flugfréttir

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX í júní

- Sjá fram á að kyrrsetningin eigi eftir að ílengjast fram á mitt sumar

4. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:44

TF-ICU („Dyrhólaey“) í flugtaki á flugvellinum í Manchester í febrúar á þessu ári

Icelandair hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu ekki fljúga á ný í júní eins og vonast var til þar sem kyrrsetning flugvélanna mun að öllum líkindum dragast á langinn.

Í byrjun apríl tilkynnti Icelandair um breytingar á flugáætlun sinni til að bregðast við kyrrsetningunni en til að lágmarka þau áhrif sem kyrrsetningin gæti haft í för með sér í sumar var ákveðið að taka á leigu tvær þotur, eina af gerðinni Boeing 757 og eina breiðþotu af gerðinni Boeing 767.

Vonir voru bundnar við að Boeing 737 MAX myndi fljúga á ný um miðjan júní en félagið hefur uppfært flugáætlun sína og er ekki útlit fyrir að 737 MAX þoturnar muni fljúga á ný fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júlí.

Þrjár af þeim nýju Boeing 737 MAX þotum sem bíða afhendingar á athafnasvæði Boeing í Renton / Ljósmynd: Peter Schneider

Við þessar breytingar dregst sætaframboð tímabilsins saman um 2% og lögð verður áhersla á að tryggja að sem minnsta röskun verði á leiðarkerfinu á þessum tíma.

Hafa fengið fimm Boeing 737 MAX þotur afhentar

Óvíst er hver fjárhagsleg áhrif kyrrsentingarinnar verður en til að mynda er ekki enn vitað hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.

Icelandair hefur fengið fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar og eina af lengri gerðinni, 737 MAX 9, en sjö vikur eru liðnar frá því að þotan var kyrrsett í flest öllum löndum í heiminum.

Icelandair fékk fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta þann 2. mars í fyrra sem var TF-ICE og var fyrsta áætlunarflugið með „Maxinum“ flogið þann 13. apríl sem var jómfrúarflug til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

24. júní 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að le

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00