flugfréttir

Qantas vill hækka vaktatíma flugmanna upp í 23 stundir

- Þurfa lengri vaktatíma fyrir beint flug milli Sydney og London

6. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:41

Lengsta flug Qantas í dag er beint flug félagsins frá Perth til London Heathrow sem tekur um 17 klukkustundir

Ástralska flugfélagið Qantas reynir nú að fá undanþágu frá flugmálayfirvöldum í Ástralíu til þess að breyta lögum um vaktatíma flugmanna til þess að geta flogið eitt lengsta beina áætlunarflug sögunnar.

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London sem tæki 21 klukkustund og þá mögulega með þotum á borð við Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000.

Þær þotur munu hafa flugþol upp á yfir 21 klukkustund sem myndi gert Qantas kleift að fljúga slíkar vegalengdir án þess að hafa viðdvöl á leiðinni en félagið hefur í mörg ár flogið milli Sydney og London Heathrow með viðkomu ýmist í Singapore eða í öðrum borgum í Asíu sem gerir heildarflugtímann að 23 klukkustundum.

Þótt að Qantas væri komið með flugvélar með slíkt flugþol þá stendur félagið frammi fyrir því að í fluginu eru reglugerðir varðandi hámarks vaktatíma og hvíldartíma áhafna en samkvæmt áströlskum reglugerðum í fluginu þá má vaktatími flugmanna ekki fara yfir 20 klukkustundir.

Boeing 787-9 þota Qantas í lendingu á flugvellinum í Perth eftir flug frá London Heathrow

Þar með talið er sá tími sem fer í að ferðast til og frá vinnu og undirbúningur flugsins á jörðu niðri auk þess tíma sem telst til vinnu eftir lendingu sem dugar því ekki til er kemur að flugi sem varir í 20 klukkustundir.

Ljós er að þörf er á vaktatíma flugmanna upp á 23 klukkustundir til að gera þetta lengsta, beina áætlunarflug að veruleika.

„Við höfum ekki leyfi til þess að notfæra okkur eins langan vinnutíma og slíkt flug krefst þannig það þarf að semja um þetta og láta flugmálayfirvöld leggja blessun sína yfir það áður en farið er af stað með svona langt flug“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Joyce segir að ef undantekning verður gerð á vaktartíma flugmanna vegna beins flugs milli Sydney og London þá geti félagið lagt inn pöntun í annaðhvort Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000 fyrir lok ársins og verður hægt að hefja fyrsta beina flugið árið 2022.

„Tæknin hefur breyst en mannleg geta hefur alltaf verið sú sama“

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London árið
2022

Qantas flýgur nú þegar beint flug milli Perth og London en það flug tekur 17 klukkustundir og eru fjórir flugmenn um borð í flugi sem skipta á milli sín vöktum.

Peter Gibson, talsmaður flugmálayfirvalda í Ástralíu, segir að stofnunin sé að skoða málið og verður ákvörðunin að hluta til byggð á niðurstöðum úr rannsókn um þreytu meðal þeirra flugmanna sem eru í dag að fljúga beina flugið milli Perth og London.

Niðurstaðan gæti orðið sú að 21 tíma vaktir verða leyfðar, beiðninni hafnað, vaktatíminn yrði styttur frá því sem hann er nú, eða farið fram á reyndari áhafnir eða að hvíldartími yrði lengdur.

„Tæknin hefur breyst en geta mannsins og takmörkun hennar er sú sama og þegar Wright-bræður flugu fyrsta flug sögunnar. Við verðum fyrst að átta okkur á þeim áhrifum sem svona „súper löng“ flug hafa á flugmenn“, segir Mark Sedwick, yfirmaður flugmannafélags Qantas.

Samgönguyfirvöld í Ástralíu birtu nýlega niðurstöður úr könnun sem leiddi í ljós að 60% flugmanna, sem fljúga mjög löng flug, hafa upplifað þreytu og í mörgum tilfellum hafa flugmenn verið mjög þreyttir á löngum flugferðum.  fréttir af handahófi

Southwest sendir teymi til Evrópu til að skoða Airbus-þotur

26. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur ýjað að því að ekki sé útilokað að skoða aðrar flugvélategundir í kjölfar vandamálsins með Boeing 737 MAX vélarnar en ekkert flugfélag í heiminum hefu

Ætla að taka 737 MAX 10 og Dreamliner í stað 737 MAX 8

30. apríl 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia segist ætla að skipta út þeim Boeing 737 MAX 8 þotum, sem félagið hafði pantað, fyrir aðrar tegundir af farþegaþotum frá Boeing.

Flugdólgur dæmdur til að greiða 21 milljón króna sekt

8. júlí 2019

|

Ölvaður farþegi, sem var valdur að því að Airbus A330 breiðþota frá Hawaiian Airlines þurfti að snúa við til Honolulu vegna hegðunar hans, hefur verið gert að greiða 21.6 milljón króna í sekt.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta