt að þeir muni hafa aðeins þessa einu flugvélategund til eilífðar.

“Vandamálið með MAX-inn hefur ekki verið nein hamingja fyrir okkur“

„Það er augljóst að staðan með MAX-flugvélarnar hefur ekki beinlínis verið einhver hamingja fyrir okkur. Við erum „Boeing 737 flugfélag“ og höfum alltaf verið - en það þýðir ekki að við verðum það endalaust“, segir Kelly en í öðru viðtali í vikunni sagði framkvæmdarstjórinn að félagið sé að skoða hvað er að gerast hjá samkeppnisaðilum Boeing.

Kelly tekur það fram að Southwest Airlines hafi fulla trú á Boeing 737 MAX en félagið á von á því að fá 276 eintök af þeirri þotu í flotann á næstu árum af gerðinni Boeing 737 MAX 7 og MAX 8 og hefur félagið nú þegar tekið við 34 þotum.

Southwest hefur fengið 34 Boeing 737 MAX þotur afhentar

Nokkrir erlendir flugfréttamiðlar greindu frá því á miðvikudag að Southwest hafi sent teymi til Airbus í Evrópu til að kynna sér Airbus A220 þotuna sem mörgum þykir tíðindi þar sem félagið er hliðhollasti viðskiptavinur Boeing og vilja einverjir sérfræðingar meina að Boeing 737 MAX málið hafi aðeins vaggað bátnum er kemur að nánu og löngu sambandi milli Southwest og Boeing.

“Miklar líkur á að við verðum áfram Boeing-flugfélag“

„Við höfum engin áform um að breyta okkar áætlunum. En, eins og margir aðrir, þá erum við stanslaust að skoða hvað er í boði á markaðnum. Við höfum verið Boeing-flugfélag öll þessi ár og ég held að það séu miklar líkur á að við verðum það áfram“, sagði Kelly fyrr í þessari viku.

Airbus A220 þotan í litum Delta Air Lines sem er eina bandaríska flugfélagið sem hefur pantað þotu af þeirri gerð

Southwest var fyrsta flugfélagið í heimi til þess að fljúga Boeing 737-300 þotunni er hún kom á markað árið 1984 og einnig 737-500 tegundinni sem kom á markað árið 1990 en félagið byrjaði með Boeing 737-200 þotuna árið 1971.

Á tíunda áratugnum gerði Emeritus Herb, þáverandi forstjóri Southwest Airlines, óformlegt samkomulag við Boeing er félagið fékk sína fyrstu Boeing 737-700 þotu afhenta, um að „ekkert flugfélag á þessari jörðu mun fá Boeing 737 á eins hagstæðum kjörum og Southwest“ og er sagt að það samkomulag hafi verið innsiglað með handabandi.

Southwest Airlines hefur flogið Boeing 737 þotum alla sína tíð frá árinu 1971Boeing 737 MAX floti Southwest Airlines er kyrrsettur á Victorville-flugvellinum  fréttir af handahófi

Boeing stefnir á að 737 MAX fljúgi á ný í haust

6. ágúst 2019

|

Boeing hefur framkvæmt tæplega 500 prófanir á uppfærslum á hugbúnaði á Boeing 737 MAX þotunni sem í dag hefur verið kyrrsett í tæpa 5 mánuði en Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sagði í gæ

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00