flugfréttir

Ryanair vill panta enn fleiri Boeing 737 MAX þotur

24. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Boeing kynnti Boeing 737 MAX 200 til leiks árið 2014 með risastórri pöntun frá Ryanair sem átti að fá fyrsta eintakið afhent í apríl

Ryanair segist vera tilbúið að leggja inn pöntun í enn fleiri Boeing 737 MAX þotur en Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri lágfargjaldafélagsins írska, segir að hann hafi fulla trú á Boeing 737 MAX þrátt fyrir hvað á undan hafi gengið.

O´Leary segist ætla vera fyrstur til að leggja inn pöntun í fleiri 737 MAX þotur um leið og vélin er komin með grænt ljós til þess að fljúga á ný eftir kyrrsetninguna.

Ryanair er mjög stór viðskiptavinur er kemur að Boeing 737 en félagið hefur yfir 430 þotur af gerðinni
737-800 í flotanum og hefur félagið pantað 135 Boeing 737 MAX 200 þotur með möguleika á 75 til viðbótar.

Ryanair átti að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta í apríl og fimm til viðbótar í sumar en
O´Leary segir að félagið eigi í viðræðum við Boeing vegna skaðabóta en þær snúist frekar um afslátt af þeim MAX þotum sem félagið hefur pantað í stað skaðabóta í formi reiðufés.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, í stjórnklefa á Boeing 737 MAX

Ryanair telur að félagið muni missa um eina milljón farþega í sumar ef félagið hefði fengið Boeing 737 MAX þoturnar afhentar samkvæmt áætlun.

O´Leary segir að Ryanair eigi samt einnig í viðræðum við Boeing þar sem félagið vill leggja inn pöntun í enn fleiri MAX þotur. „Boeing hefur ekki tíma til að huga að frekari umsvifum eða sölum - En við höfum það“, segir O´Leary.

„Við verðum fremstir í röðinni til þess að panta fleiri þotur þegar Boeing 737 MAX mun fljúga aftur og við viljum með því einnig sína fram á traust okkar á Boeing“, segir O´Leary.  fréttir af handahófi

Eitt elsta flugfélag Frakklands óskar eftir gjaldþrotaskiptum

4. september 2019

|

Aigle Azur, eitt elsta flugfélag Frakklands, hefur óskað eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta vegna slæms fjárhags félagsins auk deilna milli hluthafa.

EASA bannar listflug með XtremeAir XA42 flugvélum

24. september 2019

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað allt listflug með flugvél af gerðinni XtremeAir XA42 sem er eins hreyfils sportflugvél.

Næturflugbanni um lágfargjaldaflugvöll áfrýjað

28. ágúst 2019

|

Flugmálayfirvöld í Argentínu ætla að áfrýja ákvörðun dómstóla sem hafa samþykkt næturflugbann um El Palomar flugvöllinn í Buenos Aires að beiðni argentínska ríkisins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

Einn af gömlu íslensku Fokker 50 eyðilagðist í óhappi í Kenýa

11. október 2019

|

Ein af þeim fjórum Fokker 50 flugvélum, sem Flugfélag Íslands hafði í flota sínum til margra ára, eyðilagðist í dag er hún fór út af braut í flugtaki í Kenýa er hún var í innanlandsflugi fyrir kenýsk

Aukin eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook

11. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Jet2.com hefur fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir flugsætum eftir gjaldþrot Thomas Cook og sér félagið því fram á að rekstarafkoma félagsins eigi eftir að koma út í ha

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00