flugfréttir
Auglýsir eftir skrúfu af Pitts sem losnaði af í 7.500 fetum
- Sá sem finnur skrúfuna er beðin um að hafa samband við flugmanninn

Spencer Suderman óskar eftir því að sá sem finnur skrúfuna af Pittsinum megi endilega hafa samband við sig
Flugmaður einn í Bandaríkjunum lenti í þeim óskemmtilega atviki sl. laugardag að loftskrúfan losnaði af mótor á listflugvél sem hann flaug er hann var á flugi rétt norður af Los Angeles.
Spencer Suderman var í 7.500 fetum yfir San Fernando dalnum, skammt norður af Los Angeles, á leið til Yuma í Arizona
er skrúfan losnaði skyndilega af Pitts S-1C tvíþekjunni hans.
Suderman var staddur aðeins tvær mílur suður af Whiteman-flugvellinum er skrúfan fór af og lýsti hann yfir neyðarástandi.
Flugumferðarstjóri spurði hann hvort hann þyrfti á aðstoð frá neyðarteymi að halda en hann fór einungis fram
á að vita vindstyrk og vindátt á vellinum og óskaði eftir að fá að koma beint inn til lendingar.

Færslan á Facebook-síðu Spencer Sudermans
Whiteman-flugvöllurinn er í 1.000 feta hæð yfir sjávarmáli og hafði Suderman því um 6.500 fet til þess að undirbúa
sig fyrir lendinguna með ekkert afl.
Aðrir listflugmenn hafa sagt að er Pitts missir mótor þá geti hann farið álíka hratt til jarðar og múrsteinn og hafi því
ekki verið ólíklegt að hæðarmælavísirinn hafi snúist hratt á mælinum þar sem þeir eru hannaðar með lipurð í huga frekar en stöðugleika.
Suderman tókst að lenda flugvélinni giftusamlega á Whiteman-flugvellinum en hann hefur töluverða reynslu að baki
sem listflugmaður og hefur komist á síður Heimsmetabókar Guinness fyrir flesta spuna á hvolfi í einu flug eða alls 98 stykki sem hann tók árið 2016.
Suderman setti færslu á fésbókarsíðu sína þar sem hann skrifaði: „Ef einhver finnur skrúfuna mína einhversstaðar
í norðurhlutanum í San Fernando dalnum þá má sá hinn sami endilega láta mig vita“.
Flugmaðurinn lét að sjálfsögðu fylgja með sjálfsmynd af sér með Pitts-flugvélina í baksýn skrúfulausa.
Fleiri myndir:


4. desember 2019
|
Drónaeigandi í Kaliforníu er ekki sáttur við að þurfa að greiða sekt upp á 2.4 milljónir króna eftir að dróni, sem hann stýrði yfir Las Vegas í fyrra, lenti á McCarran-flugvellinum í spilaborginni.

7 október 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa áhyggjur af því að færni flugmanna til þess að handfljúga flugvélum í farþegaflugi sé á undanhaldi.

15. október 2019
|
Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.