flugfréttir

Ryanair vill panta enn fleiri Boeing 737 MAX þotur

24. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:01

Boeing kynnti Boeing 737 MAX 200 til leiks árið 2014 með risastórri pöntun frá Ryanair sem átti að fá fyrsta eintakið afhent í apríl

Ryanair segist vera tilbúið að leggja inn pöntun í enn fleiri Boeing 737 MAX þotur en Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri lágfargjaldafélagsins írska, segir að hann hafi fulla trú á Boeing 737 MAX þrátt fyrir hvað á undan hafi gengið.

O´Leary segist ætla vera fyrstur til að leggja inn pöntun í fleiri 737 MAX þotur um leið og vélin er komin með grænt ljós til þess að fljúga á ný eftir kyrrsetninguna.

Ryanair er mjög stór viðskiptavinur er kemur að Boeing 737 en félagið hefur yfir 430 þotur af gerðinni
737-800 í flotanum og hefur félagið pantað 135 Boeing 737 MAX 200 þotur með möguleika á 75 til viðbótar.

Ryanair átti að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta í apríl og fimm til viðbótar í sumar en
O´Leary segir að félagið eigi í viðræðum við Boeing vegna skaðabóta en þær snúist frekar um afslátt af þeim MAX þotum sem félagið hefur pantað í stað skaðabóta í formi reiðufés.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, í stjórnklefa á Boeing 737 MAX

Ryanair telur að félagið muni missa um eina milljón farþega í sumar ef félagið hefði fengið Boeing 737 MAX þoturnar afhentar samkvæmt áætlun.

O´Leary segir að Ryanair eigi samt einnig í viðræðum við Boeing þar sem félagið vill leggja inn pöntun í enn fleiri MAX þotur. „Boeing hefur ekki tíma til að huga að frekari umsvifum eða sölum - En við höfum það“, segir O´Leary.

„Við verðum fremstir í röðinni til þess að panta fleiri þotur þegar Boeing 737 MAX mun fljúga aftur og við viljum með því einnig sína fram á traust okkar á Boeing“, segir O´Leary.  fréttir af handahófi

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Optical Studio og Mathús hljóta þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar

24. maí 2019

|

Þjónustuverðlaun Isavia fyrir árið 2018 voru afhent við hátíðlega athöfn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni en að þessu sinni féllu þjónustuverðlaun verslana í hlut sjóntækjaverslunarinnar Optical

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00