flugfréttir

FAA boðar til fundar í Texas vegna Boeing 737 MAX

- EASA fer fram á þrjú atriði sem þarf að uppfylla fyrst áður en þotan flýgur á ný

23. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:05

Boeing 737 MAX þoturnar hafa verið kyrrsettar í 2 mánuði

Svo gæti farið að í dag skýrist betur hvenær Boeing 737 MAX gæti flogið á ný en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa boðað til fundar á eftir í Fort Worth í Texas með flugmálayfirvöldum og 57 nefndum frá 33 löndum í heiminum þar sem farið verður yfir stöðuna varðandi þotuna eins og hún er í dag.

FAA hefur gefið í skyn að svo gæti farið að Boeing 737 MAX muni ekki fljúga á ný eins fljótt og flugfélög hafa vonast til og hefur einn yfirmaður stofnunarinnar gefið í skyn að ef kyrrsetningin mun vara í heilt ár þá verður „bara að hafa það“.

Daniel Elwell, yfirmaður FAA, segir aðspurður ef Boeing 737 MAX muni fljúga á ný í sumar að október í haust væri að hans mati bjartsýni en hvorki FAA né flugmálayfirvöld í öðrum löndum hafa gefið neitt í skyn hvenær þeir sjá fram á að Boeing 737 MAX geti byrjað að fljúga aftur.

Kanada fer fram á sína eigin úttekt

Flugmálayfirvöld í Kanada segja að þau vilja fá öll gögn frá Boeing varðandi breytingarnar sem gerðar hafa verið á MCAS-kerfinu og þjálfun flugmanna og hafa kanadísk yfirvöld tilkynnt að þau ætli að framkvæma sína eigin vottun á hönnunarbreytingunum.

Þá hafa Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) tilgreint þau atriði sem þarf að leysa fyrst áður en Boeing 737 MAX þoturnar geta hafið sig til flugs á ný í Evrópu en það er háð þremur skilyrðum sem þarf að uppfylla.

Frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett um allan heim um miðjan marsmánuð þá hafa verið gerðar uppfærslur á MCAS-kerfi vélanna en EASA segir að stofnunin þurfi að votta þær breytingar áður en kyrrsetningunni verði aflétt í Evrópu.

Þær þrjár kröfur sem EASA segir að farið hafi verið fram á er að allar hönnunarbreytingar sem Boeing gerir þurfi að gangast undir skoðun og samþykki frá stofnuninni. Í öðru lagi þá þurfi úttektum á öllum viðbótarbreytingum á kerfum eða búnaði að vera lokið og í þriðja lagi verði að fara yfir atriði er varðar þjálfun flugmanna á Boeing 737 MAX.

Boeing 737 MAX þoturnar hafa hrannast upp hjá Boeing frá því afhending þeirra var stöðvuð í mars

„Við erum að vinna að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eins fljótt og hægt er en það mun ekki gerast fyrr en við erum vissir um flugvélin sé fullkomnlega örugg, segir talsmaður EASA.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sagt að það þurfi ekki að fá samþykki frá flugmálayfirvöldum í öðrum löndum til að gefa grænt ljós fyrir því að Boeing 737 MAX fljúgi á ný en EASA hafa tekið fram að sama hver niðurstaða FAA verði að þá muni evrópska flugmálastofnunin sjálf ákveða hvenær þotan megi fljúga meðal evrópskra flugfélaga, óháð mati FAA.

Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, hefur varað við því að ósættir meðal flugmálayfirvalda varðandi það hvenær tímabært sé að aflétta kyrrsetningu Boeing 737 MAX gæti skaðað það alþjóðasamstarf sem hefur verið við lýði meðal flugmálayfirvalda sem hingað til hafa verið samstíga varðandi vottanir á flugvélum og samræmingu í stöðlum er kemur að flugöryggi.  fréttir af handahófi

Isavia semur við ELKO um aðstöðu á Keflavíkurflugvelli

30. desember 2019

|

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko, hafa undirritað samning við Elko um aðstöðu undir tvær raftækjaverslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurf

Þota fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á brautinni

23. janúar 2020

|

Bresk flugmálayfirvöld hafa rannsakað atvik sem átti sér stað í ágúst í fyrra er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 frá skoska flugfélaginu Loganair fór yfir dráttarbeisli í lendingu sem lá á fl

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Að hætta með A380 kostar Air France yfir 50 milljarða

20. febrúar 2020

|

Air France segir að það muni kosta félagið um 52 milljarða króna að hætta með Airbus A380 risaþoturnar en félagið tilkynnti í fyrra að til stæða að taka allar risaþoturnar úr umferð á næstu tveimur á

Fyrsta flug Gulfstream G700

19. febrúar 2020

|

Nýja Gulfstream G700 einkaþotan flaug um helgina sitt fyrsta flug og hefjast þar með formlega flugprófanir fyrir þessa nýju einkaþotu sem á að koma á markaðinn árið 2022.

Tvær flugvélar rákust saman á flugi í Ástralíu

19. febrúar 2020

|

Fjórir létu lífið í árekstri sem varð á milli tveggja flugvéla í Ástralíu í nótt þegar vélarnar rákust saman á flugi nálægt flugvellinum í bænum Mangalore, skammt norður af Melbourne.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

Húsleit gerð hjá Avianca vegna gruns um mútur

19. febrúar 2020

|

Aðilar frá öryggis- og leynisþjónustu á vegum ríkisstjórnar Kólumbíu gerðu húsleit í höfuðstöðvum flugfélagsins Avianca í Bogóta í síðustu viku í tengslum við rannsókn á mútum og spillingu innan her

Air Canada semur um bætur við Boeing vegna MAX-vélanna

18. febrúar 2020

|

Air Canada hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabætur vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum.

Skera niður innanlandflugið í Noregi vegna hárra skatta

18. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe hefur tilkynnt um umtalsverðan niðurskurð í leiðarkerfi félagsins í innanlandsflugi í Noregi sem gripið verður til strax með vorinu en félagið segir niðurskurðinn óhjákvæmil

Í viðræðum við 700 flugmenn um launalaust leyfi

18. febrúar 2020

|

Flest bendir til þess að útbreiðsla kórónaveirunnar eigi eftir að hafa þónokkur áhrif á rekstur finnska flugfélagsins Finnair sem á nú í viðræðum við flugmenn varðandi launalaust leyfi.

Allar Cirrus Vision SF50 þotur kyrrsettar

18. febrúar 2020

|

Allar Cirrus Vision SF50 þotur í heiminum hafa verið kyrrsettar eftir að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gáfu út neyðartilskipun varðandi lofthæfi vélanna eftir atvik þar sem eldur kom upp í stjórnk

Kórónaveiran gæti kostað flugiðnaðinn yfir 600 milljarða

14. febrúar 2020

|

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) spáir því að úrbreiðsla kórónaveirunnar, sem nefnd hefur verið Covid-19, muni kosta flugiðnaðinn um 4-5 milljarða bandaríkjadali á þessum ársfjórðungi eða sem samsvara

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00