flugfréttir
Flugfélag á Hawaii gerir tilraunir með rafmangsflugvélar
- Munu hefja áætlunarflug milli eyjaklasans með rafknúnum flugvélum

Cessna Grand Caravan flugvélar Mokulele Airlines
Flugfélag eitt á Hawaii-eyjum stefnir á að hefja tilraunir með rafmagnsflugvélar í áætlunarflugi milli eyjanna í haust á þessu ári.
Mokulele Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur uppi áætlunarflugi á eyjaklasanum og ætlar félagið
að prófa að byrja að fljúga með farþega með hybrid-rafmagnsflugvélum milli Kahului og Hana í september eða október
í haust í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Ampaire í Los Angeles.
Ampaire segir að fyrirtækið hafi verið í sambandi við önnur flugfélög í Evrópu og í Karíbahafinu en Mokulele Airlines
var kjörið flugfélag til þess að fara í samstarf við þar sem flug milli eyjanna á Hawaii er tilvalin vettvangur til
þess að gera prófanir með flugvél með mótor sem knúinn er áfram með rafmagni.
Mokulele Airlines hefur í dag sextán flugvélar í flota sínum sem samanstendur að mestu leyti af flugvélum
af gerðinni Cessna Grand Caravan en félagið hefur einnig tvær Pilatus PC-12 flugvélar.
Sú flugvél, sem notuð verður fyrir verkefnið, mun koma með sæti fyrir níu farþega og mun hún hafa nægt flugdrægi
til að passa inn í leiðarkerfi Mokulele Airlines og einnig fyrir lengsta flug félagsins sem er frá Kahului til Honolulu
sem eru 89 mílur (nm).


23. október 2019
|
Mikil spenna hefur myndast milli flugmanna og stjórnarformanna Air India í kjölfar aðgerða félagsins til þess að einkavæða rekstur Air India.

23. september 2019
|
Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) hafa birt frá sér yfirlýsingu í kjölfar gjaldþrots Thomas Cook þar sem flugmenn segja að þeir hafi verið „stungnir í bakið“ og skildir eftir í algjörri óvissu e

3. nóvember 2019
|
Arnar Þór Másson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs og stefnumótunar hjá Isavia.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.