flugfréttir

Ryanair vill panta enn fleiri Boeing 737 MAX þotur

24. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Boeing kynnti Boeing 737 MAX 200 til leiks árið 2014 með risastórri pöntun frá Ryanair sem átti að fá fyrsta eintakið afhent í apríl

Ryanair segist vera tilbúið að leggja inn pöntun í enn fleiri Boeing 737 MAX þotur en Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri lágfargjaldafélagsins írska, segir að hann hafi fulla trú á Boeing 737 MAX þrátt fyrir hvað á undan hafi gengið.

O´Leary segist ætla vera fyrstur til að leggja inn pöntun í fleiri 737 MAX þotur um leið og vélin er komin með grænt ljós til þess að fljúga á ný eftir kyrrsetninguna.

Ryanair er mjög stór viðskiptavinur er kemur að Boeing 737 en félagið hefur yfir 430 þotur af gerðinni
737-800 í flotanum og hefur félagið pantað 135 Boeing 737 MAX 200 þotur með möguleika á 75 til viðbótar.

Ryanair átti að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta í apríl og fimm til viðbótar í sumar en
O´Leary segir að félagið eigi í viðræðum við Boeing vegna skaðabóta en þær snúist frekar um afslátt af þeim MAX þotum sem félagið hefur pantað í stað skaðabóta í formi reiðufés.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, í stjórnklefa á Boeing 737 MAX

Ryanair telur að félagið muni missa um eina milljón farþega í sumar ef félagið hefði fengið Boeing 737 MAX þoturnar afhentar samkvæmt áætlun.

O´Leary segir að Ryanair eigi samt einnig í viðræðum við Boeing þar sem félagið vill leggja inn pöntun í enn fleiri MAX þotur. „Boeing hefur ekki tíma til að huga að frekari umsvifum eða sölum - En við höfum það“, segir O´Leary.

„Við verðum fremstir í röðinni til þess að panta fleiri þotur þegar Boeing 737 MAX mun fljúga aftur og við viljum með því einnig sína fram á traust okkar á Boeing“, segir O´Leary.  fréttir af handahófi

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

Reykjavik Airshow á 100 ára afmæli flugsins á Íslandi

31. maí 2019

|

Hin árlega flugsýning á Reykjavíkurflugvelli, Reykjavik Airshow, fer fram næstkomandi laugardag, 1. júní, en flugsýningin í ár verður með glæsilegasta móti og fer hún fram á 100 ára afmæli flugsins á

Berjaya kaupir Icelandair Hotels og tengdar fasteignir

15. júlí 2019

|

Stjórn Icelandair Group hf. hefur skrifað undir kaupsamning við Berjaya Property Ireland Limited („Berjaya“), dótturfélag Berjaya Land Berhad um að Berjaya eignist meirihluta í Icelandair Hotels („fél

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í