flugfréttir

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

- Fylla í skarðið í innanlandsflugi sem Jet Airways skildi eftir sig

21. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Verið er að endurinnrétta farþegarýmið í júmbó-þotunum tveimur sem fara aftur í áætlunarflug þann 1. júní

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Félagið vinnur nú að því að endurinnrétta tvær Boeing 747 þotur sem hafa annast VIP-flug fyrir indversku ríkisstjórnina að undanförnu en Air India hefur verið að fækka júmbó-þotunum og hefur aðeins fjórar eftir í flotanum sem hafa verið í notkun.

Tvær, sem hafa verið í geymslu undanfarin ár, sem eru af gerðinni Boeing 747-400ER, hafa flogið ráðherrum í opinberum ferðum erlendis en Air India þarf nú á þeim að halda aftur.

Félagið sér fram á mikla eftirspurn eftir flugsætum í kjölfar gjaldþrots Jet Airways og þar á meðal í innanlandsflugi en til þess að bjóða upp á fleiri flugsæti þá var hentugasta leiðin að taka aftur í notkun tvær júmbó-þotur sem verða notaðar í innanlandsflugi á milli Delhí og Bombay annarsvegar og milli Delhí og Kalkútta hinsvegar.

Air India hefur að öðru leyti skipt út júmbó-þotunum fyrir Dreamliner og Boeing 777-300ER

Flugleiðirnar tvær eru einar fjölförnustu flugleiðir í innanlandsflugi á Indlandi og verða júmbó-þoturnar því innréttaðar með sætum fyrir 423 farþega og byrja að fljúga strax þann 1. júní.

Að sjá júmbó-þotu í litum Air India er sjaldgæf sjón í dag en félagið hefur notað þær fjórar sem eftir eru eingöngu í innanlandsflugi og eru þær ekki notaðar í flug til fjarlægra áfangastaða.  fréttir af handahófi

Adria Airways riftir samningi um kaup á Superjet-þotum

4. apríl 2019

|

Slóvenska flugfélagið Adria Airways hefur slitið viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um kaup á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Öryggisleiðbeiningar í sætisvasa ruglaði farþega í ríminu

8. apríl 2019

|

Einhverjir farþegar, sem voru að fljúga með Southwest Airlines um helgina, lýstu yfir áhyggjum sínum þar sem þeir héldu að þeir væru að fara að fljúga með Boeing 737 MAX þar sem spjöldin með öryggis

Einkaþota fór í sjóinn við Bahama-eyjar

25. maí 2019

|

Leit stendur yfir af einkaþotu sem hrapaði í Atlantshafið í um 430 kílómetra fjarlægð austur af ströndum Flórída seint í gærkvöldi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00