flugfréttir

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX í júní

- Sjá fram á að kyrrsetningin eigi eftir að ílengjast fram á mitt sumar

4. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:44

TF-ICU („Dyrhólaey“) í flugtaki á flugvellinum í Manchester í febrúar á þessu ári

Icelandair hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu ekki fljúga á ný í júní eins og vonast var til þar sem kyrrsetning flugvélanna mun að öllum líkindum dragast á langinn.

Í byrjun apríl tilkynnti Icelandair um breytingar á flugáætlun sinni til að bregðast við kyrrsetningunni en til að lágmarka þau áhrif sem kyrrsetningin gæti haft í för með sér í sumar var ákveðið að taka á leigu tvær þotur, eina af gerðinni Boeing 757 og eina breiðþotu af gerðinni Boeing 767.

Vonir voru bundnar við að Boeing 737 MAX myndi fljúga á ný um miðjan júní en félagið hefur uppfært flugáætlun sína og er ekki útlit fyrir að 737 MAX þoturnar muni fljúga á ný fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júlí.

Þrjár af þeim nýju Boeing 737 MAX þotum sem bíða afhendingar á athafnasvæði Boeing í Renton / Ljósmynd: Peter Schneider

Við þessar breytingar dregst sætaframboð tímabilsins saman um 2% og lögð verður áhersla á að tryggja að sem minnsta röskun verði á leiðarkerfinu á þessum tíma.

Hafa fengið fimm Boeing 737 MAX þotur afhentar

Óvíst er hver fjárhagsleg áhrif kyrrsentingarinnar verður en til að mynda er ekki enn vitað hversu mikið af þeim kostnaði sem hlýst af kyrrsetningunni fæst bættur frá framleiðanda.

Icelandair hefur fengið fjórar Boeing 737 MAX 8 þotur afhentar og eina af lengri gerðinni, 737 MAX 9, en sjö vikur eru liðnar frá því að þotan var kyrrsett í flest öllum löndum í heiminum.

Icelandair fékk fyrstu Boeing 737 MAX þotuna afhenta þann 2. mars í fyrra sem var TF-ICE og var fyrsta áætlunarflugið með „Maxinum“ flogið þann 13. apríl sem var jómfrúarflug til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.  fréttir af handahófi

Fjórtán prósenta aukning í sölu á rafeindakerfum fyrir flugvélar

25. nóvember 2019

|

Töluverð aukning hefur orðið á sölu á rafeindabúnaði og stjórnkerfum fyrir flugvélar í heiminum á árinu sem er senn á enda.

Ræða alvarlega stöðu Alitalia

2. desember 2019

|

Ríkisstjórn Ítalíu átti í dag einskonar neyðarfund um alvarlega stöðu flugfélagsins Alitalia en vonast er til þess að hægt verði að finna leiðir til þess að halda rekstri ríkisfélagsins á floti áfram

Delta kaupir fimmtungs hlut í stærsta flugfélagi S-Ameríku

27. september 2019

|

Delta Air Lines mun eignast 20 prósenta hlut í flugfélaginu LATAM sem er eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Qantas velur A350-1000 fyrir Sólarupprásarverkefnið

13. desember 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

Southwest og Boeing semja um skaðabætur vegna 737 MAX

12. desember 2019

|

Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Svartsýnn á að Ryanair geti flogið 737 MAX næsta sumar

11. desember 2019

|

Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

El Al stefnir á tilraunir með beint flug til Ástralíu

10. desember 2019

|

Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

Herflugvél með 38 um borð hvarf af ratsjá yfir Suður-Íshafi

10. desember 2019

|

Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

SAS aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum

9. desember 2019

|

SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

SAS mun hætta að fljúga á Narita-flugvöll í Tókýó

9. desember 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

Fréttaþyrla í árekstri við dróna

9. desember 2019

|

Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

Lokaskýrsla vegna flugslyss sunnan Hafnafjarðar árið 2015

8. desember 2019

|

Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í