flugfréttir

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

- TWA Hótelið hóf starfsemi sína í dag - Sundlaug með útsýni yfir JFK

15. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

TWA Hotel og flugstöðin TWA Flight Center opnaði í dag fyrir almenningi

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugstöðinni.

Síðastliðin 5 ár hafa staðið yfir framkvæmdir á TWA Hotels sem var formlega tekið í notkun í dag og getur almenningur nú spókað sig um í TWA byggingunni sem lokaði í október árið 2001.

Það var árið 2015 sem tilkynnt var um að bandaríska flugfélagið jetBlue hyggðist opna hótel við TWA flugstöðina sem staðið hefur auð allt frá tímum Pan Am og TWA sem voru þá stærstu risarnir í fluginu vestanhafs.

Í september 2015 fékk jetBlue leyfi frá samgöngustofnuninni Port Authority of New York and New Jersey til hótelreksturs og er byggingin því aftur aðgengileg fyrir almenning og þá gesti sem vilja berja þennan magnaða arkitektúr augum en flugstöðin, sem hönnuð var af finnska arkitektinum Eero Saarinen snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur verið álitin tímavél fyrir gullnu ár flugsins.

Það verða án efa margir sem eiga eftir að leggja leið sína í TWA flugstöðina í sumar

TWA Hotel kemur með 512 herbergjum og tengist hótelið flugstöðinni en inni í henni má meðal annars sjá flugfreyjubúninga TWA sem eru til sýnis og fyrir utan má finna forláta Lockheed Constellation flugvél sem hefur verið breytt í bar og fundaraðstöðu.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Sundlaugin er með útsýni sem engin önnur sundlaug í veröldinni hefur - Allavega ekki fyrir flugáhugafólk

Hótelið kemur með sundlaug ofan á þakinu með útsýni yfir JFK-flugvöll sem er einn stærsti flugvöllur Bandaríkjanna, útsýnispallur, fundarherbergi og 929 fermetra líkamsræktarsal sem sagður er vera stærsta hótellíkamssrækt heims.

London-klúbburinn er einn af þeim nokkrum börum sem finna má í TWA flugstöðinni



Öll herlegheitin tengjast svo AirTram flugvallarlestinni sem gengur í hringi á milli allra flugstöðvanna á JFK-flugvellinum og eru tengifarþegar velkomnir til að kíkja í veitingar eða fara í sturtu áður en þeir fara í flug.

TWA flugstöðin hefur verið lokuð frá því í október 2001

Hótelgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hávaði frá flugvellinum haldi fyrir þeim vöku þar sem gluggarnir eru 11 sentimetrar á þykkt, gerðir úr Fabbrica-gleri, sem er eitt þykkasta gler sem framleitt er í heiminum í dag, en fyrir flugnörda þá er því miður ekki hægt að heyra mikin þotugný þar sem glerið er nánast hljóðeinangrandi.

Þrjú hönnunarfyrirtæki komu að hönnun hótelsins, Lubrano Ciavarra í New York, Beyer Blinder Belle og Stonehill Taylor og var allt gert til að varðveita gullnu ár flugsins og herbergin hönnuð á þá leið að hótelgestum finnst þeir vera komnir aftur í tímann eða staddir í kvikmyndinni „Catch Me If You Can“.

Mikið af munum frá tíma TWA er að finna í flugstöðinni

Í flugstöðinni ómar tónlist Frank Sinatra, Bítlanna, Dusty Springfield, Rosemary Clooney og Dean Martin og má bragða á fjölda tegunda af kokteilum og drykkjum á átta mismunandi hótelbörum og veitingastöðum en meðal þeirra eru Jean-Georges Vongerichten’s Paris Café, Lisbon Lounge, og Ambassador’s Club. 

Þá er að finna í gömlu flugstöðinni TWA safnið þar sem sjá má fjöldann allan af munum sem tilheyra tímanum sem TWA var upp á sitt besta þar sem til sýnis eru búningar, farangur, ferðatöskumerkingar, húsgögn ásamt fleiri hluta sem tengdust flugfélaginu.

Fleiri myndir:







































  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga