flugfréttir

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:45

Ein af þeim Airbus A321 þotum sem WOW air hafði í flota sínum á Keflavíkurflugvelli í apríl árið 2018

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan er í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation.

Fram kemur að mikið hafi verið rætt og ritað í fjölmiðlum síðustu daga um forsendur og málsástæður ákvörðunar Isavia um að stöðva för flugvélar flugvélaleigusalans ALC vegna ógreiddra notendagjalda WOW air á Keflavíkurflugvelli.

Í Viðskiptablaðinu sl. miðvikudag er haft eftir lögmanni ALC að það hafi vakið athygli hans að í upphaflegri greiðsluáætlun WOW air, og þeirri sem síðar var undirrituð af forstjóra WOW, hafi ákvæði um að ein vél WOW skyldi ávallt vera á Keflavíkurflugvelli verið tekið út.

Sagði lögmaður ALC það afhjúpa það sem hann kallar ásetning og hugræna afstöðu Isavia til gjörningsins: „Þeir vita að það þolir ekki dagsljósið að áskilja sér tryggingu í eign þriðja manns fyrir slíkri skuldasöfnun.“

Rétt er að halda því til haga að það var að beiðni WOW air að hafa tvö aðskilin gögn um málið. Annars vegar greiðsluáætlun og hins vegar yfirlýsingu um að ein flugvél WOW yrði ávallt á Keflavíkurflugvelli eða á leið þangað.

Gera má ráð fyrir að lögmanni ALC sé fullkunnugt um þetta. Enn einu sinni notar hann fjölmiðla til þess að bera á borð fullyrðingar um stjórnendur Isavia sem ekki standast skoðun. Farið er af stað með dylgjur í garð þeirra sem tóku erfiðar ákvarðanir um rekstur Isavia – ákvarðanir sem teknar voru á viðskiptalegum forsendum með hag Isavia að leiðarljósi.

Í umræðunni hefur lögmaður ALC einnig borið það á borð að leigusalinn hafi ekki verið upplýstur um stöðu mála. Mikilvægt er að benda á að í leigusamningi ALC við WOW air vegna umræddrar vélar eru ýmis ákvæði um skipan mála. 

• Þar eru ákvæði um hvernig haga beri málum ef flugvél ALC yrði kyrrsett vegna notendagjalda á flugvelli.

• Þar er ákvæði sem benda til að leigusali hafi verið meðvitaður um möguleikana að greiða þurfi gjöld af öllum vélum vegna einnar kyrrsettrar.

• Grein þess efnis að WOW air skuli, áður en flugvélin er afhent, láta ALC í té lögfræðiálit um íslenska löggjöf og lagaframkvæmd vegna flugvélarinnar.

• Í leigusamningnum er einnig ákvæði sem heimilar ALC hvenær sem er að afla upplýsinga frá Isavia um skuldastöðu WOW air gagnvart flugvellinum.

Þá hefur í fjölmiðlum verið rætt um mögulega skaðabótaábyrgð Isavia í málinu. Rétt er að ítreka að Isavia hefur ekki staðið í vegi fyrir því að afhending flugvélarinnar fari fram gegn viðunandi tryggingu – svo sem eins og bankatryggingu, með fyrirvara um lögmæti kröfunnar.

Síðan mætti takast á um ágreininginn fyrir dómstólum. Það er ákvörðun leigusalans að fara ekki þá leið.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga