flugfréttir

Farþegi fór um borð í vitlausa flugvél hjá Ryanair

- Bókaði flug til Cagliari á Sardiníu en endaði í Bari á Suður-Ítalíu

25. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:11

Ryanair segist vera að skoða málið og komast að því hversvegna farþeginn fór upp í ranga flugvél á flugvellinum í Pisa

Reiður Ítali missti stjórn á skapi sínu eftir að hann komst að því að hann hafði farið upp í ranga flugvél hjá Ryanair á flugvellinum í Pisa á Ítalíu og flogið óvart til allt annarar borgar en hann ætlaði til.

Farþeginn átti bókað flug með Ryanair frá Pisa til borgarinnar Cagliari á eyjunni Sardiníu þar sem hann ætlaði að heimsækja vin sinn sem hafði veikst skyndilega.

Er hann mætti á flugvöllinn í Pisa voru tvær þotur frá Ryanair sem verið var að undirbúa fyrir brottför og gengu farþegar um borð upp stiga á flugvallarstæðinu.

Talið er að áhöfnin hafi ekki litið á ákvörðunarstað ítalska farþegans þar sem hann fór um borð í flug Ryanair sem var á leið til borgarinnar Bari á Ítalíuskaganum sem er í næstum 700 kílómetra fjarlægð frá Cagliari.

Það fóru hinsvegar að renna tvær grímur á farþegann er hann horfði út um gluggann þegar flugvélin var í aðfluginu og fannst landslagið eitthvað vera öðruvísi en hann er vanur á flugi til Sardiníu.

Á meðfylgjandi myndbandi, sem annar farþegi í vélinni tók upp skömmu eftir lendingu, má heyra ítalska farþegann hrópa og kalla og lét hann reiði sína dynja yfir áhöfnina.

Ryanair hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist vera að skoða hvernig þessi mistök áttu sér stað en flugvélin, sem Ítalinn átti að fara með, hafði verið sein er hún lenti í Pisa og seinkaði brottför til Cagliari sem endaði með að verið var að hleypa farþegum um borð í tvær Ryanair-flugvélar á sama tíma sem voru hlið við hlið.

Farþeginn sagðist hafa eitt síðustu krónunum sínum í farmiðann sem kostaði 55.000 krónur og hefur því ekki efni á að bóka annað flug.

Myndband af Twitter:  fréttir af handahófi

Kynna lengra nef á King Air fyrir meiri hleðslu

22. nóvember 2019

|

Textron Aviation hefur kynnt nýja útgáfu af nefhluta fyrir King Air flugvélarnar sem standa flugrekendum til boða en með því myndast meira pláss fyrir frakt.

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir South African

5. desember 2019

|

South African Airways hefur farið fram á gjaldþrotameðferð og hefur ríkistjórn Suður-Afríku sótt um sambærilega gjaldþrotavernd fyrir félagið á borð við Chapter 11 í Bandaríkjunum.

FAA lækkar öryggisstuðul Malasíu niður í 2. flokk

12. nóvember 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

  Nýjustu flugfréttirnar

Sjúkraflugvél fór í sjóinn í Alaska

18. janúar 2020

|

Allir komust lífs af er sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft B200 King Air fór í sjóinn við Aleutianyjarnar í Alaska sl. fimmtudag.

Air Greenland pantar A330neo

18. janúar 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur gert samkomulag við Airbus um kaup á einni Airbus A330-800 breiðþotu sem er minni gerðin af A330neo þotunni.

Ríkisstjórn Rúmeníu ætlar að bjarga rekstri Tarom fyrir horn

17. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Rúmeníu fundar nú um alvarlega stöðu hjá ríkisflugfélaginu Tarom og hafa staðið yfir viðræður um mögulegar leiðir til þess að bjarga rekstri félagsins.

Helmingur af öllum breiðþotum South African til sölu

17. janúar 2020

|

South African Airways hefur sett á sölu meira en helmingin af öllum langflugsflota félagsins í þeim tilgangi að auka lausafé félagsins og koma rekstrinum frá gjaldþroti.

Kínverskt Boeing-flugfélag stefnir á fyrstu pöntun til Airbus

16. janúar 2020

|

Kínverska flugfélagið Xiamen Airlines ætlar sér að leggja inn sína fyrstu pöntun í Airbus-farþegaþotur en flugfélagið hefur í 35 ára sögu félagsins einungis haft þotur frá Boeing í flota sínum.

Boeing 737 MAX þotu flogið til Ísrael í gær

16. janúar 2020

|

Það þykir tíðindum sæta ef Boeing 737 MAX þota hefur sig til flugs þessa dagana en ein slík flaug gegnum evrópska lofthelgi í gær á sama tíma og almennt flugmann gildir fyrir vélarnar.

Þveraði braut í veg fyrir þotu í flugtaki á JFK í New York

16. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú brautarátroðning sem átti sér stað nýverið á John F. Kennedy flugvellinum í New York milli tveggja farþegaþotna frá Delta Air Lines, báðar af gerðinni Boe

Drónavarnarkerfi komið upp á Heathrow-flugvelli

16. janúar 2020

|

Stjórn Heathrow-flugvallarins í London hefur lokið við að koma upp drónavarnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að fljúgandi flygildum sé flogið nálægt loftrými vallarins og inn á flugvallarsvæðið.

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00