flugfréttir

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

- Ná ekki að keppa við hraðlestar og erlend lágfargjaldafélög

13. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 20:05

Air France hefur átt undir högg að sækja á mörgum vígstöðvum að undanförnu og er innanlandsflugið þar engin undantekning

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

Taprekstur Air France nam 25 milljörðum króna árið 2018 sem er tvöföld verri afkoma en árið 2017 er tap félagsins nam 13 milljörðum króna.

Óttast er að niðurskurðurinn eigi eftir að hafa töluverð áhrif og óttast starfsmenn að til uppsagna komi en af þeim 84.000 starfsmönnum sem starfa hjá Air France þá eru um 3.400 af þeim sem starfa í tengslum við innanlandsflugið á þrettán áfangastöðum.

Air France segir að dregið verði úr tíðni til einhverra flugvalla, minni flugvélar sendar á einhverja áfangastaði auk þess sem hætt verður að fljúga til þeirra áfangastaða sem eru ekki lengur arðbærir.

Talsmaður Air France vill ekki gefa upp til hvaða borga verður hætt að fljúga til en gefur í skyn að sennilega verði hætt að fljúga til þeirra staða sem fólk er farið að ferðast til í auknu mæli með hraðlestum og til flugvalla þar sem lágfargjaldafélög hafa náð yfirhöndinni.

Airbus A320 þota spænska flugfélagsins Volotea

Air France flýgur til 32 áfangastaða í innanlandsfluginu í Frakklandi og hefur meðal annars notað Airbus A320 og A319 þotur til flugsins auk Airbus A318 sem er minnsta farþegaþotan sem Airbus hefur smíðað.

Halda enn í 65% hlutdeild af markaðnum innanlands

Þá hafa erlend lágfargjaldafélög herjað á franska markaðinn en til að mynda þá flýgur spænska flugfélagið Volotea til og frá Brest, Nantes, Bordeaux, Montpellier, Lyon og fleiri áfangastaða auk þess sem easyJet og Ryanair eru einnig umsvifamikil í Frakklandi.

Ryanair hefur nýopnað bækistöð á flugvöllunum í Marseille og í Bordeaux og til stendur að gera flugvöllinn í Toulouse einnig að nýrri starfsstöð og þá gerði easyJet flugvöllinn í Nantes að sinni sjöundu bækistöð í Frakklandi.

Er kemur að hraðlestunum þá segir að Air France hafi tapað um 90% af umsvifum sínum í þeim borgum sem hægt er að ferðast til á innan við 2 klukkustundum til og frá París.

Air France hefur tapað um 98 milljörðum króna á sl. sex árum eða frá árinu 2013 en þrátt fyrir það þá hefur markaðsherferð og aukin áhersla að uppfylla kröfur farþega um stundvísi og þægindi, gert það að verkum að félagið hefur náð að viðhalda 65% af samgöngum innanlands í Frakklandi.  fréttir af handahófi

Isavia semur við Mace um uppbyggingu og stækkun á KEF

17. desember 2019

|

Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar.

Wizz Air stofnar lágfargjaldafélag í Abu Dhabi

12. desember 2019

|

Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

Isavia semur við ELKO um aðstöðu á Keflavíkurflugvelli

30. desember 2019

|

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, hafa undirritað samning við Elko um aðstöðu undir tvær raftækjaverslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurf

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Klæðning losnaði af í flugtaki

22. janúar 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá ástralska flugfélaginu Virgin Australia þurfti að snúa við til Brisbane skömmu eftir flugtak eftir að farþegar tilkynntu áhöfninni um að eitthvað væri að lo

Bresk flugfélög gagnrýna aðstoð breska ríkisins vegna Flybe

22. janúar 2020

|

Yfirmenn og forstjórar nokkurra breskra flugfélag hafa harðlega gagnrýnt aðgerðir breskra stjórnvalda sem ákváðu að bjargra rekstri lágfargjaldaflugfélagsins Flybe með því að lækka farþegaskatta og f

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

Spá því að árið 2020 í fluginu muni einkennast af ókyrrð

21. janúar 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að ókyrrð muni ríkja í flugiðnaðinum á þessu ári sem orsakast sérstaklega vegna óvissu í stjórnmálum í heiminum og meðal annars vegna áhyggja fólks út af umhverf

Fjórir grunnskólakennarar höfða mál gegn Delta Air Lines

20. janúar 2020

|

Fjórir grunnskólakennarar í Los Angeles hafa ákveðið að höfða mál gegn bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines eftir atvik sem átti sér stað þar sem farþegaþota frá félaginu losaði sig við eldsneyti y

Fá ekki að nota Boeing 737-500 þotur í flugi til Bandaríkjanna

20. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað Bahamsair, ríkisflugfélaginu á Bahamaeyjum, að fljúga inn í bandaríska lofthelgi með þeim þremur Boeing 737-500 þotum sem félagið hefur í flotanum.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Með sárt ennið eftir að flugskóli í Kanada hætti starfsemi

20. janúar 2020

|

Tugi flugnema við flugskólann Ottawa Aviation Services í Kanada sitja nú eftir með sárt ennið eftir að flugskólinn neyddist til þess að hætta starfsemi sinni skyndilega.

Tengdi PlayStation við upplýsingaskjá í flugstöðinni

20. janúar 2020

|

Flugfarþegi, sem var að spila tölvuleik á meðan hann beið eftir flugi á flugvellinum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum á dögunum, gerði sér lítið fyrir og tengdi PlayStation tölvuna við upplýsingask

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00