flugfréttir

FAA boðar til fundar í Texas vegna Boeing 737 MAX

- EASA fer fram á þrjú atriði sem þarf að uppfylla fyrst áður en þotan flýgur á ný

23. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 2 mánuði

Svo gæti farið að í dag skýrist betur hvenær Boeing 737 MAX gæti flogið á ný en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa boðað til fundar á eftir í Fort Worth í Texas með flugmálayfirvöldum og 57 nefndum frá 33 löndum í heiminum þar sem farið verður yfir stöðuna varðandi þotuna eins og hún er í dag.

FAA hefur gefið í skyn að svo gæti farið að Boeing 737 MAX muni ekki fljúga á ný eins fljótt og flugfélög hafa vonast til og hefur einn yfirmaður stofnunarinnar gefið í skyn að ef kyrrsetningin mun vara í heilt ár þá verður „bara að hafa það“.

Daniel Elwell, yfirmaður FAA, segir aðspurður ef Boeing 737 MAX muni fljúga á ný í sumar að október í haust væri að hans mati bjartsýni en hvorki FAA né flugmálayfirvöld í öðrum löndum hafa gefið neitt í skyn hvenær þeir sjá fram á að Boeing 737 MAX geti byrjað að fljúga aftur.

Kanada fer fram á sína eigin úttekt

Flugmálayfirvöld í Kanada segja að þau vilja fá öll gögn frá Boeing varðandi breytingarnar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og þjálfun flugmanna og hafa kanadísk yfirvöld tilkynnt að þau ætli að framkvæma sína eigin vottun á hönnunarbreytingunum.

Þá hafa Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) tilgreint þau atriði sem þarf að leysa fyrst áður en Boeing 737 MAX þoturnar geta hafið sig til flugs á ný í Evrópu en það er háð þremur skilyrðum sem þarf að uppfylla.

Frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim um miðjan marsmánuð þá hafa verið gerðar uppfærslur á MCAS-kerfi vélanna en EASA segir að stofnunin þurfi að votta þær breytingar áður en kyrrsetningunni verði aflétt í Evrópu.

Þær þrjár kröfur sem EASA segir að farið hafi verið fram á er að allar hönnunarbreytingar sem Boeing gerir þurfi að gangast undir skoðun og samþykki frá stofnuninni. Í öðru lagi þá þurfi úttektum á öllum viðbótarbreytingum á kerfum eða búnaði að vera lokið og í þriðja lagi verði að fara yfir atriði er varðar þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa hrannast upp hjá Boeing frá því afhending þeirra var stöðvuð í mars

„Við erum að vinna að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eins fljótt og hægt er en það mun ekki gerast fyrr en við erum vissir um flugvélin sé fullkomnlega örugg, segir talsmaður EASA.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sagt að það þurfi ekki að fá samþykki frá flugmálayfirvöldum í öðrum löndum til að gefa grænt ljós fyrir því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný en EASA hafa tekið fram að sama hver niðurstaða FAA verði að þá muni evrópska flugmálastofnunin sjálf ákveða hvenær þotan megi fljúga meðal evrópskra flugfélaga, óháð mati FAA.

Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, hefur varað við því að ósættir meðal flugmálayfirvalda varðandi það hvenær tímabært sé að aflétta kyrrsetningu Boeing 737 MAX gæti skaðað það alþjóðasamstarf sem hefur verið við lýði meðal flugmálayfirvalda sem hingað til hafa verið samstíga varðandi vottanir á flugvélum og samræmingu í stöðlum er kemur að flugöryggi.  fréttir af handahófi

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Annað dótturfélag Avianca hættir rekstri

10. júní 2019

|

Avianca Argentina hefur hætt starfsemi sinni í bili og er þetta annað dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca til að hætta rekstri á eftir Avianca Brasil.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00