flugfréttir

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Ein af þeim Airbus A321 þotum sem WOW air hafði í flota sínum á Keflavíkurflugvelli í apríl árið 2018

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan er í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation.

Fram kemur að mikið hafi verið rætt og ritað í fjölmiðlum síðustu daga um forsendur og málsástæður ákvörðunar Isavia um að stöðva för flugvélar flugvélaleigusalans ALC vegna ógreiddra notendagjalda WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Í Viðskiptablaðinu sl. miðvikudag er haft eftir lögmanni ALC að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, og þeirri sem síðar var undirrituð af forstjóra WOW, hafi ákvæði um að ein vél WOW skyldi ávallt vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.

Sagði lögmaður ALC það afhjúpa það sem hann kallar ásetning og hugræna afstöðu Isavia til gjörningsins: „Þeir vita að það þolir ekki dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja manns fyrir slíkri skuldasöfnun.“

Rétt er að halda því til haga að það var að beiðni WOW air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar yfirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.

Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til þess að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi.

Í umræðunni hefur lögmaður ALC einnig borið það á borð að leigusalinn hafi ekki verið upplýstur um stöðu mála. Mikilvægt er að benda á að í leigusamningi ALC við WOW air vegna umræddrar vélar eru ýmis ákvæði um skipan mála. 

• Þar eru ákvæði um hvernig haga beri málum ef flugvél ALC yrði kyrrsett vegna notendagjalda á flugvelli.

• Þar er ákvæði sem benda til að leigusali hafi verið meðvitaður um möguleikana að greiða þurfi gjöld af öllum vélum vegna einnar kyrrsettrar.

• Grein þess efnis að WOW air skuli, áður en flugvélin er afhent, láta ALC í té lögfræðiálit um íslenska löggjöf og lagaframkvæmd vegna flugvélarinnar.

• Í leigusamningnum er einnig ákvæði sem heimilar ALC hvenær sem er að afla upplýsinga frá Isavia um skuldastöðu WOW air gagnvart flugvellinum.

Þá hefur í fjölmiðlum verið rætt um mögulega skaðabótaábyrgð Isavia í málinu. Rétt er að ítreka að Isavia hefur ekki staðið í vegi fyrir því að afhending flugvélarinnar fari fram gegn viðunandi tryggingu – svo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar.

Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.  fréttir af handahófi

43 atvinnuflugnemar útskrifast frá Flugakademíu Keilis

21. júní 2019

|

Flugakademía Keilis útskrifaði 43 atvinnuflugnema þann 14. júní sl. við athöfn sem fram fór í Andrews Theater í Ásbrú í Reykjanesbæ.

Aukin eftirspurn eftir langdrægari mjóþotum

19. apríl 2019

|

Svo virðist vera að Airbus sé búið að ákveða að hrinda úr vör enn langdrægari útgáfu af Airbus A321neo ef marka má orð Christian Scherer sem tók nýlega við stöðu sölustjóra Airbus.

Airbus fær pöntun í 50 A321XLR þotur frá Indigo Partners

19. júní 2019

|

Bandaríska fyrirtækið Indigo Partners hefur lagt inn pöntun til Airbus í fimmtíu Airbus A321XLR þotur sem munu fara í flota þriggja flugfélaga í eigu Indigo Partners.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta