flugfréttir

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

- Ná ekki að keppa við hraðlestar og erlend lágfargjaldafélög

13. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:05

Air France hefur átt undir högg að sækja á mörgum vígstöðvum að undanförnu og er innanlandsflugið þar engin undantekning

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

Taprekstur Air France nam 25 milljörðum króna árið 2018 sem er tvöföld verri afkoma en árið 2017 er tap félagsins nam 13 milljörðum króna.

Óttast er að niðurskurðurinn eigi eftir að hafa töluverð áhrif og óttast starfsmenn að til uppsagna komi en af þeim 84.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air France þá eru um 3.400 af þeim sem starfa í tengslum við innanlandsflugið á þrettán áfangastöðum.

Air France segir að dregið verði úr tíðni til einhverra flugvalla, minni flugvélar sendar á einhverja áfangastaði auk þess sem hætt verður að fljúga til þeirra áfangastaða sem eru ekki lengur arðbærir.

Talsmaður Air France vill ekki gefa upp til hvaða borga verður hætt að fljúga til en gefur í skyn að sennilega verði hætt að fljúga til þeirra staða sem fólk er farið að ferðast til í auknu mæli með hraðlestum og til flugvalla þar sem lágfargjaldafélög hafa náð yfirhöndinni.

Airbus A320 þota spænska flugfélagsins Volotea

Air France flýgur til 32 áfangastaða í innanlandsfluginu í Frakklandi og hefur meðal annars notað Airbus A320 og A319 þotur til flugsins auk Airbus A318 sem er minnsta farþegaþotan sem Airbus hefur smíðað.

Halda enn í 65% hlutdeild af markaðnum innanlands

Þá hafa erlend lágfargjaldafélög herjað á franska markaðinn en til að mynda þá flýgur spænska flugfélagið Volotea til og frá Brest, Nantes, Bordeaux, Montpellier, Lyon og fleiri áfangastaða auk þess sem easyJet og Ryanair eru einnig umsvifamikil í Frakklandi.

Ryanair hefur nýopnað bækistöð á flugvöllunum í Marseille og í Bordeaux og til stendur að gera flugvöllinn í Toulouse einnig að nýrri starfsstöð og þá gerði easyJet flugvöllinn í Nantes að sinni sjöundu bækistöð í Frakklandi.

Er kemur að hraðlestunum þá segir að Air France hafi tapað um 90% af umsvifum sínum í þeim borgum sem hægt er að ferðast til á innan við 2 klukkustundum til og frá París.

Air France hefur tapað um 98 milljörðum króna á sl. sex árum eða frá árinu 2013 en þrátt fyrir það þá hefur markaðsherferð og aukin áhersla að uppfylla kröfur farþega um stundvísi og þægindi, gert það að verkum að félagið hefur náð að viðhalda 65% af samgöngum innanlands í Frakklandi.  fréttir af handahófi

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Flugáætlun Icelandair með Q400 og Airbus A319

24. júní 2019

|

Icelandair hefur áform um að nota Bombardier Dash 8 Q400 áfram í millilandaflugi á einstaka flugleiðum til Bretlandseyja í sumar og fram í september.

Segja að þrjár flugvélar hafi „horfið“ úr flota Air Zimbabwe

4. júlí 2019

|

Flugfélagið Air Zimbabwe hefur vísað á bug fréttum um að þrjár flugvélar í flota félagsins séu týndar og að þær hafi horfið frá flugvellinum í Harare þar sem félagið hefur höfuðstöðvar sínar.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta