flugfréttir

Farþegi fór um borð í vitlausa flugvél hjá Ryanair

- Bókaði flug til Cagliari á Sardiníu en endaði í Bari á Suður-Ítalíu

25. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

Ryanair segist vera að skoða málið og komast að því hversvegna farþeginn fór upp í ranga flugvél á flugvellinum í Pisa

Reiður Ítali missti stjórn á skapi sínu eftir að hann komst að því að hann hafði farið upp í ranga flugvél hjá Ryanair á flugvellinum í Pisa á Ítalíu og flogið óvart til allt annarar borgar en hann ætlaði til.

Farþeginn átti bókað flug með Ryanair frá Pisa til borgarinnar Cagliari á eyjunni Sardiníu þar sem hann ætlaði að heimsækja vin sinn sem hafði veikst skyndilega.

Er hann mætti á flugvöllinn í Pisa voru tvær þotur frá Ryanair sem verið var að undirbúa fyrir brottför og gengu farþegar um borð upp stiga á flugvallarstæðinu.

Talið er að áhöfnin hafi ekki litið á ákvörðunarstað ítalska farþegans þar sem hann fór um borð í flug Ryanair sem var á leið til borgarinnar Bari á Ítalíuskaganum sem er í næstum 700 kílómetra fjarlægð frá Cagliari.

Það fóru hinsvegar að renna tvær grímur á farþegann er hann horfði út um gluggann þegar flugvélin var í aðfluginu og fannst landslagið eitthvað vera öðruvísi en hann er vanur á flugi til Sardiníu.

Á meðfylgjandi myndbandi, sem annar farþegi í vélinni tók upp skömmu eftir lendingu, má heyra ítalska farþegann hrópa og kalla og lét hann reiði sína dynja yfir áhöfnina.

Ryanair hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist vera að skoða hvernig þessi mistök áttu sér stað en flugvélin, sem Ítalinn átti að fara með, hafði verið sein er hún lenti í Pisa og seinkaði brottför til Cagliari sem endaði með að verið var að hleypa farþegum um borð í tvær Ryanair-flugvélar á sama tíma sem voru hlið við hlið.

Farþeginn sagðist hafa eitt síðustu krónunum sínum í farmiðann sem kostaði 55.000 krónur og hefur því ekki efni á að bóka annað flug.

Myndband af Twitter:  fréttir af handahófi

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00