flugfréttir

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

- Þrjár Douglas DC-3 og C-47A Skytrain flugvélar lentu í Reykjavík

21. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:10

Þrír af þristunum fjórum, sem komu til landsins í gær, lentu á Reykjavíkurflugvelli en sá fjórði lenti í Keflavík rétt fyrir miðnætti

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þessa daganna að fljúga yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum á leið til Evrópu með viðkomu á Íslandi.

Fyrstu „þristurinn“ kom við í fyrradag sem var „Clipper Tabitha May“ sem kemur í litum Pan American World Airways sem var upphaflegt nafn Pan Am sem var eitt stærsta flugfélag heims á sínum tíma og er enn eitt þekktasta nafn allra flugfélaga í flugsögunni.

Í gærkvöld komu svo þrír „þristar“ til viðbótar til landsins og komu tveir nánast í samfloti upp að landinu frá Faxaflóanum eftir tæplega 5 klukkustunda flug frá Narsarsuaq á Grænlandi þar sem vélarnar tóku eldsneyti en upphaflega lögðu þristarnir af stað frá Presque Isle í Maine í Bandaríkjunum sl. sunnudag (19. maí) og höfðu fyrstu viðkomu í Gæsaflóa á Nýfundnalandi áður en haldið var til Grænlands.

Miss Virginia kemur á svæðið norðan við Loftleiðahótelið og tekur sér stæði

Fyrsti þristurinn sem lenti var Douglas C-47A Skytrain (DC-3), (N74589) en sú vél er smíðuð árið 1942 og er því 77 ára gömul. Vélin tók einn hring við Voga á Vatnsleysuströnd, mögulega til þess að hinkra eftir flugvél númer tvö sem var 20 mínútum á eftir svo þær gætu lent á svipuðum tíma á Reykjavíkurflugvelli.

Tollgæslan við „Miss Virginia“ skömmu eftir að vélin lagði í stæðið við hlið N47E sem lenti fyrst

Ekki voru allir gestir vissir um hvaða braut vélarnar myndu lenda á en á þeim tíma sem N74589 kom upp að Reykjavík var braut 31 í gangi fyrir einkaflugvélar og 19 í gangi fyrir áætlunarflug og stærri vélar og var hópur fólks sem hafði safnast saman á göngubrúnni við N1 við Hringbraut.

Skömmu áður höfðu þrjár flugvélar notað braut 19 og þar á meðal Bombardier Q400 vél Air Iceland Connect, Mýflug og Jetstream-flugvél frá Erni sem komu yfir Tjörnina en fyrsti þristurinn kom upp að „Romeo Kilo“ á Seltjarnarnesi og tók þaðan beygjuna beint inn á braut 13 og lenti klukkan 20:34.

Hljóðið frá mótorunum sínfónía út af fyrir sig

Örfáum mínútum síðar lenti þristur númer tvö, „Miss Virginia“, (N47E), sem er af gerðinni Douglas DC-3 en sú flugvél er smíðuð árið 1943. Báðar vélarnar lögðu á hlið við hlið norðan við Loftleiðahótelið og var skilið eftir pláss fyrir þriðja þristinn sem átti 55 mínútur eftir óflogið til Reykjavíkur þegar fyrstu tveir höfðu drepið á mótorunum.

Olíuilmurinn frá flugvélunum var alveg í stíl við hljóðið frá mótorunum sem flestir flugnördar líkja við sinfóníu enda ekki laust við að hægt sé að finna fyrir anda stríðsáranna við hljóminn.

Þriðji þristurinn, „Legend Airways“ snéri við á 13 og ók inn á 06 og að stæði

Þriðji þristurinn, og sá síðasti til að lenda í Reykjavík í gær, var af gerðinni Douglas DC-3 og ber sá skráninguna N25641. Sá kemur í litum „Legend Airways“ og birtist hann suðurvestur af Reykjavík og kom upp að landi yfir Álftanesi og tók krók yfir Kópavog, inn á aðflug að braut 31 og kom yfir Öskjuhlíðina í kvöldsólargeislum sem létu sjá sig við lendingu klukkan 21:34.

Þristarnir þrír í kvöldroðanum á ellefta tímanum í gærkvöldi

Fjórði þristurinn, N47TB, náði ekki til Reykjavíkur áður en flugturninn lokar fyrir umferð um völlinn klukkan 23:00 og lenti sú flugvél þess í stað á Keflavíkurflugvelli klukkan 23:50.

Til stendur að þristarnir verði til sýnis fyrir almenning í dag og á morgun

Þristarnir löðuðu að sér marga flugáhugamenn auk ljósmyndara en þá voru einnig margir íslenskir flugmenn, bæði atvinnuflugmenn, einkaflugmenn auk eldri flugkappa, sem lögðu leið sína til að skoða þristana og spjalla saman - enda hið fínasta vorveður í gærkvöldi þrátt fyrir að ekki hafi mikið sést til sólar.

Hér að neðan má bæði sjá myndband og ljósmyndir af þristunum þremur sem verða hér á landi fram á miðvikudag en von er á allt að sex þristum til viðbótar í dag.

Fleiri myndir - (myndband fyrir neðan)



























Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga