flugfréttir

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

- Síðasta útskrift hjá elsta starfandi flugskóla landsins

23. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:19

Alls voru 55 nemendur sem útskrifuðust í gær úr atvinnuflugnámi við Flugskóla Íslands

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Flugskóli Íslands er elsti flugskóli landsins en skólinn hefur sameinast Flugakademíu Keilis sem keypti Flugskóla Íslands í vetur og hefur starfsemi skólanna tveggja verið sameinuð í einn stærsta flugskóla Norðurlandanna.

Alls voru 55 nemendur sem útskrifuðust í gær úr atvinnuflugnámi við skólann sem kallast samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Intergrated ATPL) en yfir eitt þúsund nemendur hafa lokið atvinnuflugnámi frá Flugskóla Íslands síðan skólinn hóf starfsemi árið 1998.

Nemendur sem útskrifuðust við þessi tímamót voru fyrstu nemendur úr samtvinnuðu atvinnuflugnámi skólans sem hófu nám haustið 2018 í tveimur bekkjum. Þessir nemendur munu síðan ljúka verklegri þjálfun í Flugakademíu Keilis.

Tæplega þriðjungur nemenda konur

Af þeim 55 nemendur sem útskrifuðust við athöfnina voru 16 konur og hlutfall kvenna aldrei verið jafn hátt, en á undanförnum árum hefur kvenkyns nemendum í atvinnuflugi á Íslandi fjölgað ört. Er það til marks um breytt viðhorf samfélagsins og því ber að fagna.

Frá útskriftinni sem fram fór í Háskóalbíói í gær

Haukur Marian Suska fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,6 í lokaeinkunn. Fékk hann gjafir frá Icelandair, Bluebird Nordic, Air Atlanta, Air Iceland Connect, Norland Air og Flugskóla Íslands.

Semidúx var Arney Sigurgeirsdóttir með 9,58 í lokaeinkunn og munaði því einungis 0,02 stigum á dúx og semidúx skólans. Fékk hún gjafir frá Air Atlanda, Air Iceland Connect, Norlandair og Flugskóla Íslands.

Haukur Marian Suska fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og Arney Sigurgeirsdóttir var semídúx með næsthæstu lokaeinkunn. Með þeim á myndinni er Reynir Einarsson, yfirkennari í bóklegri deild (til vinstri) og Baldvin Birgisson, skólastjóri (til hægri)

Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, og Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis, fluttu ávörp. Reynir Einarsson, yfirkennari í bóklegri deild Flugskóla Íslands stýrði athöfninni, og var honum til aðstoðar Hanna María McClure, prófstjóri.

Einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum verður til á Íslandi

Samanlagður fjöldi atvinnuflugnema í sameinuðum skólum Keilis og Flugskóla Íslands verða á fjórða hundrað á ársgrundvelli. Þá mun skólinn hafa til ráða 22 kennsluvélar og fullkomna flugherma. Námið verður áfram í boði bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Keili, auk þess sem hægt verður að leggja stund á hluta bóklegs náms í fjarnámi.

Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, fer með ræðu við upphafnarinnar

Rétt eins og áður mun verkleg flugkennsla fara fram á bæði alþjóðaflugvellinum í Keflavík og Reykjavíkurflugvelli, auk þess sem skólinn mun efla starfsstöðvum á landsbyggðinni líkt og unnið hefur verið að undanfarið, meðal annars á Selfossi og Sauðárkróki.

Fleiri myndir:













  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga