flugfréttir

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

- TWA Hótelið hóf starfsemi sína í dag - Sundlaug með útsýni yfir JFK

15. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

TWA Hotel og flugstöðin TWA Flight Center opnaði í dag fyrir almenningi

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugstöðinni.

Síðastliðin 5 ár hafa staðið yfir framkvæmdir á TWA Hotels sem var formlega tekið í notkun í dag og getur almenningur nú spókað sig um í TWA byggingunni sem lokaði í október árið 2001.

Það var árið 2015 sem tilkynnt var um að bandaríska flugfélagið jetBlue hyggðist opna hótel við TWA flugstöðina sem staðið hefur auð allt frá tímum Pan Am og TWA sem voru þá stærstu risarnir í fluginu vestanhafs.

Í september 2015 fékk jetBlue leyfi frá samgöngustofnuninni Port Authority of New York and New Jersey til hótelreksturs og er byggingin því aftur aðgengileg fyrir almenning og þá gesti sem vilja berja þennan magnaða arkitektúr augum en flugstöðin, sem hönnuð var af finnska arkitektinum Eero Saarinen snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur verið álitin tímavél fyrir gullnu ár flugsins.

Það verða án efa margir sem eiga eftir að leggja leið sína í TWA flugstöðina í sumar

TWA Hotel kemur með 512 herbergjum og tengist hótelið flugstöðinni en inni í henni má meðal annars sjá flugfreyjubúninga TWA sem eru til sýnis og fyrir utan má finna forláta Lockheed Constellation flugvél sem hefur verið breytt í bar og fundaraðstöðu.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Sundlaugin er með útsýni sem engin önnur sundlaug í veröldinni hefur - Allavega ekki fyrir flugáhugafólk

Hótelið kemur með sundlaug ofan á þakinu með útsýni yfir JFK-flugvöll sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna, útsýnispallur, fundarherbergi og 929 fermetra líkamsræktarsal sem sagður er vera stærsta hótellíkamssrækt heims.

London-klúbburinn er einn af þeim nokkrum börum sem finna má í TWA flugstöðinniÖll herlegheitin tengjast svo AirTram flugvallarlestinni sem gengur í hringi á milli allra flugstöðvanna á JFK-flugvellinum og eru tengifarþegar velkomnir til að kíkja í veitingar eða fara í sturtu áður en þeir fara í flug.

TWA flugstöðin hefur verið lokuð frá því í október 2001

Hótelgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hávaði frá flugvellinum haldi fyrir þeim vöku þar sem gluggarnir eru 11 sentimetrar á þykkt, gerðir úr Fabbrica-gleri, sem er eitt þykkasta gler sem framleitt er í heiminum í dag, en fyrir flugnörda þá er því miður ekki hægt að heyra mikin þotugný þar sem glerið er nánast hljóðeinangrandi.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Mikið af munum frá tíma TWA er að finna í flugstöðinni

Í flugstöðinni ómar tónlist Frank Sinatra, Bítlanna, Dusty Springfield, Rosemary Clooney og Dean Martin og má bragða á fjölda tegunda af kokteilum og drykkjum á átta mismunandi hótelbörum og veitingastöðum en meðal þeirra eru Jean-Georges Vongerichten’s Paris Café, Lisbon Lounge, og Ambassador’s Club. 

Þá er að finna í gömlu flugstöðinni TWA safnið þar sem sjá má fjöldann allan af munum sem tilheyra tímanum sem TWA var upp á sitt besta þar sem til sýnis eru búningar, farangur, ferðatöskumerkingar, húsgögn ásamt fleiri hluta sem tengdust flugfélaginu.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Ráðgjafarfyrirtæki aðstoða við að laga ímynd Boeing

7. júní 2019

|

Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eftir 3 mánaða kyrrsetningu um allan heim en eitt stærsta vandamálið verður einnig að endurheimta ímynd Boeing sem lengi he

419.000 farþegar flugu með Icelandair í maí

7. júní 2019

|

Aldrei hafa eins margir farþegar flogið með Icelandair í maímánuði líkt og seinast þegar yfir 419.000 farþegar flugu með félaginu.

Boeing 777-9 hreyfist fyrir sínu eigin afli í fyrsta sinn

24. júní 2019

|

Fyrsta Boeing 777X tilraunarþotan hefur hafið akstursprófanir og þar með er hún farin að hreyfast í fyrsta sinn með sínu eigin afli.

  Nýjustu flugfréttirnar

„737-8200“ ekki nýtt nafn á Boeing 737 MAX

15. júlí 2019

|

Ljósmynd af nýrri Boeing 737 MAX þotu fyrir Ryanair hefur verið dreift á samfélagsmiðlum undanfarinn sólarhring með áletrunina 737-8200 framan á nefi vélarinnar.

Qatar Airways pantar átján einkaþotur frá Gulfstream

15. júlí 2019

|

Qatar Airways hefur lagt inn pöntun til Gulfstream Aerospace í 18 einkaþotur en tilkynnt var um pöntunina við athöfn sem fram fór í Hvíta Húsinu fyrir helgi.

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

Bellew mun hætta sem rekstrarstjóri Ryanair

12. júlí 2019

|

Peter Bellew, rekstarstjóri Ryanair, hefur tilkynnt að hann muni segja starfi sínu lausu og hætt sem rekstarstjóri félagsins fyrir lok ársins.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

Qatar gerir stóran samning við General Electric og Boeing

12. júlí 2019

|

Stjórnvöld í Qatar hafa undirritað stóran viðskiptasamning við Bandaríkin um kaup á hreyflum og nýjum farþegaþotum en um 600 milljarða króna samning er um að ræða við hreyflaframleiðandann GE Aviatio

Bjørn Kjos segir af sér sem framkvæmdarstjóri Norwegian

12. júlí 2019

|

Bjørn Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian og einn af stofnendum félagsins, hefur ákveðið að stíga til hliðar og mun hann yfirgefa forstjórastólinn eftir að hafa stjórnað flugfélaginu norska í 17 ár.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

Delta segir formlega skilið við Boeing eftir 50 ára viðskipti

10. júlí 2019

|

Eftir að hafa verið viðskiptavinur Boeing í 50 ár og fengið reglulega nýjar flugvélar frá framleiðandanum frá sjöunda áratug síðustu aldar þá mun Delta Air Lines ekki fá fleiri þotur eftir að síðasta