flugfréttir

Farþegi fór um borð í vitlausa flugvél hjá Ryanair

- Bókaði flug til Cagliari á Sardiníu en endaði í Bari á Suður-Ítalíu

25. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

Ryanair segist vera að skoða málið og komast að því hversvegna farþeginn fór upp í ranga flugvél á flugvellinum í Pisa

Reiður Ítali missti stjórn á skapi sínu eftir að hann komst að því að hann hafði farið upp í ranga flugvél hjá Ryanair á flugvellinum í Pisa á Ítalíu og flogið óvart til allt annarar borgar en hann ætlaði til.

Farþeginn átti bókað flug með Ryanair frá Pisa til borgarinnar Cagliari á eyjunni Sardiníu þar sem hann ætlaði að heimsækja vin sinn sem hafði veikst skyndilega.

Er hann mætti á flugvöllinn í Pisa voru tvær þotur frá Ryanair sem verið var að undirbúa fyrir brottför og gengu farþegar um borð upp stiga á flugvallarstæðinu.

Talið er að áhöfnin hafi ekki litið á ákvörðunarstað ítalska farþegans þar sem hann fór um borð í flug Ryanair sem var á leið til borgarinnar Bari á Ítalíuskaganum sem er í næstum 700 kílómetra fjarlægð frá Cagliari.

Það fóru hinsvegar að renna tvær grímur á farþegann er hann horfði út um gluggann þegar flugvélin var í aðfluginu og fannst landslagið eitthvað vera öðruvísi en hann er vanur á flugi til Sardiníu.

Á meðfylgjandi myndbandi, sem annar farþegi í vélinni tók upp skömmu eftir lendingu, má heyra ítalska farþegann hrópa og kalla og lét hann reiði sína dynja yfir áhöfnina.

Ryanair hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist vera að skoða hvernig þessi mistök áttu sér stað en flugvélin, sem Ítalinn átti að fara með, hafði verið sein er hún lenti í Pisa og seinkaði brottför til Cagliari sem endaði með að verið var að hleypa farþegum um borð í tvær Ryanair-flugvélar á sama tíma sem voru hlið við hlið.

Farþeginn sagðist hafa eitt síðustu krónunum sínum í farmiðann sem kostaði 55.000 krónur og hefur því ekki efni á að bóka annað flug.

Myndband af Twitter:  fréttir af handahófi

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

United skoðar Airbus A321XLR sem staðgengil Boeing 757

9. apríl 2019

|

United Airlines segir að til greina komi að velja Airbus A321XLR til þess að leysa af hólmi Boeing 757 en A321XLR er ný og langdrægari útgáfa af A321LR þotunni sem Airbus stefnir á að vera komið með

Sagt að Airbus kynni A321XLR til leiks í næstu viku

13. júní 2019

|

Sagt er að Airbus ætli sér að kynna Airbus A321XLR formlega til leiks á flugsýningunni Paris Air Show sem hefst í næstu viku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00