flugfréttir

Qantas vill hækka vaktatíma flugmanna upp í 23 stundir

- Þurfa lengri vaktatíma fyrir beint flug milli Sydney og London

6. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:41

Lengsta flug Qantas í dag er beint flug félagsins frá Perth til London Heathrow sem tekur um 17 klukkustundir

Ástralska flugfélagið Qantas reynir nú að fá undanþágu frá flugmálayfirvöldum í Ástralíu til þess að breyta lögum um vaktatíma flugmanna til þess að geta flogið eitt lengsta beina áætlunarflug sögunnar.

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London sem tæki 21 klukkustund og þá mögulega með þotum á borð við Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000.

Þær þotur munu hafa flugþol upp á yfir 21 klukkustund sem myndi gert Qantas kleift að fljúga slíkar vegalengdir án þess að hafa viðdvöl á leiðinni en félagið hefur í mörg ár flogið milli Sydney og London Heathrow með viðkomu ýmist í Singapore eða í öðrum borgum í Asíu sem gerir heildarflugtímann að 23 klukkustundum.

Þótt að Qantas væri komið með flugvélar með slíkt flugþol þá stendur félagið frammi fyrir því að í fluginu eru reglugerðir varðandi hámarks vaktatíma og hvíldartíma áhafna en samkvæmt áströlskum reglugerðum í fluginu þá má vaktatími flugmanna ekki fara yfir 20 klukkustundir.

Boeing 787-9 þota Qantas í lendingu á flugvellinum í Perth eftir flug frá London Heathrow

Þar með talið er sá tími sem fer í að ferðast til og frá vinnu og undirbúningur flugsins á jörðu niðri auk þess tíma sem telst til vinnu eftir lendingu sem dugar því ekki til er kemur að flugi sem varir í 20 klukkustundir.

Ljós er að þörf er á vaktatíma flugmanna upp á 23 klukkustundir til að gera þetta lengsta, beina áætlunarflug að veruleika.

„Við höfum ekki leyfi til þess að notfæra okkur eins langan vinnutíma og slíkt flug krefst þannig það þarf að semja um þetta og láta flugmálayfirvöld leggja blessun sína yfir það áður en farið er af stað með svona langt flug“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Joyce segir að ef undantekning verður gerð á vaktartíma flugmanna vegna beins flugs milli Sydney og London þá geti félagið lagt inn pöntun í annaðhvort Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000 fyrir lok ársins og verður hægt að hefja fyrsta beina flugið árið 2022.

„Tæknin hefur breyst en mannleg geta hefur alltaf verið sú sama“

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London árið
2022

Qantas flýgur nú þegar beint flug milli Perth og London en það flug tekur 17 klukkustundir og eru fjórir flugmenn um borð í flugi sem skipta á milli sín vöktum.

Peter Gibson, talsmaður flugmálayfirvalda í Ástralíu, segir að stofnunin sé að skoða málið og verður ákvörðunin að hluta til byggð á niðurstöðum úr rannsókn um þreytu meðal þeirra flugmanna sem eru í dag að fljúga beina flugið milli Perth og London.

Niðurstaðan gæti orðið sú að 21 tíma vaktir verða leyfðar, beiðninni hafnað, vaktatíminn yrði styttur frá því sem hann er nú, eða farið fram á reyndari áhafnir eða að hvíldartími yrði lengdur.

„Tæknin hefur breyst en geta mannsins og takmörkun hennar er sú sama og þegar Wright-bræður flugu fyrsta flug sögunnar. Við verðum fyrst að átta okkur á þeim áhrifum sem svona „súper löng“ flug hafa á flugmenn“, segir Mark Sedwick, yfirmaður flugmannafélags Qantas.

Samgönguyfirvöld í Ástralíu birtu nýlega niðurstöður úr könnun sem leiddi í ljós að 60% flugmanna, sem fljúga mjög löng flug, hafa upplifað þreytu og í mörgum tilfellum hafa flugmenn verið mjög þreyttir á löngum flugferðum.  fréttir af handahófi

GE9x-hreyfill skemmdist í flutningi í harkalegri lendingu

8. nóvember 2019

|

Annar af tveimur GE9x hreyflunum, sem á að knýja áfram fyrstu Boeing 777X tilraunaþotuna, skemmdist í flutningi þegar verið var að ferja hann til Seattle á dögunum.

KLM stefnir á að hætta með Airbus A330 á næstu árum

6. nóvember 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun hætta með Airbus A330 breiðþoturnar á næstu árum en ástæðan er sögð þar sem móðurfélagið, Air France-KLM, stefnir á að einfalda flugflota félaganna.

FAA varar fólk við því að panta flugfar gegnum smáforrit

24. desember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við því að nýta sér deilihagkerfi með smáforrittum til þess að þiggja flugfar sem virkar eins og Uber í háloftunum

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00